Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2025 14:16 Sigurjón telur sig vera með steinbítstak á Guðrúnu, að hún sé að gera lítið úr samflokksmanni Vilhjálmi Árnasyni, sem er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með því að spyrja út í Styrkjamálið. vísir/anton brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sakar Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins um sjúklega þráhyggju í því sem kallað hefur verið Styrkjamálið. Sigurjón segir Guðrúnu ítrekað koma í pontu og spyrja um mál sem þegar er til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. En þar er formaður Vilhjálmur Árnason samflokksmaður Guðrúnar. „Ég velti því fyrir mér: Er þetta sjúkleg þráhyggja þarna á bak við eða er henni ekki kunnugt um þá vinnu sem fram fer í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hefur leitt af sér að það kom í ljós að Flokkur fólksins hefur uppfyllt öll formskilyrði nema þá aðeins að hann var ekki rétt skráður í opinberum gagnagrunni?“ Guðrún fór í pontu fyrr í dag og spurði þá Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í „hina góðu trú“ og „skort á upplýsingum“ sem hann sagði hafa ráðið ákvörðun sinni um að Flokkur fólksins fengi 240 milljónum úthlutað þó flokkurinn væri ekki skráður sem stjórnmálaflokkur. Daði Már sagði þetta engu skipta. Sigurjón flokkar þetta sem svo að málið hafi lagst illa á sinnið á Guðrúnu. „Að öðru leyti hefur flokkurinn uppfyllt öll helstu skilyrði og ég bara átta mig ekki á því: Er þetta sambandsleysi eða er þetta sjúkleg þráhyggja að það sé verið að spyrja hér æ ofan í æ út í mál sem er verið að vinna í nefnd?“ Sigurjón sagðist vænta þess að á næstu dögum kæmi fram álit þar sem niðurstaða styrkjamálsins verði leidd til lykta. Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sigurjón segir Guðrúnu ítrekað koma í pontu og spyrja um mál sem þegar er til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. En þar er formaður Vilhjálmur Árnason samflokksmaður Guðrúnar. „Ég velti því fyrir mér: Er þetta sjúkleg þráhyggja þarna á bak við eða er henni ekki kunnugt um þá vinnu sem fram fer í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hefur leitt af sér að það kom í ljós að Flokkur fólksins hefur uppfyllt öll formskilyrði nema þá aðeins að hann var ekki rétt skráður í opinberum gagnagrunni?“ Guðrún fór í pontu fyrr í dag og spurði þá Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í „hina góðu trú“ og „skort á upplýsingum“ sem hann sagði hafa ráðið ákvörðun sinni um að Flokkur fólksins fengi 240 milljónum úthlutað þó flokkurinn væri ekki skráður sem stjórnmálaflokkur. Daði Már sagði þetta engu skipta. Sigurjón flokkar þetta sem svo að málið hafi lagst illa á sinnið á Guðrúnu. „Að öðru leyti hefur flokkurinn uppfyllt öll helstu skilyrði og ég bara átta mig ekki á því: Er þetta sambandsleysi eða er þetta sjúkleg þráhyggja að það sé verið að spyrja hér æ ofan í æ út í mál sem er verið að vinna í nefnd?“ Sigurjón sagðist vænta þess að á næstu dögum kæmi fram álit þar sem niðurstaða styrkjamálsins verði leidd til lykta.
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11