Jöklar hér á landi minnkað um eina Lúxemborg Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júní 2025 23:31 Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. vísir/bjarni Um 50 jöklar hafa nú þegar horfið hér á landi og heldur hopun þeirra áfram að hraðast sökum loftslagsbreytinga. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir einn fallegasta jökul Austurlands vera meðal þeirra næstu í röðinni til að hverfa. Norræn vatnafræðisráðstefna fór fram í vikunni í Grósku. Þar vakti Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands, meðal annars athygli á því að frá aldamótunum 1900 hafði flatarmál jöklamassa á Íslandi minnkað um það sem nemur Tröllaskaga eða um einu Lúxemborg. Á ráðstefnunni voru rædd áhrif loftslagsbreytinga á vatn en Halldór segir að það muni taka enn minni tíma upp úr þessu að jöklar hopi um annað Lúxemborg. Langjökull verði fyrsti stóri jökullinn til að hverfa „Við gerum ráð fyrir því að jöklarnir okkar muni hægt og rólega tapa. Fyrstur til að fara af þessum stóru verður Langjökull sem stendur lægst. Loftslagsbreytingar eru að valda því að jöklar eru að hopa alveg gríðarlega,“ sagði Halldór í samtali við fréttastofu. Hann segir tvær sviðsmyndir blasa við. Annars vegar þar sem er staðið við Parísarsáttmálann og hlýnun jarðar helst við tvær gráður og annars vegar þar sem sáttmálinn er virtur að vettugi. „Í fyrra tilvikinu, minnkar jökullinn verulega en við myndum alveg þekkja hann í fyrra tilvikinu. Hann yrði þarna við myndum segja þetta er nú Vatnajökull hann er reyndar miklu minni en hann var. Í seinna tilvikinu er hann orðin slitrótt samband af jöklum sem hafa skriðið upp á hæstu fjöll og í raun og veru það sem er samfellt er ekkert líkt því sem við þekkjum núna. Mér finnst það mjög sorgleg tilhugsun.“ Mælir með að skoða tvo nafngreinda jökla sem fyrst Það sé ekki einungis sorglegt að jöklarnir minnki heldur mun það draga dilk á eftir sér. „Þá eykst hættan á eldgosum undir þeim því að það eru nokkur stór eldfjöll. Öræfajökull, Bárðarbunga, Katla líka eru undir jöklum og það er mikill þungi á þeim, farg á þeim vegna jöklanna. Þegar þetta farg minnkar þá eykst kvikuframleiðsla og þá er hætta á að þú fáir stærri gos eða lengri gos eða tíðari gos. Það má kannski taka fram að eldgosin á Reykjanesskaga eru ekkert tengd þessu.“ Nú þegar hafi um 50 jöklar horfið á Íslandi. Einn fallegasti jökull Austurlands, Þrándarjökull er meðal þeirra jökla sem eru í hættu. „Ofboðslega fallegur jökull. Stendur mjög flatt. Hann er einn af þeim sem gæti horfið. Og jökullinn næstur honum sem er kallaður Eystri-Hofsjökull. Þetta eru jöklar sem eru næstir á leiðinni af þessum frægu nafngreindu jöklum okkar. Ég reyndar mæli með því að fara skoða þá sem fyrst.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Norræn vatnafræðisráðstefna fór fram í vikunni í Grósku. Þar vakti Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands, meðal annars athygli á því að frá aldamótunum 1900 hafði flatarmál jöklamassa á Íslandi minnkað um það sem nemur Tröllaskaga eða um einu Lúxemborg. Á ráðstefnunni voru rædd áhrif loftslagsbreytinga á vatn en Halldór segir að það muni taka enn minni tíma upp úr þessu að jöklar hopi um annað Lúxemborg. Langjökull verði fyrsti stóri jökullinn til að hverfa „Við gerum ráð fyrir því að jöklarnir okkar muni hægt og rólega tapa. Fyrstur til að fara af þessum stóru verður Langjökull sem stendur lægst. Loftslagsbreytingar eru að valda því að jöklar eru að hopa alveg gríðarlega,“ sagði Halldór í samtali við fréttastofu. Hann segir tvær sviðsmyndir blasa við. Annars vegar þar sem er staðið við Parísarsáttmálann og hlýnun jarðar helst við tvær gráður og annars vegar þar sem sáttmálinn er virtur að vettugi. „Í fyrra tilvikinu, minnkar jökullinn verulega en við myndum alveg þekkja hann í fyrra tilvikinu. Hann yrði þarna við myndum segja þetta er nú Vatnajökull hann er reyndar miklu minni en hann var. Í seinna tilvikinu er hann orðin slitrótt samband af jöklum sem hafa skriðið upp á hæstu fjöll og í raun og veru það sem er samfellt er ekkert líkt því sem við þekkjum núna. Mér finnst það mjög sorgleg tilhugsun.“ Mælir með að skoða tvo nafngreinda jökla sem fyrst Það sé ekki einungis sorglegt að jöklarnir minnki heldur mun það draga dilk á eftir sér. „Þá eykst hættan á eldgosum undir þeim því að það eru nokkur stór eldfjöll. Öræfajökull, Bárðarbunga, Katla líka eru undir jöklum og það er mikill þungi á þeim, farg á þeim vegna jöklanna. Þegar þetta farg minnkar þá eykst kvikuframleiðsla og þá er hætta á að þú fáir stærri gos eða lengri gos eða tíðari gos. Það má kannski taka fram að eldgosin á Reykjanesskaga eru ekkert tengd þessu.“ Nú þegar hafi um 50 jöklar horfið á Íslandi. Einn fallegasti jökull Austurlands, Þrándarjökull er meðal þeirra jökla sem eru í hættu. „Ofboðslega fallegur jökull. Stendur mjög flatt. Hann er einn af þeim sem gæti horfið. Og jökullinn næstur honum sem er kallaður Eystri-Hofsjökull. Þetta eru jöklar sem eru næstir á leiðinni af þessum frægu nafngreindu jöklum okkar. Ég reyndar mæli með því að fara skoða þá sem fyrst.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira