Óbreytt ástand kemur ekki til greina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. maí 2025 19:03 Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. Áfengissala á íþróttaviðburðum hefur margfaldast undanfarin misseri. Lögreglan hyggst auka eftirlit með sölunni þar sem dæmi eru um að leyfi hafi skort. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands samþykkti á þingi sínu um helgina að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. ÍSÍ ætlar að vinna málið með lýðheilsuyfirvöldum og öðrum viðeigandi stjórnvöldum. Íþróttafélög á Íslandi eru flest hver rekin með stuðningi frá sveitarfélögunum í landinu. Bæði beinum og óbeinum. Þannig kemur til að mynda Reykjavíkurborg að rekstri íþróttafélaganna á ýmsan hátt meðal annars með rekstri íþróttamannvirkja í borginni. „Við erum með forvarnarstefnu. Við erum með lýðheilsustefnu hjá borginni og það er bara þannig að áfengisneysla á íþróttakappleikjum hún samrýmist mjög illa þessum stefnum okkar og við teljum að þær séu mjög dýrmætar og við eigum að finna leið til þess að komast hjá því þurfa að vera með þessa víðtæku sölu á áfengum drykkjum á íþróttakappleikjum,“ segir Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Hann segir að í þessu felist slæmt fordæmi fyrir börnin. Bregðast þurfi við þeirri stöðu sem upp sé komin. „Borgin mun heilshugar koma inn í þetta mál til þess að tryggja að við fáum fyrr en seinna öflugt regluverk og ákvarðanatöku um það hvernig við komum skikki á þessi mál, það er að segja, þannig að við séu ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er mjög mikilvægt að taka þessi mál á dagskrá því mér finnst í raun og veru staðan vera þannig að það eina sem kemur ekki til greina er óbreytt ástand.“ Íþróttafélögin hafa sum hver bent á að áfengissalan sé mikilvæg tekjuöflun fyrir félögin. „Ég held að þetta sé tvíþætt. Við þurfum annars vegar að takast á við áfengisveitingasöluna sérstaklega og koma böndum á hana. Svo þarf líka að rýna sérstaklega í rekstur meistaraflokkanna í boltagreinunum. Það er alveg ljóst að rekstur meistaraflokka í boltagreinum er mjög víða ósjálfbær. Það helgast af því að félögin eru í mörgum tilvikum að kaupa dýra leikmenn, oft erlendis frá, sem þau eiga í miklum erfiðleikum með og geta jafnvel alls ekki staðið undir. Þannig að það þarf líka að rýna í rekstrarumhverfið og hvernig hægt er að koma betri skikki á þau mál.“ Áfengi ÍSÍ Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09 Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Áfengissala á íþróttaviðburðum hefur margfaldast undanfarin misseri. Lögreglan hyggst auka eftirlit með sölunni þar sem dæmi eru um að leyfi hafi skort. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands samþykkti á þingi sínu um helgina að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. ÍSÍ ætlar að vinna málið með lýðheilsuyfirvöldum og öðrum viðeigandi stjórnvöldum. Íþróttafélög á Íslandi eru flest hver rekin með stuðningi frá sveitarfélögunum í landinu. Bæði beinum og óbeinum. Þannig kemur til að mynda Reykjavíkurborg að rekstri íþróttafélaganna á ýmsan hátt meðal annars með rekstri íþróttamannvirkja í borginni. „Við erum með forvarnarstefnu. Við erum með lýðheilsustefnu hjá borginni og það er bara þannig að áfengisneysla á íþróttakappleikjum hún samrýmist mjög illa þessum stefnum okkar og við teljum að þær séu mjög dýrmætar og við eigum að finna leið til þess að komast hjá því þurfa að vera með þessa víðtæku sölu á áfengum drykkjum á íþróttakappleikjum,“ segir Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Hann segir að í þessu felist slæmt fordæmi fyrir börnin. Bregðast þurfi við þeirri stöðu sem upp sé komin. „Borgin mun heilshugar koma inn í þetta mál til þess að tryggja að við fáum fyrr en seinna öflugt regluverk og ákvarðanatöku um það hvernig við komum skikki á þessi mál, það er að segja, þannig að við séu ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er mjög mikilvægt að taka þessi mál á dagskrá því mér finnst í raun og veru staðan vera þannig að það eina sem kemur ekki til greina er óbreytt ástand.“ Íþróttafélögin hafa sum hver bent á að áfengissalan sé mikilvæg tekjuöflun fyrir félögin. „Ég held að þetta sé tvíþætt. Við þurfum annars vegar að takast á við áfengisveitingasöluna sérstaklega og koma böndum á hana. Svo þarf líka að rýna sérstaklega í rekstur meistaraflokkanna í boltagreinunum. Það er alveg ljóst að rekstur meistaraflokka í boltagreinum er mjög víða ósjálfbær. Það helgast af því að félögin eru í mörgum tilvikum að kaupa dýra leikmenn, oft erlendis frá, sem þau eiga í miklum erfiðleikum með og geta jafnvel alls ekki staðið undir. Þannig að það þarf líka að rýna í rekstrarumhverfið og hvernig hægt er að koma betri skikki á þau mál.“
Áfengi ÍSÍ Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09 Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09
Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01