Sláandi tölur: Kyrkingartökum og eltihrellum fer fjölgandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2025 19:03 Jenný Kristín Valberg segir kyrkingartök og eltihrelli færast í aukana. Vísir/Ívar Fannar Sláandi fjölda leitaði til Bjarkarhlíðar á síðasta ári vegna alvarlegs ofbeldis sem leitt getur til andláts að sögn teymisstýru. Hún segist óttast að raunveruleg tala fórnarlamba sé mun hærri, búið sé að normalísera ofbeldið. 758 einstaklingar leituðu til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis í fyrra samkvæmt nýrri árskýrslu en í fyrsta sinn var tekin saman tölfræði um einstaklinga sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í hæsta áhættuflokki er leitt getur til morðs. Alls voru það 36 einstaklingar í fyrra, allt konur og kynsegin. Jenný Kristín Valberg teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir þrennskonar ofbeldi setja fólk í þann flokk. „Í þeim málum sem hafa verið rannsakað, að þau mál sem hafa endað með því að gerandinn tekur líf þolanda síns að þá hafa þrír þættir alltaf verið til staðar, það eru ítrekuð kyrkingartök, kynferðisofbeldi og eltihrellahegðun,“ segir Jenný. „Þetta er sláandi vegna þess að talan ætti að vera 0 og auðvitað ættu ekki að vera 758 einstkalingar að leita til Bjarkahlíðar á síðasta ári vegna ofbeldis en það sem er sláandi við þetta er að við sjáum að kyrkingartök og eltihrellahegðun eru vaxandi áhættuflokkar sem fólk er að verða fyrir þegar það er að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“ Hún segir að búið sé að normalísera kyrkingartök í kynlífi. „Og margir telja að þetta sé hluti af einhverjum eðlilegum samskiptum í kynlífi en svo kemur líka það að sumir þolendur upplifa því miður það alvarlegt kynferðislegt ofbeldi að kyrkingartakið er ekki sú birtingarmynd sem situr helst eftir, eftir atvikin.“ Þau óttist að tala þeirra sem verði fyrir svo alvarlegu ofbeldi sem leitt geti til morðs séu í raun miklu hærri. Langir biðlistar séu eftir þjómustu hjá Bjarkarhlíð. „Við spyrjum þessara spurninga í fyrsta viðtali og það geta verið margar ástæður fyrir því að þolendur greina ekki frá þessu, kannski var þetta ekki erindið, það sem þau ætluðu að ræða þegar þau koma til okkar,“ segir Jenný. „Það er gríðarlega mikilvægt að grípa einstakling þegar hann er tilbúinn til þess því svo lokast hringurinn og við vitum ekkert hvenær hann opnast aftur.“ Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
758 einstaklingar leituðu til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis í fyrra samkvæmt nýrri árskýrslu en í fyrsta sinn var tekin saman tölfræði um einstaklinga sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í hæsta áhættuflokki er leitt getur til morðs. Alls voru það 36 einstaklingar í fyrra, allt konur og kynsegin. Jenný Kristín Valberg teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir þrennskonar ofbeldi setja fólk í þann flokk. „Í þeim málum sem hafa verið rannsakað, að þau mál sem hafa endað með því að gerandinn tekur líf þolanda síns að þá hafa þrír þættir alltaf verið til staðar, það eru ítrekuð kyrkingartök, kynferðisofbeldi og eltihrellahegðun,“ segir Jenný. „Þetta er sláandi vegna þess að talan ætti að vera 0 og auðvitað ættu ekki að vera 758 einstkalingar að leita til Bjarkahlíðar á síðasta ári vegna ofbeldis en það sem er sláandi við þetta er að við sjáum að kyrkingartök og eltihrellahegðun eru vaxandi áhættuflokkar sem fólk er að verða fyrir þegar það er að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“ Hún segir að búið sé að normalísera kyrkingartök í kynlífi. „Og margir telja að þetta sé hluti af einhverjum eðlilegum samskiptum í kynlífi en svo kemur líka það að sumir þolendur upplifa því miður það alvarlegt kynferðislegt ofbeldi að kyrkingartakið er ekki sú birtingarmynd sem situr helst eftir, eftir atvikin.“ Þau óttist að tala þeirra sem verði fyrir svo alvarlegu ofbeldi sem leitt geti til morðs séu í raun miklu hærri. Langir biðlistar séu eftir þjómustu hjá Bjarkarhlíð. „Við spyrjum þessara spurninga í fyrsta viðtali og það geta verið margar ástæður fyrir því að þolendur greina ekki frá þessu, kannski var þetta ekki erindið, það sem þau ætluðu að ræða þegar þau koma til okkar,“ segir Jenný. „Það er gríðarlega mikilvægt að grípa einstakling þegar hann er tilbúinn til þess því svo lokast hringurinn og við vitum ekkert hvenær hann opnast aftur.“
Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent