Lífið

„Þetta tekur svo svaka­lega á sálar­tetrið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rikki fékk Sindra Sindrason í morgunkaffi.
Rikki fékk Sindra Sindrason í morgunkaffi.

Ríkharð Óskar Guðnason eða Rikki G og eiginkona hans Svandís hafa staðið í ströngu í mörg ár við það að reyna eignast annað barn.

Sindri Sindrason leit við í morgunkaffi hjá Rikka í Íslandi í dag á dögunum en Rikki varð á dögunum fertugur. Í dag eiga þau hjónin saman ellefu ára dóttir, en annað barn á leiðinni.

„Við vorum í ákveðnu ferli með dóttur okkar á sínum tíma en það gekk fljótlega hjá okkur, og þá náttúrulega. Þetta ferli er búið að taka fimm ár með öllu. Við vorum hjá Livio í Glæsibæ og vorum búin að fara í nokkur skipti í frjóvganir. Við urðum ólétt einu sinni en misstum og þá fór maður að hugsa hvort maður ætti að fara kalla þetta gott,“ segir Rikki og heldur áfram.

„Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið. Maður reiknaði ekki alveg með því og maður hugsar ekki, þetta er fóstur og ekki orðið að barni, þegar maður lendir í þessu sjálfur. Þá hugsar maður að þetta er barnið mitt og fer að velta fyrir sér hvort þetta hefði orðið strákur eða stelpa. Við vorum allt of snemma í því að plana og létum of marga í kringum okkur vita að við ættum von á barni. Svo kemur skellurinn og þá þarf maður að fara segja fólki frá því að við misstum. En þetta tókst síðast og núna erum við komin yfir þennan hættuhjalla, þessar tólf vikur,“ segir Rikki. Þau hjónin eiga von á barni í nóvember en hér að neðan má sjá viðtalið við hann í heild sinni þar sem Rikki fer einnig yfir ferilinn hans í fjölmiðlum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.