Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júní 2025 13:00 Linda hefur áhyggjur af fjölda barna sem hafa dvalið í athvarfinu það sem af er ári. Sum þeirra hafa búið við ofbeldi og önnur sjálf verið beitt ofbeldi. Vísir/Ívar Fannar Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. Fjallað var um það í gær að fimmtán prósenta aukning væri í fjölda heimilisofbeldismála hjá lögreglunni. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra, segir ekki óeðlilegt að það sé sveifla í fjölda þeirra sem dvelji hjá þeim en síðustu mánuði hafi verið stöðug fjölgun. „Staðan í Kvennaathvarfinu hefur verið þung. Það hefur verið mikið að gera og flest herbergi fullsetin, og mikið af börnum. Það sem af er ári hafa 67 börn dvalið í kvennaathvarfinu. Venjulega eru þetta um 100 börn á ári þannig við erum strax komin vel yfir þetta meðaltal. Sorgleg þróun Linda segir alltaf erfitt að meta hvort það sé eitthvað í samfélagsgerðinni sem valdi auknu ofbeldi eða hvort viðbragðsaðilar séu að ná betur utan um það. „Auðvitað er þetta bara sorglegt, og erfitt að horfa upp á það að tölurnar virðist ekki vera að fara niður og alvarleiki ofbeldismála virðist vera að aukast. Þó svo að kerfið virðist vera að stíga fast til jarðar og það er verið að koma mjög mikið inn í þessum mál af ýmsum aðilum heldur þetta áfram, og heldur áfram að aukast, og það er áhyggjuefni.“ Hún segir konurnar sem leita til þeirra lýsa alvarlegra ofbeldi. „Við sjáum að ofbeldi almennt er að harðna, það er að verða alvarlegra. Konurnar tala meira um morðhótanir, kyrkingartak, mikil eltihrelling, mikið verið að fylgjast með þeim. Það eitt að stíga út úr ofbeldissambandi í dag er orðið mjög flókið í dag því ofbeldi heldur áfram í alvarlegri mynd í gegnum samfélagsmiðla og almenna eltihrellingu.“ Öllum stéttum og þjóðum Linda segir hópinn sem til þeirra leitar úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Það sé fjölgun í barnahópi en ekki annar rauður þráður í þeim hópi sem hafi til þeirra leitað á árinu. Misjafnt sé hvort börnin hafi verið beitt ofbeldi eða búið við það. „Við erum búnar að vera sýnilegar síðustu mánuði í fjáröflun og passað að minna alltaf á okkur þannig það hefur alltaf einhver áhrif en það er mín tilfinning að aukningin sé það stöðug núna að þetta sé meira en það.“ Linda hvetur konur sem eru mögulega í erfiðri stöðu núna til að hafa samand. Síminn sé alltaf opinn og alltaf hægt að koma í viðtal án þess að koma í dvöl. „Ekki hika við að hafa samband. Síminn er opinn allan sólarhringinn og það getur verið nafnlaust. Það er hægt að fá ráðgjöf um það hvort þær séu í ofbeldissambandi og hvað sé hægt að gera. Það sama gildir um aðstandendur. Það er alltaf fyrsta skrefið að stíga út úr einangruninni. Mesta ofbeldið er oft í einangruninni, að þær eru algjörlega einangraðar frá sinni fjölskyldu og nærsamfélagi.“ Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kvennaathvarfið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
Fjallað var um það í gær að fimmtán prósenta aukning væri í fjölda heimilisofbeldismála hjá lögreglunni. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra, segir ekki óeðlilegt að það sé sveifla í fjölda þeirra sem dvelji hjá þeim en síðustu mánuði hafi verið stöðug fjölgun. „Staðan í Kvennaathvarfinu hefur verið þung. Það hefur verið mikið að gera og flest herbergi fullsetin, og mikið af börnum. Það sem af er ári hafa 67 börn dvalið í kvennaathvarfinu. Venjulega eru þetta um 100 börn á ári þannig við erum strax komin vel yfir þetta meðaltal. Sorgleg þróun Linda segir alltaf erfitt að meta hvort það sé eitthvað í samfélagsgerðinni sem valdi auknu ofbeldi eða hvort viðbragðsaðilar séu að ná betur utan um það. „Auðvitað er þetta bara sorglegt, og erfitt að horfa upp á það að tölurnar virðist ekki vera að fara niður og alvarleiki ofbeldismála virðist vera að aukast. Þó svo að kerfið virðist vera að stíga fast til jarðar og það er verið að koma mjög mikið inn í þessum mál af ýmsum aðilum heldur þetta áfram, og heldur áfram að aukast, og það er áhyggjuefni.“ Hún segir konurnar sem leita til þeirra lýsa alvarlegra ofbeldi. „Við sjáum að ofbeldi almennt er að harðna, það er að verða alvarlegra. Konurnar tala meira um morðhótanir, kyrkingartak, mikil eltihrelling, mikið verið að fylgjast með þeim. Það eitt að stíga út úr ofbeldissambandi í dag er orðið mjög flókið í dag því ofbeldi heldur áfram í alvarlegri mynd í gegnum samfélagsmiðla og almenna eltihrellingu.“ Öllum stéttum og þjóðum Linda segir hópinn sem til þeirra leitar úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Það sé fjölgun í barnahópi en ekki annar rauður þráður í þeim hópi sem hafi til þeirra leitað á árinu. Misjafnt sé hvort börnin hafi verið beitt ofbeldi eða búið við það. „Við erum búnar að vera sýnilegar síðustu mánuði í fjáröflun og passað að minna alltaf á okkur þannig það hefur alltaf einhver áhrif en það er mín tilfinning að aukningin sé það stöðug núna að þetta sé meira en það.“ Linda hvetur konur sem eru mögulega í erfiðri stöðu núna til að hafa samand. Síminn sé alltaf opinn og alltaf hægt að koma í viðtal án þess að koma í dvöl. „Ekki hika við að hafa samband. Síminn er opinn allan sólarhringinn og það getur verið nafnlaust. Það er hægt að fá ráðgjöf um það hvort þær séu í ofbeldissambandi og hvað sé hægt að gera. Það sama gildir um aðstandendur. Það er alltaf fyrsta skrefið að stíga út úr einangruninni. Mesta ofbeldið er oft í einangruninni, að þær eru algjörlega einangraðar frá sinni fjölskyldu og nærsamfélagi.“
Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kvennaathvarfið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira