Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Jón Þór Stefánsson skrifar 20. maí 2025 17:13 Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist hafa þóst vera erlendur ferðamaður þegar hann tók leigubíl af Keflavíkurflugvelli í gær. Leigubílstjórinn hafi svo rukkað hann miðað við stórhátíðartaxta, um miðjan dag á mánudegi. „Mig langar að kom með litla sögu úr hversdagslífinu,“ sagði Bergþór í dagskrárliðnum störfum þingsins í dag, og vísaði til þess að seinna yrði rætt um breytingu á lögum um leigubíla. „Ég kom til landsins í gegnum flugvöllinn í Keflavík í gær og þurfti, þá sjaldan að það gerist, að taka leigubíl þaðan. Þegar ég settist upp í leigubílinn og það kom á daginn að ferðin var stutt var það fyrsta sem ég heyrði, með leyfi forseta: „You have to take another car.“ eða „Þú þarft að taka annan bíl,““ sagði Bergþór. „Ég þóttist ekki heyra þetta. Ég var skömmu síðar spurður hvort ég væri Íslendingur og ég ákvað að spila með og neitaði því, sagðist vera annarrar þjóðar.“ Honum hafi síðan verið skutlað á áfangastað. „Og þá kemur á daginn að ég hafði verið munstraður á stórhátíðartaxta klukkan fjögur á mánudegi.“´ Svartir sauðir innan um heiðvirða leigubílstjóra Líkt og áður segir setti Bergþór söguna í samhengi við fyrirhugaðar breytingar á leigubílalögum sem voru ræddar í kjölfarið. Miðflokksmenn voru ekki ánægðir með breytingar sem voru gerðar á lögunum árið 2022, og segja þær hafa haft fyrirsjáanlegar afleiðingar. Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt um leigubílamarkaðinn hér á landi. „Meginþorrinn er heiðvirðir, góðir leigubílstjórar og það er enginn sem velkist í vafa um það, en þarna innan um eru svartir sauðir sem ég held að við þurfum að fara að nálgast af þeirri festu sem slíkir skilja,“ sagði Bergþór. „Þetta var svona raunheimareynsla af því sem hefur verið lýst hér mánuðum saman sem hálfgerðu stríðsástandi á Keflavíkurflugvelli.“ Ekki há upphæð en staðfesti leiðinlegan veruleika Í samtali við Vísi segir Bergþór að um erlendan leigubílstjóra hafi verið að ræða. Hann hafi verið á leið til staðar sem sé skammt frá flugvellinum og bílstjórinn haft „hóflegan“ áhuga á að fara þangað. „Þegar ég spyr hann út í kostnaðinn, sem mér þótti miðað við miðann í glugganum doldið hár, þá fór hann í útlistingar á því. Ég þakkaði fyrir og fór úr bílnum eftir að hafa greitt.“ Þannig þú leyfðir honum að okra á þér? „Það má segja það. Mér þótti þetta áhugavert og vildi sjá hvernig þessu myndi vinda fram,“ segir Bergþór sem tiltekur að tvö atriði úr umræðunni um leigubíla hafi kveikt áhuga hans þarna. Annars vegar sé það að ákveðnir leigubílstjórar hafni því að taka stutta túra, líkt og til Keflavíkur. Hins vegar sé það að herjað sé á túrista. Bergþór segist ekki vera með sundurliðan reikning, en að akstursvegalengdin og stórhátíðartaxtinn miðað við verðlista í rúðu bílsins hafi gengið upp, upp á krónu. Um hafi verið að ræða 3.600 krónur, ef Bergþór man rétt. „Þetta eru ekki stórar tölur, en áhugavert að þetta passi upp á krónu miðað við verðmiðann í glugganum,“ segir Bergþór. „Það er leiðinlegt að fá staðfestingu á því að það sé eitthvað til í því að ferðamenn væru útsettir fyrir því að vera rukkaðir umfram það sem eðlilegur taxti væri.“ Þú telur að þú hefðir ekki lent í þessu hefðiru bara sagst vera Íslendingur? „Maður verður bara að geta sér til um það hver líkindin á því eru.“ Alþingi Miðflokkurinn Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir að kaffiskúr leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli sé orðinn „nyrsta moska í heimi.“ Hann segist gruna að Isavia þori ekki að taka á málinu en að það sé þeirra að svara fyrir. 1. maí 2025 15:26 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
„Mig langar að kom með litla sögu úr hversdagslífinu,“ sagði Bergþór í dagskrárliðnum störfum þingsins í dag, og vísaði til þess að seinna yrði rætt um breytingu á lögum um leigubíla. „Ég kom til landsins í gegnum flugvöllinn í Keflavík í gær og þurfti, þá sjaldan að það gerist, að taka leigubíl þaðan. Þegar ég settist upp í leigubílinn og það kom á daginn að ferðin var stutt var það fyrsta sem ég heyrði, með leyfi forseta: „You have to take another car.“ eða „Þú þarft að taka annan bíl,““ sagði Bergþór. „Ég þóttist ekki heyra þetta. Ég var skömmu síðar spurður hvort ég væri Íslendingur og ég ákvað að spila með og neitaði því, sagðist vera annarrar þjóðar.“ Honum hafi síðan verið skutlað á áfangastað. „Og þá kemur á daginn að ég hafði verið munstraður á stórhátíðartaxta klukkan fjögur á mánudegi.“´ Svartir sauðir innan um heiðvirða leigubílstjóra Líkt og áður segir setti Bergþór söguna í samhengi við fyrirhugaðar breytingar á leigubílalögum sem voru ræddar í kjölfarið. Miðflokksmenn voru ekki ánægðir með breytingar sem voru gerðar á lögunum árið 2022, og segja þær hafa haft fyrirsjáanlegar afleiðingar. Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt um leigubílamarkaðinn hér á landi. „Meginþorrinn er heiðvirðir, góðir leigubílstjórar og það er enginn sem velkist í vafa um það, en þarna innan um eru svartir sauðir sem ég held að við þurfum að fara að nálgast af þeirri festu sem slíkir skilja,“ sagði Bergþór. „Þetta var svona raunheimareynsla af því sem hefur verið lýst hér mánuðum saman sem hálfgerðu stríðsástandi á Keflavíkurflugvelli.“ Ekki há upphæð en staðfesti leiðinlegan veruleika Í samtali við Vísi segir Bergþór að um erlendan leigubílstjóra hafi verið að ræða. Hann hafi verið á leið til staðar sem sé skammt frá flugvellinum og bílstjórinn haft „hóflegan“ áhuga á að fara þangað. „Þegar ég spyr hann út í kostnaðinn, sem mér þótti miðað við miðann í glugganum doldið hár, þá fór hann í útlistingar á því. Ég þakkaði fyrir og fór úr bílnum eftir að hafa greitt.“ Þannig þú leyfðir honum að okra á þér? „Það má segja það. Mér þótti þetta áhugavert og vildi sjá hvernig þessu myndi vinda fram,“ segir Bergþór sem tiltekur að tvö atriði úr umræðunni um leigubíla hafi kveikt áhuga hans þarna. Annars vegar sé það að ákveðnir leigubílstjórar hafni því að taka stutta túra, líkt og til Keflavíkur. Hins vegar sé það að herjað sé á túrista. Bergþór segist ekki vera með sundurliðan reikning, en að akstursvegalengdin og stórhátíðartaxtinn miðað við verðlista í rúðu bílsins hafi gengið upp, upp á krónu. Um hafi verið að ræða 3.600 krónur, ef Bergþór man rétt. „Þetta eru ekki stórar tölur, en áhugavert að þetta passi upp á krónu miðað við verðmiðann í glugganum,“ segir Bergþór. „Það er leiðinlegt að fá staðfestingu á því að það sé eitthvað til í því að ferðamenn væru útsettir fyrir því að vera rukkaðir umfram það sem eðlilegur taxti væri.“ Þú telur að þú hefðir ekki lent í þessu hefðiru bara sagst vera Íslendingur? „Maður verður bara að geta sér til um það hver líkindin á því eru.“
Alþingi Miðflokkurinn Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir að kaffiskúr leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli sé orðinn „nyrsta moska í heimi.“ Hann segist gruna að Isavia þori ekki að taka á málinu en að það sé þeirra að svara fyrir. 1. maí 2025 15:26 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44
Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir að kaffiskúr leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli sé orðinn „nyrsta moska í heimi.“ Hann segist gruna að Isavia þori ekki að taka á málinu en að það sé þeirra að svara fyrir. 1. maí 2025 15:26