Áhyggjuefni ef raddir kvenna hætti að heyrast í þróunaraðstoð Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júní 2025 23:42 Ný könnun leiðir í ljós að nær helmingur kvennasamtaka sem styðja konur í neyð gæti neyðst til að hætta starfsemi innan sex mánaða. Ástæðan er alþjóðlegur niðurskurður í fjárstuðningi til mannúðaraðstoðar. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, segir stöðuna grafalvarlega. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frá því að hann tók við embætti í janúar tilkynnt um víðtækan niðurskurð í mannúðaraðstoð. Stella segir fáa geta fyllt upp í það gat sem hefur myndast með niðurskurði Bandaríkjanna til þróunarmála. „Bandaríkin eru svo svakalega stór og með því að skera niður nánast allt sitt þróunarstarf og mannúðarstarf í gegnum USAID þá hefur það rosaleg áhrif.“ Niðurskurður í Bandaríkjunum hafi svo haft snjóboltaáhrif og fleiri ríki fylgt í fótspor Bandaríkjanna. Fjallað er um þennan niðurskurð í skýrslu frá Un Women sem ber titiilinn At a Breaking Point: The Impact of Foreign Aid Cuts on Women's Organizations in Humanitarian Crises Worldwide. Í henni kemur fram að 90 prósent þeirra 411 samtaka sem svöruðu könnuninni á 44 krísusvæðum telja sig vera komin að þolmörkum vegna niðurskurðar í fjárstuðningi frá alþjóðasamfélaginu. Þar á meðal eru samtök sem styðja við fatlaðar konur og þolendur kynferðisofbeldis. Samkvæmt skýrslunni þurfa alls 308 milljónir fólks í 73 löndum á mannúðaraðstoð að halda. Stella segir þennan fjölda ört vaxandi vegna aukinna átaka, loftslagsbreytinga, matvælaóöryggis og heimsfaraldra. „Konur og stúlkur verða iðulega verst úti í þessum aðstæðum þar sem dauðsföll tengd meðgöngu eru algeng, vannæring er útbreidd og kynferðisofbeldi eykst,“ segir Stella. Þrátt fyrir þessa vaxandi þörf glími mannúðarkerfið við alvarlegan fjárskort. Skýrslan sýni þannig að 47 prósent samtaka búast við að þurfa að hætta starfsemi innan sex mánaða og að 51 prósent hafi þegar þurft að fresta verkefnum, þar á meðal þeim sem styðja þolendur kynbundins ofbeldis og veita vernd, tryggja lífsviðurværi og heilbrigðisþjónustu. Þá hafi 72 prósent hafa þurft að segja upp starfsfólki, í sumum tilfellum stórum hluta þeirra. Sinna mannúðaraðstoð á erfiðum svæðum Stella segir þessi samtök eiga það sameiginlegt að sinna mannúðaraðstoð á átakasvæðum, á svæðum þar sem hafi orðið náttúruhamfarir eða á svæðum sem hafi orðið fyrir verulegum áhrifum vegna loftslagsbreytinga. „Kvennasamtök, og allt sem tengist jafnréttismálum, hafa alltaf fengið minnst. Þessi samtök hafa þurft að berjast fyrir hverri krónu en eru oft það fyrsta sem er tekið út. Kvennasamtök hafa á heimsvísu verið að fá svona eitt prósent af allri kökunni. Þetta er alltaf svo lítið að þegar það er niðurskurður verður þetta enn erfiðara. Við erum að tala um Palestínu, Súdan, Mjanmar. Þetta eru allt staðir þar sem er gríðarleg neyð.“ Stella segir niðurskurðinn geta haft afdrifaríkar afleiðingar í Súdan. Vísir/EPA Stella segir það alltaf markmið samtaka sem vinna í þágu kvenna að tryggja að hugað sé að þeirra hagsmunum þegar einhverjum úrræðum eða lausnum er komið á fót. Það sé því miður þó þannig að það sé annaðhvort ekki gert eða hugað að því seinast í ferlinu. „Það er ekki almennt hugsað fyrir því að konur þurfa til dæmis öðruvísi næringu, því þær ganga með börn eða eru með börn á brjósti. Þær þurfa stað til að geta gefið brjóst eða öruggt aðgengi að salernum. Þetta er alltaf eftiráhugsun sem verður til þess að þær verða viðkvæmari og svo oft fyrir meiri áhrifum því stuðningurinn er svo lítill.“ Starf UN Women felist því að miklu leyti í því að huga að þörfum kvenna og tryggja að þær fái þjónustu við hæfi eða aðgengi að úrræði sem henti, sama hvort það sé almenn heilbrigðisþjónustu, sálfræðiþjónusta eða lögfræðingur. Eins vinni UN Women alltaf að því að raddir kvenna fái að heyrast þegar það er verið að skipuleggja stuðningsúrræði fyrir þær. Konur eftiráhugsun „Það er hrikalegt að hugsa til þess að árið 2025 er enn ekki verið að hugsa til sértækra þarfa kvenna. Þær eru oft einar á flótta eða í flóttamannabúðum og það er sjaldan hugsað til þess að skapa þeim efnahagsleg tækifæri. Það eru miklu færri störf fyrir konur en samt eru þær oft einar á flótta með börnin. Þess vegna er svo mikilvægt að tryggja að raddir kvenna heyrist. Ef það gerist ekki horfum við fram á enn meiri jaðarsetningu kvenna.“ Stella segir þetta í raun vera ógn við lýðræði. „Þegar raddir helmings mannkyns heyrast ekki. Ef raddir þessara kvennasamtaka þagna, sem hafa barist fyrir réttindum kvenna við stórar stofnanir, ef þær eru ekki lengur við borðið þýðir það að raddir kvenna eru ekki þar heldur.“ Hún segir mögulega kominn tíma til að endurskoða skipulag mannúðaraðstoðar og hvernig sé hægt að bæta þau eða breyta þeim. Hvernig sé hægt að fá meira fyrir minna. En það megi á sama tíma ekki verða til þess að ákveðnir hópar verði skildir eftir. „Það má ekki gleyma helmingi mannkyns, og það er það sem maður er svo hræddur um. Það eru fáir sem tala fyrir konum og maður óttast að þarfir kvenna verði ekki í forgrunni.“ Stella segir niðurskurðinn sérstaklega hafa slæm áhrif í Afganistanþar sem meirihluti samtaka hefur þurft að draga saman seglin. Staða kvenna sé slæm þar og geti orðið verri fyrir vikið. Vísir/EPA Stella segir að þó svo að víða sé verið að skera niður finni UN Women á Íslandi ekki fyrir því. „Okkar bakhjarlar eru ótrúlegir. Við gætum þetta ekki nema með stuðningi íslenskra stjórnvalda, fyrirtækja og ljósberanna okkar. Við erum svo þakklát fyrir alla þá fjármuni sem við fáum en við megum ekki fara til baka núna. Ísland getur verið fyrirmynd á alþjóðavísu og sýnt að við styðjum konur og stúlkum um allan heim. Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt.“ Fyrirmynd alþjóðlega Hún segir ánægjulegt að sjá hversu áberandi jafnréttismál eru í þróunarstarfi íslenskra stjórnvalda og að hún vonist til þess að þannig verði það áfram. „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að íslensk stjórnvöld tali fyrir stuðningi við jafnréttismál og sýni það einnig sjálf í verki að nú er ekki tíminn til að draga úr stuðningi heldur miklu frekar að gefa í. Við verðum að sýna það að við erum raunveruleg fyrirmynd í þessum málaflokki. Við treystum á áframhaldandi stuðning stjórnvalda, fyrirtækja og almennings á Íslandi við jafnrétti sem aldrei fyrr,“ segir hún að lokum. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Súdan Afganistan Palestína Úkraína Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frá því að hann tók við embætti í janúar tilkynnt um víðtækan niðurskurð í mannúðaraðstoð. Stella segir fáa geta fyllt upp í það gat sem hefur myndast með niðurskurði Bandaríkjanna til þróunarmála. „Bandaríkin eru svo svakalega stór og með því að skera niður nánast allt sitt þróunarstarf og mannúðarstarf í gegnum USAID þá hefur það rosaleg áhrif.“ Niðurskurður í Bandaríkjunum hafi svo haft snjóboltaáhrif og fleiri ríki fylgt í fótspor Bandaríkjanna. Fjallað er um þennan niðurskurð í skýrslu frá Un Women sem ber titiilinn At a Breaking Point: The Impact of Foreign Aid Cuts on Women's Organizations in Humanitarian Crises Worldwide. Í henni kemur fram að 90 prósent þeirra 411 samtaka sem svöruðu könnuninni á 44 krísusvæðum telja sig vera komin að þolmörkum vegna niðurskurðar í fjárstuðningi frá alþjóðasamfélaginu. Þar á meðal eru samtök sem styðja við fatlaðar konur og þolendur kynferðisofbeldis. Samkvæmt skýrslunni þurfa alls 308 milljónir fólks í 73 löndum á mannúðaraðstoð að halda. Stella segir þennan fjölda ört vaxandi vegna aukinna átaka, loftslagsbreytinga, matvælaóöryggis og heimsfaraldra. „Konur og stúlkur verða iðulega verst úti í þessum aðstæðum þar sem dauðsföll tengd meðgöngu eru algeng, vannæring er útbreidd og kynferðisofbeldi eykst,“ segir Stella. Þrátt fyrir þessa vaxandi þörf glími mannúðarkerfið við alvarlegan fjárskort. Skýrslan sýni þannig að 47 prósent samtaka búast við að þurfa að hætta starfsemi innan sex mánaða og að 51 prósent hafi þegar þurft að fresta verkefnum, þar á meðal þeim sem styðja þolendur kynbundins ofbeldis og veita vernd, tryggja lífsviðurværi og heilbrigðisþjónustu. Þá hafi 72 prósent hafa þurft að segja upp starfsfólki, í sumum tilfellum stórum hluta þeirra. Sinna mannúðaraðstoð á erfiðum svæðum Stella segir þessi samtök eiga það sameiginlegt að sinna mannúðaraðstoð á átakasvæðum, á svæðum þar sem hafi orðið náttúruhamfarir eða á svæðum sem hafi orðið fyrir verulegum áhrifum vegna loftslagsbreytinga. „Kvennasamtök, og allt sem tengist jafnréttismálum, hafa alltaf fengið minnst. Þessi samtök hafa þurft að berjast fyrir hverri krónu en eru oft það fyrsta sem er tekið út. Kvennasamtök hafa á heimsvísu verið að fá svona eitt prósent af allri kökunni. Þetta er alltaf svo lítið að þegar það er niðurskurður verður þetta enn erfiðara. Við erum að tala um Palestínu, Súdan, Mjanmar. Þetta eru allt staðir þar sem er gríðarleg neyð.“ Stella segir niðurskurðinn geta haft afdrifaríkar afleiðingar í Súdan. Vísir/EPA Stella segir það alltaf markmið samtaka sem vinna í þágu kvenna að tryggja að hugað sé að þeirra hagsmunum þegar einhverjum úrræðum eða lausnum er komið á fót. Það sé því miður þó þannig að það sé annaðhvort ekki gert eða hugað að því seinast í ferlinu. „Það er ekki almennt hugsað fyrir því að konur þurfa til dæmis öðruvísi næringu, því þær ganga með börn eða eru með börn á brjósti. Þær þurfa stað til að geta gefið brjóst eða öruggt aðgengi að salernum. Þetta er alltaf eftiráhugsun sem verður til þess að þær verða viðkvæmari og svo oft fyrir meiri áhrifum því stuðningurinn er svo lítill.“ Starf UN Women felist því að miklu leyti í því að huga að þörfum kvenna og tryggja að þær fái þjónustu við hæfi eða aðgengi að úrræði sem henti, sama hvort það sé almenn heilbrigðisþjónustu, sálfræðiþjónusta eða lögfræðingur. Eins vinni UN Women alltaf að því að raddir kvenna fái að heyrast þegar það er verið að skipuleggja stuðningsúrræði fyrir þær. Konur eftiráhugsun „Það er hrikalegt að hugsa til þess að árið 2025 er enn ekki verið að hugsa til sértækra þarfa kvenna. Þær eru oft einar á flótta eða í flóttamannabúðum og það er sjaldan hugsað til þess að skapa þeim efnahagsleg tækifæri. Það eru miklu færri störf fyrir konur en samt eru þær oft einar á flótta með börnin. Þess vegna er svo mikilvægt að tryggja að raddir kvenna heyrist. Ef það gerist ekki horfum við fram á enn meiri jaðarsetningu kvenna.“ Stella segir þetta í raun vera ógn við lýðræði. „Þegar raddir helmings mannkyns heyrast ekki. Ef raddir þessara kvennasamtaka þagna, sem hafa barist fyrir réttindum kvenna við stórar stofnanir, ef þær eru ekki lengur við borðið þýðir það að raddir kvenna eru ekki þar heldur.“ Hún segir mögulega kominn tíma til að endurskoða skipulag mannúðaraðstoðar og hvernig sé hægt að bæta þau eða breyta þeim. Hvernig sé hægt að fá meira fyrir minna. En það megi á sama tíma ekki verða til þess að ákveðnir hópar verði skildir eftir. „Það má ekki gleyma helmingi mannkyns, og það er það sem maður er svo hræddur um. Það eru fáir sem tala fyrir konum og maður óttast að þarfir kvenna verði ekki í forgrunni.“ Stella segir niðurskurðinn sérstaklega hafa slæm áhrif í Afganistanþar sem meirihluti samtaka hefur þurft að draga saman seglin. Staða kvenna sé slæm þar og geti orðið verri fyrir vikið. Vísir/EPA Stella segir að þó svo að víða sé verið að skera niður finni UN Women á Íslandi ekki fyrir því. „Okkar bakhjarlar eru ótrúlegir. Við gætum þetta ekki nema með stuðningi íslenskra stjórnvalda, fyrirtækja og ljósberanna okkar. Við erum svo þakklát fyrir alla þá fjármuni sem við fáum en við megum ekki fara til baka núna. Ísland getur verið fyrirmynd á alþjóðavísu og sýnt að við styðjum konur og stúlkum um allan heim. Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt.“ Fyrirmynd alþjóðlega Hún segir ánægjulegt að sjá hversu áberandi jafnréttismál eru í þróunarstarfi íslenskra stjórnvalda og að hún vonist til þess að þannig verði það áfram. „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að íslensk stjórnvöld tali fyrir stuðningi við jafnréttismál og sýni það einnig sjálf í verki að nú er ekki tíminn til að draga úr stuðningi heldur miklu frekar að gefa í. Við verðum að sýna það að við erum raunveruleg fyrirmynd í þessum málaflokki. Við treystum á áframhaldandi stuðning stjórnvalda, fyrirtækja og almennings á Íslandi við jafnrétti sem aldrei fyrr,“ segir hún að lokum.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Súdan Afganistan Palestína Úkraína Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira