Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2025 14:10 Skúli Helgason formaður íþrótta- og menningarráðs Reykjavíkurborgar og Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu Vísir/Vilhelm/Anton Brink Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar og Steinþór Einarsson sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar funduðu með Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu í gær um framtíð félagsins. Rekstarsamningur borgarinnar og félagsins rann út á dögunum og verður að öllum líkindum ekki endurnýjaður í sömu mynd. Brynjar ræddi við fréttastofu í gær og sagðist engar skýringar hafa fengið á því hvers vegna borgin vildi ekki endurnýja samninginn. Vilja tví- en ekki þríliða samning Fréttamaður náði ekki tali af Skúla en í skriflegu svari frá honum vegna málsins segir að á fundinum hafi hann lagt fram hugmyndir að lausn sem gangi út á að gerður yrði tvíhliða samningur við Aþenu og annar við Leikni í stað þess þríhliða samkomulags sem gert var 2022 og er nýlega runnið út. Hann áréttir að menningar- og íþróttaráð hafni því ekki að halda samningaviðræðum við félagið áfram. Boðað hafi verið til annars fundar á morgun. „En við viljum sjá breytingar sem tengjast meðal annars eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi félaganna, góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar,“ segir í Svörum Skúla. Hann segir mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa félaginu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Það sé gleðilegt að Aþenu hafi tekist að nærri þrefalda fjölda iðkenda á einungis þriggja ára tímabili. Leggja til ákvæði um samskipti Þá segir hann að í tillögu gærdagsins hafi falist að gerður yrði samningur við Aþenu sem tryggi þeim sambærilegan fjölda tíma og þau höfðu í fyrri samningi sem og félagsaðstöðu, ákvæði um samskipti, að fylgt yrði mannréttindastefnu borgarinnar í starfseminni, aðkomu að stefnumótun um Breiðholt og fleira. „Fyrstu viðbrögð á fundinum í gær voru ekki jákvæð en við munum halda áfram samtalinu, eigum fund aftur á morgun og vonandi finnum við ásættanlega lausn á þessu máli fyrir börnin í Breiðholti því þeirra hagur skiptir öllu máli.“ Loks áréttir hann að þríhliða samkomulag, líkt og það sem sem hefur undanfarin ár verið milli Leiknis, Aþenu og borgarinnar, sé undantekning frá meginreglunni um tvíhliða samninga og það sé líka frávik frá meginreglunni um að félag af slíkri stærðargráðu sé með samning um rekstur mannvirkis í umsjón borgarinnar. Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Borgarstjórn Mannréttindi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar og Steinþór Einarsson sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar funduðu með Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu í gær um framtíð félagsins. Rekstarsamningur borgarinnar og félagsins rann út á dögunum og verður að öllum líkindum ekki endurnýjaður í sömu mynd. Brynjar ræddi við fréttastofu í gær og sagðist engar skýringar hafa fengið á því hvers vegna borgin vildi ekki endurnýja samninginn. Vilja tví- en ekki þríliða samning Fréttamaður náði ekki tali af Skúla en í skriflegu svari frá honum vegna málsins segir að á fundinum hafi hann lagt fram hugmyndir að lausn sem gangi út á að gerður yrði tvíhliða samningur við Aþenu og annar við Leikni í stað þess þríhliða samkomulags sem gert var 2022 og er nýlega runnið út. Hann áréttir að menningar- og íþróttaráð hafni því ekki að halda samningaviðræðum við félagið áfram. Boðað hafi verið til annars fundar á morgun. „En við viljum sjá breytingar sem tengjast meðal annars eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi félaganna, góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar,“ segir í Svörum Skúla. Hann segir mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa félaginu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Það sé gleðilegt að Aþenu hafi tekist að nærri þrefalda fjölda iðkenda á einungis þriggja ára tímabili. Leggja til ákvæði um samskipti Þá segir hann að í tillögu gærdagsins hafi falist að gerður yrði samningur við Aþenu sem tryggi þeim sambærilegan fjölda tíma og þau höfðu í fyrri samningi sem og félagsaðstöðu, ákvæði um samskipti, að fylgt yrði mannréttindastefnu borgarinnar í starfseminni, aðkomu að stefnumótun um Breiðholt og fleira. „Fyrstu viðbrögð á fundinum í gær voru ekki jákvæð en við munum halda áfram samtalinu, eigum fund aftur á morgun og vonandi finnum við ásættanlega lausn á þessu máli fyrir börnin í Breiðholti því þeirra hagur skiptir öllu máli.“ Loks áréttir hann að þríhliða samkomulag, líkt og það sem sem hefur undanfarin ár verið milli Leiknis, Aþenu og borgarinnar, sé undantekning frá meginreglunni um tvíhliða samninga og það sé líka frávik frá meginreglunni um að félag af slíkri stærðargráðu sé með samning um rekstur mannvirkis í umsjón borgarinnar.
Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Borgarstjórn Mannréttindi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira