Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2025 08:42 Ólafur Jóhann og Baltasar Kormákur unnu náið að gerð kvikmyndarinnar Snerting. Þeir gera það nú aftur í Þjóðleikhúsinu í uppsetningu nýs leikrits Ólafs Jóhanns. Þjóðleikhúsið Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. „Rætur mínar í leikhúsinu eru sterkar og það er spennandi að halda áfram samstarfi okkar Ólafs Jóhanns, nú í leikhúsinu. Verkið er líka það gott að ég bara stenst ekki mátið. Svo fannst mér bara réttur tími að koma aftur í leikhúsið,“ segir Baltasar Kormákur í tilkynningu um leikritið. Ólafur Jóhann segir þar að hann hlakki til að starfa aftur í leikhúsinu. „Ég hef haft ákaflega gaman af samvinnu við leikhúsfólk og hlakka til að sjá Íbúð 10B á Stóra sviði Þjóðleikhússins í meðförum þeirra frábæru listamanna sem að því koma. Ekki er langt síðan við Baltasar unnum saman að mynd hans Snertingu og var það samstarf eins og best verður á kosið. Það er tilhlökkun að hefja nýja vegferð með honum, leikhópnum og listrænum stjórnendum enda valinn maður í hverju rúmi“ Tíu Edduverðlaun Kvikmyndin Snerting, eftir bók Ólafs Jóhanns, var frumsýnd fyrir um ári síðan og naut mikillar velgengni á íslenskum og erlendum markaði og hlaut fjölda verðlauna, þar með talið tíu Edduverðlaun í mars á þessu ári. Meðal leikara í sýningunni eru Björn Thors, Nína Dögg Filippusdóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Saga Garðarsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.Baltasar Kormákur leikstýrir, Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmynd, Sunneva Ása Weisshappel búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsingu. Meðal leikrita Ólafs Jóhanns eru Rakstur í Þjóðleikhúsinu 2003, Fjögur hjörtu í Loftkastalanum 1997 og leikgerð Sniglaveislunnar hjá Leikfélagi Akureyrar 2001. Meðal rómaðra leikstjórnarverkefna Baltasars Kormáks í Þjóðleikhúsinu eru Þetta er allt að koma, Pétur Gautur, Ívanov, Leitt hún skyldi vera skækja, Hamlet, RENT og Draumur á Jónsmessunótt, en hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikstjórn sína á Þetta er allt að koma árið 2004 og Pétri Gaut árið 2006. Tilhlökkunarefni að fá nýtt leikrit Ólafs Jóhanns Að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar þjóðleikhússtjóra er það mikið tilhlökkunarefni að fá nýtt leikrit Ólafs Jóhanns á svið í Þjóðleikhúsinu og Baltasar Kormák í leikstjórastólinn að nýju. „Íbúð 10B er frábærlega skrifað leikrit sem er óvænt, fyndið og beitt. Það talar til okkar í dag og í meðförum Baltasars og okkar frábæra leikhúss er ég sannfærður um að það mun hrífa áhorfendur á ólíkum aldri. Það er líka einstaklega ánægjulegt að Baltasar leikstýri nú loks á ný í leikhúsi en hann er meðal okkar allra fremstu leikstjóra. Hans fyrri sýningar eru ógleymanlegar. Að sama skapi er Ólafur Jóhann í hópi okkar ástsælustu höfunda og sýnir hér á sér nýjar og óvæntar hliðar.“ Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
„Rætur mínar í leikhúsinu eru sterkar og það er spennandi að halda áfram samstarfi okkar Ólafs Jóhanns, nú í leikhúsinu. Verkið er líka það gott að ég bara stenst ekki mátið. Svo fannst mér bara réttur tími að koma aftur í leikhúsið,“ segir Baltasar Kormákur í tilkynningu um leikritið. Ólafur Jóhann segir þar að hann hlakki til að starfa aftur í leikhúsinu. „Ég hef haft ákaflega gaman af samvinnu við leikhúsfólk og hlakka til að sjá Íbúð 10B á Stóra sviði Þjóðleikhússins í meðförum þeirra frábæru listamanna sem að því koma. Ekki er langt síðan við Baltasar unnum saman að mynd hans Snertingu og var það samstarf eins og best verður á kosið. Það er tilhlökkun að hefja nýja vegferð með honum, leikhópnum og listrænum stjórnendum enda valinn maður í hverju rúmi“ Tíu Edduverðlaun Kvikmyndin Snerting, eftir bók Ólafs Jóhanns, var frumsýnd fyrir um ári síðan og naut mikillar velgengni á íslenskum og erlendum markaði og hlaut fjölda verðlauna, þar með talið tíu Edduverðlaun í mars á þessu ári. Meðal leikara í sýningunni eru Björn Thors, Nína Dögg Filippusdóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Saga Garðarsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.Baltasar Kormákur leikstýrir, Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmynd, Sunneva Ása Weisshappel búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsingu. Meðal leikrita Ólafs Jóhanns eru Rakstur í Þjóðleikhúsinu 2003, Fjögur hjörtu í Loftkastalanum 1997 og leikgerð Sniglaveislunnar hjá Leikfélagi Akureyrar 2001. Meðal rómaðra leikstjórnarverkefna Baltasars Kormáks í Þjóðleikhúsinu eru Þetta er allt að koma, Pétur Gautur, Ívanov, Leitt hún skyldi vera skækja, Hamlet, RENT og Draumur á Jónsmessunótt, en hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikstjórn sína á Þetta er allt að koma árið 2004 og Pétri Gaut árið 2006. Tilhlökkunarefni að fá nýtt leikrit Ólafs Jóhanns Að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar þjóðleikhússtjóra er það mikið tilhlökkunarefni að fá nýtt leikrit Ólafs Jóhanns á svið í Þjóðleikhúsinu og Baltasar Kormák í leikstjórastólinn að nýju. „Íbúð 10B er frábærlega skrifað leikrit sem er óvænt, fyndið og beitt. Það talar til okkar í dag og í meðförum Baltasars og okkar frábæra leikhúss er ég sannfærður um að það mun hrífa áhorfendur á ólíkum aldri. Það er líka einstaklega ánægjulegt að Baltasar leikstýri nú loks á ný í leikhúsi en hann er meðal okkar allra fremstu leikstjóra. Hans fyrri sýningar eru ógleymanlegar. Að sama skapi er Ólafur Jóhann í hópi okkar ástsælustu höfunda og sýnir hér á sér nýjar og óvæntar hliðar.“
Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira