Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 10:06 Carbfix fargar koltvísýringi með því að dæla honum ofan í berglög í borholum eins og þeirri sem sést á þessari mynd. Orkuveitan Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. Viljayfirlýsingin á milli Norðurþings, hafna sveitarfélagsins, Orkuveitu Húsavíkur, Carbfix og Coda Terminal snýst um samstarf þeirra um uppbyggingu og rekstur svokallaðrar Coda Terminal-stöðvar á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Coda-stöðin er móttöku- og förgunarstöð fyrir gróðurhúsalofttegundina koltvísýring. Aðilarnir höfðu áður skrifað undir fáorðaðri viljayfirlýsingu um áhuga á samstarfi en plaggið sem nú hefur verið skrifað undir gerir ráð fyrir að þeir ljúki mikilvægum þáttum í undirbúningi verkefnisins innan tólf vikna. Þannig á staðsetning mannvirkja og borgteiga, samskipta- og kynningaráætlun gagnvart íbúum og hagaðilum og áform um varmaöflun að liggja fyrir eftir þrjá mánuði. Undirbúningur matsáætlunar umhverfismats er þegar hafinn og gerir Carbfix ráð fyrir að henni verði skilað til Skipulagsstofnunar á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Fór í gegnum umhverfismat í Hafnarfirði Carbfix hætti við áform um að reisa Coda Terminal-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði þar sem verkefnið naut ekki pólitísks stuðnings í skugga háværra mótmæla hóps fólks gegn áformunum. Líkt og í Hafnarfirði er hugmyndin að Coda Terminal geti dælt niður allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Tækni Carbfix felst í því að koltvísýringi sem er leystur upp í vatni er dælt ofan í basaltberglög þar sem hann binst varanlega sem steindir. Fyrirtækið beitir tækninni við virkjanir sínar á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Markmiðið með Coda Terminal er að taka á móti koltvísýringi sem verður til við iðnaðarferli þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun í Evrópu. Kolfefnisföngun og förgun af þessu tagi er talin ein af forsendum þess að mannkynið nái markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar. Stöðin sem var áformuð í Hafnarfirði fór í gegnum umhverfismat. Skipulagsstofnun taldi ekki líklegt að hún hefði áhrif á vatnsból eða jarðskjálftavirkni en það var á meðal þess sem gagnrýnendur verkefnisins í Hafnarfirði héldu einna helst á lofti. Hins vegar lagði stofnunin til sautján skilyrði fyrir því að leyfi yrðu veitt fyrir stöðinni. Þau skilyrði vörðuðu flest vöktun og eftirlit með starfseminni en mörg þeirra voru staðbundin við aðstæður í Straumsvík og nágrenni. Auk Norðurþings hefur Carbfix gert viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um undirbúning Coda-stöðvar í Þorlákshöfn. Starfsemi PCC á Bakka í hættu Sveitafélagið segir í viljayfirlýsingunni að verkefni Carbfix falli vel að stefnu þess um að sjálfbærni og hringrásarhugsun fyrir atvinnuuppbyggingu innan þess. Coda-stöðin skapi ávinning fyrir sveitarfélagið, þar á meðal í formi nýrra og fjölbreyttra starfa og tekna af ýmsum gjöldum og þjónustu við verkefnið. Fyrir á fleti á Bakka er kísilverksmiðja PCC. Verksmiðjan glímir nú við bráðan rekstrarvanda og hafa forsvarsmenn hennar gefið það út að mögulega þurfi að stöðva framleiðslu hennar vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum. Um 130 manns starfa hjá PCC eftir enduskipulagningu fyrr á þessu ári þar sem stöðugildum var fækkað um tuttugu. Norðurþing Coda Terminal Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01 Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Viljayfirlýsingin á milli Norðurþings, hafna sveitarfélagsins, Orkuveitu Húsavíkur, Carbfix og Coda Terminal snýst um samstarf þeirra um uppbyggingu og rekstur svokallaðrar Coda Terminal-stöðvar á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Coda-stöðin er móttöku- og förgunarstöð fyrir gróðurhúsalofttegundina koltvísýring. Aðilarnir höfðu áður skrifað undir fáorðaðri viljayfirlýsingu um áhuga á samstarfi en plaggið sem nú hefur verið skrifað undir gerir ráð fyrir að þeir ljúki mikilvægum þáttum í undirbúningi verkefnisins innan tólf vikna. Þannig á staðsetning mannvirkja og borgteiga, samskipta- og kynningaráætlun gagnvart íbúum og hagaðilum og áform um varmaöflun að liggja fyrir eftir þrjá mánuði. Undirbúningur matsáætlunar umhverfismats er þegar hafinn og gerir Carbfix ráð fyrir að henni verði skilað til Skipulagsstofnunar á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Fór í gegnum umhverfismat í Hafnarfirði Carbfix hætti við áform um að reisa Coda Terminal-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði þar sem verkefnið naut ekki pólitísks stuðnings í skugga háværra mótmæla hóps fólks gegn áformunum. Líkt og í Hafnarfirði er hugmyndin að Coda Terminal geti dælt niður allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Tækni Carbfix felst í því að koltvísýringi sem er leystur upp í vatni er dælt ofan í basaltberglög þar sem hann binst varanlega sem steindir. Fyrirtækið beitir tækninni við virkjanir sínar á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Markmiðið með Coda Terminal er að taka á móti koltvísýringi sem verður til við iðnaðarferli þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun í Evrópu. Kolfefnisföngun og förgun af þessu tagi er talin ein af forsendum þess að mannkynið nái markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar. Stöðin sem var áformuð í Hafnarfirði fór í gegnum umhverfismat. Skipulagsstofnun taldi ekki líklegt að hún hefði áhrif á vatnsból eða jarðskjálftavirkni en það var á meðal þess sem gagnrýnendur verkefnisins í Hafnarfirði héldu einna helst á lofti. Hins vegar lagði stofnunin til sautján skilyrði fyrir því að leyfi yrðu veitt fyrir stöðinni. Þau skilyrði vörðuðu flest vöktun og eftirlit með starfseminni en mörg þeirra voru staðbundin við aðstæður í Straumsvík og nágrenni. Auk Norðurþings hefur Carbfix gert viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um undirbúning Coda-stöðvar í Þorlákshöfn. Starfsemi PCC á Bakka í hættu Sveitafélagið segir í viljayfirlýsingunni að verkefni Carbfix falli vel að stefnu þess um að sjálfbærni og hringrásarhugsun fyrir atvinnuuppbyggingu innan þess. Coda-stöðin skapi ávinning fyrir sveitarfélagið, þar á meðal í formi nýrra og fjölbreyttra starfa og tekna af ýmsum gjöldum og þjónustu við verkefnið. Fyrir á fleti á Bakka er kísilverksmiðja PCC. Verksmiðjan glímir nú við bráðan rekstrarvanda og hafa forsvarsmenn hennar gefið það út að mögulega þurfi að stöðva framleiðslu hennar vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum. Um 130 manns starfa hjá PCC eftir enduskipulagningu fyrr á þessu ári þar sem stöðugildum var fækkað um tuttugu.
Norðurþing Coda Terminal Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01 Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01
Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26
Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07