Þjóðleikhúsið

Fréttamynd

Stækkun Þjóð­leik­hússins er löngu tíma­bær

Síðastliðna Menningarnótt færði Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra þjóðleikhússtjóra Magnúsi Geiri Þórðarsyni viljayfirlýsingu varðandi stækkun Þjóðleikhússins. Nokkuð sem ber að fagna, enda löngu tímabær fjárfesting í leikhúsi allra landsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Skiptar skoðanir um stækkun Þjóð­leik­hússins

Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áformin skjóta skökku við í ljósi fyrirheita um aðhald í ríkissrekstri en listamaður segir að stækkunin komi til með að borga sig.

Innlent
Fréttamynd

Möl­braut rúðu í Þjóð­leik­húsinu

Rúða var brotin í Þjóðleikhúsinu seint í kvöld með þeim afleiðingum að glerbrotum rigndi yfir gólf og gesti. Að sögn sjónarvotts kastaði einhver járnstöng inn um rúðuna með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði.

Innlent
Fréttamynd

Ný við­bygging við Þjóð­leik­húsið „lang­þráður draumur“

Ríkisstjórnin hyggst fjármagna nýja viðbyggingu við Þjóðleikhúsið sem á að rýma um 250 til 300 manns. Gert er ráð fyrir að byggingin mun kosta um tvo milljarða og að hún geti verið tilbúin árið 2030. Þjóðleikhússtjóri segir bygginguna langþráðan draum. Byggingin mun hýsa nýtt svið, æfingaaðstöðu og búninga- og leikmunasafna leikhússins. 

Menning
Fréttamynd

Til hamingju Ís­lendingar með nýja Óperu

Þann 5. júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi lagafrumvarp menningarmálaráðherra um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Óperu, sem mun starfa innan Þjóðleikhússins en hafa aðsetur í Hörpu. Kostir samlegðar leikhússins og óperunnar eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda og þekkingar á leikhúsvinnu. Í Hörpu munu rými, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn.

Skoðun
Fréttamynd

Um­breyta Þjóð­leik­hús­kjallaranum í kabarettklúbbinn Kit Kat

Spánnýtt leikfélag ætlar að umbreyta Þjóðleikhúskjallaranum í hinn fræga kabarettklúb Kit Kat næsta vetur. Félagið, sem stofnað var í vetur, stendur nú að opnum prufum og leitar að fjölbreyttum hópi leikara, söngvara og dansara í metnaðarfulla uuppfærslu af hinum sígilda söngleik Kabarett.

Lífið
Fréttamynd

Gríman og glens í Borgar­leik­húsinu

Grímuverðlaunin voru veitt í 23. sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, þar sem sviðslistum síðasta árs voru fagnað. Flest verðlaun, eða þrenn, hlutu sýningarnar Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður. Alls voru tíu sýn­ing­ar verðlaunaðar.

Lífið
Fréttamynd

Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf

Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, mun leikstýra nýjum íslenskum söngleik sem byggir á Gunnlaugs sögu Ormstungu. Verkið verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins á næsta leikári og fjallar um hinn fræga ástarþríhyrning Gunnlaugs, Hrafns og Helgu hinnar fögru.

Menning
Fréttamynd

Þjóðin virðist tengja við streituna

Það hefur ekkert lát verið á vinsældum einleiksins Á rauðu ljósi, þar sem leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir blandar saman uppistandi, einleik og einlægni ásamt hugleiðingum um lífið og streituna sem fylgir því að vera manneskja. Nú fagnar Kristín Þóra 100. sýningu einleikjar síns með sérstakri hátíðarsýningu á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í haust.

Menning
Fréttamynd

Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóð­leik­húsinu

Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

Lífið