Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2025 15:37 Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Getty Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra. Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Hann kom fram á fyrra undankvöldi keppninnar, líkt og Ísland, en komst ekki upp úr riðlinum. Hann endaði í tólfta sæti af fimmtán, en tíu efstu fengu sæti í úrslitunum. Ísland endaði í sjötta sæti og flaug því í gegn. Eftir að Marko komst ekki áfram fór hann á hinn fræga EuroClub, sem er næturklúbbur þar sem eingöngu eru spiluð Eurovision-lög. Klúbburinn er aðeins starfræktur dagana í kringum keppnina og þá í borginni þar sem keppnin er haldin. Þar ræddi hann við vini sína um ýmsa hluti, og einstaklingur sem sat þar við hlustir ritaði færslu um hvað hafði verið sagt á Twitter. Var Marko sakaður um að hafa verið að tala afar illa um aðra keppendur og kalla eftir því að Úkraína yrði dæmt úr keppni þar sem Úkraínumenn eru í stríði við Rússa, sem hafa nú þegar verið reknir úr Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva og mega ekki taka þátt. Marko svaraði þessum ásökunum á Instagram. Hann viðurkenndi að hann hafi verið að baktala aðra keppendur, þar sem að hann hafi skrifað undir samning að hann mætti ekki gera það á meðan keppni stæði yfir, annars gæti hann verið dæmdur úr leik. Fyrst hann hafi verið dottinn út hafi hann viljað njóta með vinum sínum og baktala þá sem hann vildi baktala. Hann vildi þó ekki gangast við því að hafa sagt að vísa ætti úkraínska atriðinu úr keppni. Hann hafi eingöngu verið að meina að ríki í stríði ættu ekki að fá að taka þátt, ekki að vísa ætti þessu tiltekna atriði úr keppninni í ár. „Ég vona að allir í Úkraínu verði öruggir. Takk fyrir að gefa mér átta stig í undanúrslitunum. Ég er mjög þakklátur fyrir það, og ég elska fólk frá Úkraínu. Hins vegar, þar sem keppninni er loksins lokið get ég loksins sagt hvað mér finnst. Það ætti að banna Ísrael í Eurovision. Það er enginn grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Þeir fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum,“ sagði Marko á Instagram. Því næst sagði hann að hans skoðun væri að öll lönd sem eru í einhverskonar stríðsrekstri eigi ekki að fá að taka þátt í Eurovision. Sama hvort þau séu að ráðast á annað land eða verið sé að ráðast á þau. „Lönd sem eru í miðju stríði búa til mjög skrítið andrúmsloft í Eurovision. Þau gera keppnina mjög pólitíska. Stjórnendur halda því fram að keppnin eigi ekki að vera pólitísk, en við vitum að svo er ekki raunin. Úkraína vann fyrri undanriðilinn og Ísrael þann seinni,“ sagði Marko. „Því miður er úkraínska þjóðin dreifð út um alla Evrópu, vegna mjög hræðilegs ástands þar í landi. Það þýðir að þeir muni kjósa sitt land í Eurovision. Þeir geta kosið Úkraínu í því landi sem þeir búa í núna. Ég kallaði aldrei eftir því að Úkraínu yrði vikið úr keppninni, heldur eftir því að við myndum auka umræðuna um þátttöku ríkja sem eru í stríði. Hvers konar andrúmsloft þau koma með inn í keppnina,“ sagði Marko. Eurovision Eurovision 2025 Króatía Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tónlist Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Hann kom fram á fyrra undankvöldi keppninnar, líkt og Ísland, en komst ekki upp úr riðlinum. Hann endaði í tólfta sæti af fimmtán, en tíu efstu fengu sæti í úrslitunum. Ísland endaði í sjötta sæti og flaug því í gegn. Eftir að Marko komst ekki áfram fór hann á hinn fræga EuroClub, sem er næturklúbbur þar sem eingöngu eru spiluð Eurovision-lög. Klúbburinn er aðeins starfræktur dagana í kringum keppnina og þá í borginni þar sem keppnin er haldin. Þar ræddi hann við vini sína um ýmsa hluti, og einstaklingur sem sat þar við hlustir ritaði færslu um hvað hafði verið sagt á Twitter. Var Marko sakaður um að hafa verið að tala afar illa um aðra keppendur og kalla eftir því að Úkraína yrði dæmt úr keppni þar sem Úkraínumenn eru í stríði við Rússa, sem hafa nú þegar verið reknir úr Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva og mega ekki taka þátt. Marko svaraði þessum ásökunum á Instagram. Hann viðurkenndi að hann hafi verið að baktala aðra keppendur, þar sem að hann hafi skrifað undir samning að hann mætti ekki gera það á meðan keppni stæði yfir, annars gæti hann verið dæmdur úr leik. Fyrst hann hafi verið dottinn út hafi hann viljað njóta með vinum sínum og baktala þá sem hann vildi baktala. Hann vildi þó ekki gangast við því að hafa sagt að vísa ætti úkraínska atriðinu úr keppni. Hann hafi eingöngu verið að meina að ríki í stríði ættu ekki að fá að taka þátt, ekki að vísa ætti þessu tiltekna atriði úr keppninni í ár. „Ég vona að allir í Úkraínu verði öruggir. Takk fyrir að gefa mér átta stig í undanúrslitunum. Ég er mjög þakklátur fyrir það, og ég elska fólk frá Úkraínu. Hins vegar, þar sem keppninni er loksins lokið get ég loksins sagt hvað mér finnst. Það ætti að banna Ísrael í Eurovision. Það er enginn grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Þeir fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum,“ sagði Marko á Instagram. Því næst sagði hann að hans skoðun væri að öll lönd sem eru í einhverskonar stríðsrekstri eigi ekki að fá að taka þátt í Eurovision. Sama hvort þau séu að ráðast á annað land eða verið sé að ráðast á þau. „Lönd sem eru í miðju stríði búa til mjög skrítið andrúmsloft í Eurovision. Þau gera keppnina mjög pólitíska. Stjórnendur halda því fram að keppnin eigi ekki að vera pólitísk, en við vitum að svo er ekki raunin. Úkraína vann fyrri undanriðilinn og Ísrael þann seinni,“ sagði Marko. „Því miður er úkraínska þjóðin dreifð út um alla Evrópu, vegna mjög hræðilegs ástands þar í landi. Það þýðir að þeir muni kjósa sitt land í Eurovision. Þeir geta kosið Úkraínu í því landi sem þeir búa í núna. Ég kallaði aldrei eftir því að Úkraínu yrði vikið úr keppninni, heldur eftir því að við myndum auka umræðuna um þátttöku ríkja sem eru í stríði. Hvers konar andrúmsloft þau koma með inn í keppnina,“ sagði Marko.
Eurovision Eurovision 2025 Króatía Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tónlist Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira