Skera niður til að mæta launahækkunum Árni Sæberg skrifar 22. maí 2025 11:04 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér frystingu á launum hans. Stöð 2/arnar Garðabær hefur ákveðið að ráðast í aukna hagræðingu upp á 83 milljónir króna á árinu 2025 til að mæta kostnaðarauka vegna nýrra kjarasamninga. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að tillögurnar hafi verið kynntar bæjarráði á fundi þriðjudaginn 20. maí af bæjarstjóra, Almari Guðmundssyni. Þegar hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna hagræðingu sem hluta af fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025. Alls nemi hagræðingaraðgerðir því 283 milljónum króna árið 2025. „Mikilvægt er að tryggja jafnvægi í rekstri og aðlaga útgjöld að breyttum forsendum, án þess að draga úr grunnþjónustu til íbúa,“ er haft eftir Almari. Fækka sumarstörfum og frysta laun Megnið af þeirri viðbótarfjárhæð sem um ræðir, eða 73 milljónir króna, felist í hagræðingu á launakostnaði. Til að ná þeim markmiðum verði dregið úr fjölda sumarstarfa á bæjarskrifstofunni og engar nýráðningar í sumarstörf bæjarins verði gerðar eftir 23. maí. Þá verði farið í átak til að draga úr kostnaði vegna skammtímaveikinda og gripið til almennrar hagræðingar í launakjörum, til dæmis með frystingu launa bæjarstjóra og sviðsstjóra. Að auki felist í tillögunni að dregið verður úr aðkeyptri þjónustu, um sem nemi tíu milljónum króna. Hagræðingaraðgerðir þessar séu hluti af viðbrögðum við kostnaðarauka, sem nemi ríflega 533 milljónum króna. Seilast líka í varasjóðinn Áður hafi verið kynntar mótvægisaðgerðir sem feli það í sér að nýta varasjóð Garðabæjar til að mæta hluta kostnaðaraukans, ásamt því að gert sé ráð fyrir hærra framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærra útsvari vegna launahækkana kennara. Þá hafi framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins verið endurskoðuð og dregið verði úr umfangi framkvæmda. Garðabær Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að tillögurnar hafi verið kynntar bæjarráði á fundi þriðjudaginn 20. maí af bæjarstjóra, Almari Guðmundssyni. Þegar hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna hagræðingu sem hluta af fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025. Alls nemi hagræðingaraðgerðir því 283 milljónum króna árið 2025. „Mikilvægt er að tryggja jafnvægi í rekstri og aðlaga útgjöld að breyttum forsendum, án þess að draga úr grunnþjónustu til íbúa,“ er haft eftir Almari. Fækka sumarstörfum og frysta laun Megnið af þeirri viðbótarfjárhæð sem um ræðir, eða 73 milljónir króna, felist í hagræðingu á launakostnaði. Til að ná þeim markmiðum verði dregið úr fjölda sumarstarfa á bæjarskrifstofunni og engar nýráðningar í sumarstörf bæjarins verði gerðar eftir 23. maí. Þá verði farið í átak til að draga úr kostnaði vegna skammtímaveikinda og gripið til almennrar hagræðingar í launakjörum, til dæmis með frystingu launa bæjarstjóra og sviðsstjóra. Að auki felist í tillögunni að dregið verður úr aðkeyptri þjónustu, um sem nemi tíu milljónum króna. Hagræðingaraðgerðir þessar séu hluti af viðbrögðum við kostnaðarauka, sem nemi ríflega 533 milljónum króna. Seilast líka í varasjóðinn Áður hafi verið kynntar mótvægisaðgerðir sem feli það í sér að nýta varasjóð Garðabæjar til að mæta hluta kostnaðaraukans, ásamt því að gert sé ráð fyrir hærra framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærra útsvari vegna launahækkana kennara. Þá hafi framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins verið endurskoðuð og dregið verði úr umfangi framkvæmda.
Garðabær Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira