„Yfirgnæfandi líkur“ á að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt Agnar Már Másson skrifar 2. júní 2025 16:37 Til stóð að vísa Oscari úr landi í kl. 3 í nótt, að sögn lögmanns hans, en brottvísuninni hefur nú verið frestað. Vísir/Samsett Útlendingastofnun hefur frestað brottvísun Oscars Bocanegra þar sem „yfirgnæfandi líkur“ eru taldar á því að Alþingi veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, veitti stofnuninni gögn þess efnis í síðustu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, yrði frestað þar til búið væri að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Útlendingastofnun frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um að yfirgnæfandi líkur séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að drengurinn fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum,“ segir í svari Útlendingastofnunar (ÚTL) við fyrirspurn fréttastofu en Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Enn fremur segir ÚTL að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi stofnunin talið að vegna þessara „sérstöku aðstæðna“ væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar um að Oscari bæri að yfirgefa landið. Samkvæmt lögum er ÚTL heimilt að fresta um hæfilegan tíma framkvæmd ákvörðunar sem felur í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið ef það telst nauðsynlegt vegna sérstakra aðstæðna hans. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars og fósturforeldra hans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að ný gögn hafi borist á föstudaginn til Útlendingastofnunar. „Hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ sagði Helga Vala í samtali við fréttastofu Vísis fyrr í dag og vísaði þar í póst sem hún fékk frá stofnuninni. Helga segir að til hafi staðið að sækja Oscar kl. 3 í nótt og fara með hann úr landi. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast í færslu á samfélagsmiðlum óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað. Ekki hefur náðst í Víði Reynisson vegna málsins. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, yrði frestað þar til búið væri að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Útlendingastofnun frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um að yfirgnæfandi líkur séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að drengurinn fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum,“ segir í svari Útlendingastofnunar (ÚTL) við fyrirspurn fréttastofu en Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Enn fremur segir ÚTL að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi stofnunin talið að vegna þessara „sérstöku aðstæðna“ væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar um að Oscari bæri að yfirgefa landið. Samkvæmt lögum er ÚTL heimilt að fresta um hæfilegan tíma framkvæmd ákvörðunar sem felur í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið ef það telst nauðsynlegt vegna sérstakra aðstæðna hans. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars og fósturforeldra hans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að ný gögn hafi borist á föstudaginn til Útlendingastofnunar. „Hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ sagði Helga Vala í samtali við fréttastofu Vísis fyrr í dag og vísaði þar í póst sem hún fékk frá stofnuninni. Helga segir að til hafi staðið að sækja Oscar kl. 3 í nótt og fara með hann úr landi. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast í færslu á samfélagsmiðlum óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað. Ekki hefur náðst í Víði Reynisson vegna málsins.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira