Hildur er nýr formaður Almannaheilla Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2025 21:54 Tómas Torfason, fráfarandi formaður Almannaheilla og Hildur Tryggvadóttir Flóvens, nýr formaður samtakanna. Hildur Tryggvadóttir Flóvens var kjörin formaður Almannaheilla – samtaka þriðja geirans, á aðalfundi félagsins í gær og tekur við keflinu af Tómasi Torfasyni, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, sem hefur staðið í stefninu síðastliðin tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur fram að Hildur hafi ekki getað verið viðstödd aðalfundinn en hafi sent frá sér rafræna kveðju. „lmannaheill, sem regnhlíf almannaheillafélaga á Íslandi, gegnir mikilvægu hlutverki í því að tala fyrir sameiginlegum málefnum og þeim áskorunum sem aðildarfélög þeirra standa frammi fyrir. Mig langar til að taka þátt í því starfi, takast á við áskoranirnar og lyfta þriðja geiranum á Íslandi enn frekar upp og efla,“ sagði hún. Hildur er með meistaragráðu í stjórnun og rekstri félagasamtaka frá Heidelberg-háskóla í Þýskalandi. Hún var lengi í Rauða krossinum, var um tíma framkvæmdastjóri LUF, er stofnandi FÁSES og sat þar í fjölda ára í stjórn og er nú í Kvenréttindafélagi Íslands, sem er eitt aðildarfélaga Almannaheilla. Ráðherra styður endurgreiðslu Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, var gestur aðalfundarins og flutti ávarp við setningu hans. Hún velti upp hlutverkum almannaheillafélaga og hvatti forsvarsfólk þeirra til aukins samstarfs. „Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki alla þessa hugsjón og góða vilja sem fylgir því að vilja taka utan um samfélagið okkar, unga sem aldna. Það eru 586 almannaheillafélög skráð á Íslandi. Máttur þessara félaga er mjög mikill. Í mínum huga eru almannaheillafélög ekki aðeins viðbragðsaðilar heldur líka frumkvöðlar, sem ryðja gjarnan brautina fyrir hið opinbera og önnur kerfi,“ sagði Inga. Inga Sæland á aðalfundi Almannaheilla. Ráðherrann tók undir með áskorun stjórnar Almannaheilla, að styðja betur við endurgreiðslu virðisaukaskatts til handa félögum á almannaheillaskrá. „Reksturinn er víða þungur og þeim mun ástæða fyrir því að leitast eftir því að auka samstarf félaganna og að stjórnvöld stígi inn í,“ sagði Inga. Fulltrúar á aðalfundinum ályktuðu undir lok hans, að benda stjórnvöldum á að bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt muni renna út um næstu áramót. Skoraði fundurinn á Alþingi að framlengja ákvæðið í að minnsta kosti fimm ár. Félagasamtök Tímamót Vistaskipti Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur fram að Hildur hafi ekki getað verið viðstödd aðalfundinn en hafi sent frá sér rafræna kveðju. „lmannaheill, sem regnhlíf almannaheillafélaga á Íslandi, gegnir mikilvægu hlutverki í því að tala fyrir sameiginlegum málefnum og þeim áskorunum sem aðildarfélög þeirra standa frammi fyrir. Mig langar til að taka þátt í því starfi, takast á við áskoranirnar og lyfta þriðja geiranum á Íslandi enn frekar upp og efla,“ sagði hún. Hildur er með meistaragráðu í stjórnun og rekstri félagasamtaka frá Heidelberg-háskóla í Þýskalandi. Hún var lengi í Rauða krossinum, var um tíma framkvæmdastjóri LUF, er stofnandi FÁSES og sat þar í fjölda ára í stjórn og er nú í Kvenréttindafélagi Íslands, sem er eitt aðildarfélaga Almannaheilla. Ráðherra styður endurgreiðslu Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, var gestur aðalfundarins og flutti ávarp við setningu hans. Hún velti upp hlutverkum almannaheillafélaga og hvatti forsvarsfólk þeirra til aukins samstarfs. „Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki alla þessa hugsjón og góða vilja sem fylgir því að vilja taka utan um samfélagið okkar, unga sem aldna. Það eru 586 almannaheillafélög skráð á Íslandi. Máttur þessara félaga er mjög mikill. Í mínum huga eru almannaheillafélög ekki aðeins viðbragðsaðilar heldur líka frumkvöðlar, sem ryðja gjarnan brautina fyrir hið opinbera og önnur kerfi,“ sagði Inga. Inga Sæland á aðalfundi Almannaheilla. Ráðherrann tók undir með áskorun stjórnar Almannaheilla, að styðja betur við endurgreiðslu virðisaukaskatts til handa félögum á almannaheillaskrá. „Reksturinn er víða þungur og þeim mun ástæða fyrir því að leitast eftir því að auka samstarf félaganna og að stjórnvöld stígi inn í,“ sagði Inga. Fulltrúar á aðalfundinum ályktuðu undir lok hans, að benda stjórnvöldum á að bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt muni renna út um næstu áramót. Skoraði fundurinn á Alþingi að framlengja ákvæðið í að minnsta kosti fimm ár.
Félagasamtök Tímamót Vistaskipti Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira