Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2025 13:55 Þingmaður Miðflokksins segir frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um strandveiðar til bráðabirgða vera með ólíkindum. Nái málið óbreytt fram að ganga verði ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar kippt úr sambandi með hætti sem ekki hafi áður sést. Þessu segist ráðherra ósammála og ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða, annað frumvarp um strandveiðar sé væntanlegt í haust. Frumvarpi atvinnuvegaráðherra um lög til bráðabirgða vegna strandveiða var dreift á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í að efna loforð ríkisstjórnarinnar um að tryggja 48 daga til strandveiða, mál sem Flokkur fólksins lagði mikla áherslu á í kosningabaráttunni. Með frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að Fiskistofa skuli ekki stöðva strandveiðar á árinu, þrátt fyrir að leyfilegum heildarafla hafi verið náð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir málið með miklum ólíkindum. „Hérna er í rauninni verið að kippa ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar úr sambandi með hætti sem ekki hefur sést áður. Þar sem Fiskistofu er í raun bannað að stöðva veiðar þegar útgefinn kvóti er búinn. Þannig að þetta er mjög sérstök útfærsla sem atvinnuvegaráðherra leggur þarna til,“ segir Bergþór. Málið verði látið „skoppa yfir“ til næstu ríkisstjórnar Lagt er til ákvæði til bráðabirgða þar sem ráðherra er veitt heimild til að flytja milli ára aflamagn sem kæmi til úthlutunar á komandi árum innan 5,3% kerfisins svokallaða. Þetta telur Bergþór jafnframt vera óraunhæft. „Það sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að kalla eftir frá því að þetta samkomulag valkyrjanna var kynnt um 48 strandveiðar er hvaðan ráðherra ætlar að taka þessar viðbótaraflaheimildir. Því er ekki svarað þarna heldur einfaldlega kippt úr sambandi ráðgjör Hafrannsóknarstofnunar og gefinn út gúmmítékki sem á að skoppa yfir á líftíma næstu ríkisstjórnar. Því að það á ekki að jafna þetta út fyrr en á fiskveiðiárinu sem lýkur 2029. Þetta er allt með miklum ólíkindum,“ segir Bergþór. Blasir öðruvísi við ráðherra Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða. „Við erum síðan að koma með lögin inn í næsta haust. Þetta tryggir það að 48 dagarnir nái fram að ganga í sumar og að strandveiðimenn hringinn í kringum landið verði á fullri ferð í veiði og hafnir landsins fullar af lífi. Þannig þetta er bara mjög jákvætt mál og ég er sannfærð um að þetta er jákvætt innlegg í þessa atvinnugrein,“ segir Hanna Katrín. Ef þetta nær fram að ganga, er þá ekki verið að kippa ráðgjöf Hafró úr sambandi? „Nei, það er það ekki. Vegna þess að þarna er, það eru vissulega líkur á að það fari örlítið fram yfir en það er töluvert minna en verið hefur. Og það er í ráðgjöf Hafró, og á ekki síður við í hinum stóra potti, ákveðinn sveigjanleiki til þess að færa á milli ára. Hérna er einmitt frekar verið að herða á því að ráðherra er ekki hér að taka að láni eitthvað inn í næsta ár sem hann hyggst eftir atvikum greiða til baka þegar og ef, heldur verið að lögfesta að það verði gert í jöfnum hlutföllum næstu þrjú fiskveiðiár,“ svarar Hanna Katrín. Í greinargerð frumvarpsins kemur meðal annars fram einnig að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt verði að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. „Það eru auðvitað ýmis tæki og tól sem ég hef yfir að ráða sem ekki þurfa þessa lagabreytingu til, en þetta er það sem er nauðsynlegt til að tryggja þetta í sumar,“ segir Hanna Katrín. Ekki í samráðsgátt en stefnt að afgreiðslu fyrir sumarfrí Frumvarpið var ekki birt í samráðsgátt áður en því var dreift á Alþingi. „Mál er varða sjávarútveg, það skiptir að því er virðist ekki máli hvort þau fari í samráðsgátt eða ekki því stjórnvöld virðast ekkert hlusta á þær athugasemdir sem þar koma fram,“ segir Bergþór. „Ég held að þarna sé ráðherrann að fara í vegferð sem er ekki alveg búið að hugsa til enda,“ bætir Bergþór við en hann telur að með þessu sé ráðherrann „augljóslega að kaupa sér frið fram yfir þetta tímabil.“ Sjálf kveðst Hanna Katrín vongóð um að málið nái fram að ganga áður en þingið fer í sumarfrí, en ljóst er að ekki er langur tími til stefnu. „Ég er sannfærð um það. Þetta er náttúrlega lítið og einfalt mál. Þetta er ákvæði til bráðabirgða og þetta skiptir fjölmarga miklu máli hringinn í kringum landið, hvað varðar líf í þessum minni bæjarfélögum, hafnir landsins. Þannig ég er algjörlega sannfærð um það að þingið tekur höndum saman og veitir þessu gott brautargengi. Ég á hins vegar, og býst ekki við neinu öðru en að það verði fjörugar umræður og töluverð vinna lögð í afgreiðslu málsins um strandveiðar sem kemur fram í haust,“ segir Hanna Katrín. Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Frumvarpi atvinnuvegaráðherra um lög til bráðabirgða vegna strandveiða var dreift á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í að efna loforð ríkisstjórnarinnar um að tryggja 48 daga til strandveiða, mál sem Flokkur fólksins lagði mikla áherslu á í kosningabaráttunni. Með frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að Fiskistofa skuli ekki stöðva strandveiðar á árinu, þrátt fyrir að leyfilegum heildarafla hafi verið náð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir málið með miklum ólíkindum. „Hérna er í rauninni verið að kippa ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar úr sambandi með hætti sem ekki hefur sést áður. Þar sem Fiskistofu er í raun bannað að stöðva veiðar þegar útgefinn kvóti er búinn. Þannig að þetta er mjög sérstök útfærsla sem atvinnuvegaráðherra leggur þarna til,“ segir Bergþór. Málið verði látið „skoppa yfir“ til næstu ríkisstjórnar Lagt er til ákvæði til bráðabirgða þar sem ráðherra er veitt heimild til að flytja milli ára aflamagn sem kæmi til úthlutunar á komandi árum innan 5,3% kerfisins svokallaða. Þetta telur Bergþór jafnframt vera óraunhæft. „Það sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að kalla eftir frá því að þetta samkomulag valkyrjanna var kynnt um 48 strandveiðar er hvaðan ráðherra ætlar að taka þessar viðbótaraflaheimildir. Því er ekki svarað þarna heldur einfaldlega kippt úr sambandi ráðgjör Hafrannsóknarstofnunar og gefinn út gúmmítékki sem á að skoppa yfir á líftíma næstu ríkisstjórnar. Því að það á ekki að jafna þetta út fyrr en á fiskveiðiárinu sem lýkur 2029. Þetta er allt með miklum ólíkindum,“ segir Bergþór. Blasir öðruvísi við ráðherra Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða. „Við erum síðan að koma með lögin inn í næsta haust. Þetta tryggir það að 48 dagarnir nái fram að ganga í sumar og að strandveiðimenn hringinn í kringum landið verði á fullri ferð í veiði og hafnir landsins fullar af lífi. Þannig þetta er bara mjög jákvætt mál og ég er sannfærð um að þetta er jákvætt innlegg í þessa atvinnugrein,“ segir Hanna Katrín. Ef þetta nær fram að ganga, er þá ekki verið að kippa ráðgjöf Hafró úr sambandi? „Nei, það er það ekki. Vegna þess að þarna er, það eru vissulega líkur á að það fari örlítið fram yfir en það er töluvert minna en verið hefur. Og það er í ráðgjöf Hafró, og á ekki síður við í hinum stóra potti, ákveðinn sveigjanleiki til þess að færa á milli ára. Hérna er einmitt frekar verið að herða á því að ráðherra er ekki hér að taka að láni eitthvað inn í næsta ár sem hann hyggst eftir atvikum greiða til baka þegar og ef, heldur verið að lögfesta að það verði gert í jöfnum hlutföllum næstu þrjú fiskveiðiár,“ svarar Hanna Katrín. Í greinargerð frumvarpsins kemur meðal annars fram einnig að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt verði að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. „Það eru auðvitað ýmis tæki og tól sem ég hef yfir að ráða sem ekki þurfa þessa lagabreytingu til, en þetta er það sem er nauðsynlegt til að tryggja þetta í sumar,“ segir Hanna Katrín. Ekki í samráðsgátt en stefnt að afgreiðslu fyrir sumarfrí Frumvarpið var ekki birt í samráðsgátt áður en því var dreift á Alþingi. „Mál er varða sjávarútveg, það skiptir að því er virðist ekki máli hvort þau fari í samráðsgátt eða ekki því stjórnvöld virðast ekkert hlusta á þær athugasemdir sem þar koma fram,“ segir Bergþór. „Ég held að þarna sé ráðherrann að fara í vegferð sem er ekki alveg búið að hugsa til enda,“ bætir Bergþór við en hann telur að með þessu sé ráðherrann „augljóslega að kaupa sér frið fram yfir þetta tímabil.“ Sjálf kveðst Hanna Katrín vongóð um að málið nái fram að ganga áður en þingið fer í sumarfrí, en ljóst er að ekki er langur tími til stefnu. „Ég er sannfærð um það. Þetta er náttúrlega lítið og einfalt mál. Þetta er ákvæði til bráðabirgða og þetta skiptir fjölmarga miklu máli hringinn í kringum landið, hvað varðar líf í þessum minni bæjarfélögum, hafnir landsins. Þannig ég er algjörlega sannfærð um það að þingið tekur höndum saman og veitir þessu gott brautargengi. Ég á hins vegar, og býst ekki við neinu öðru en að það verði fjörugar umræður og töluverð vinna lögð í afgreiðslu málsins um strandveiðar sem kemur fram í haust,“ segir Hanna Katrín.
Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent