Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2025 15:37 Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Getty Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra. Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Hann kom fram á fyrra undankvöldi keppninnar, líkt og Ísland, en komst ekki upp úr riðlinum. Hann endaði í tólfta sæti af fimmtán, en tíu efstu fengu sæti í úrslitunum. Ísland endaði í sjötta sæti og flaug því í gegn. Eftir að Marko komst ekki áfram fór hann á hinn fræga EuroClub, sem er næturklúbbur þar sem eingöngu eru spiluð Eurovision-lög. Klúbburinn er aðeins starfræktur dagana í kringum keppnina og þá í borginni þar sem keppnin er haldin. Þar ræddi hann við vini sína um ýmsa hluti, og einstaklingur sem sat þar við hlustir ritaði færslu um hvað hafði verið sagt á Twitter. Var Marko sakaður um að hafa verið að tala afar illa um aðra keppendur og kalla eftir því að Úkraína yrði dæmt úr keppni þar sem Úkraínumenn eru í stríði við Rússa, sem hafa nú þegar verið reknir úr Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva og mega ekki taka þátt. Marko svaraði þessum ásökunum á Instagram. Hann viðurkenndi að hann hafi verið að baktala aðra keppendur, þar sem að hann hafi skrifað undir samning að hann mætti ekki gera það á meðan keppni stæði yfir, annars gæti hann verið dæmdur úr leik. Fyrst hann hafi verið dottinn út hafi hann viljað njóta með vinum sínum og baktala þá sem hann vildi baktala. Hann vildi þó ekki gangast við því að hafa sagt að vísa ætti úkraínska atriðinu úr keppni. Hann hafi eingöngu verið að meina að ríki í stríði ættu ekki að fá að taka þátt, ekki að vísa ætti þessu tiltekna atriði úr keppninni í ár. „Ég vona að allir í Úkraínu verði öruggir. Takk fyrir að gefa mér átta stig í undanúrslitunum. Ég er mjög þakklátur fyrir það, og ég elska fólk frá Úkraínu. Hins vegar, þar sem keppninni er loksins lokið get ég loksins sagt hvað mér finnst. Það ætti að banna Ísrael í Eurovision. Það er enginn grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Þeir fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum,“ sagði Marko á Instagram. Því næst sagði hann að hans skoðun væri að öll lönd sem eru í einhverskonar stríðsrekstri eigi ekki að fá að taka þátt í Eurovision. Sama hvort þau séu að ráðast á annað land eða verið sé að ráðast á þau. „Lönd sem eru í miðju stríði búa til mjög skrítið andrúmsloft í Eurovision. Þau gera keppnina mjög pólitíska. Stjórnendur halda því fram að keppnin eigi ekki að vera pólitísk, en við vitum að svo er ekki raunin. Úkraína vann fyrri undanriðilinn og Ísrael þann seinni,“ sagði Marko. „Því miður er úkraínska þjóðin dreifð út um alla Evrópu, vegna mjög hræðilegs ástands þar í landi. Það þýðir að þeir muni kjósa sitt land í Eurovision. Þeir geta kosið Úkraínu í því landi sem þeir búa í núna. Ég kallaði aldrei eftir því að Úkraínu yrði vikið úr keppninni, heldur eftir því að við myndum auka umræðuna um þátttöku ríkja sem eru í stríði. Hvers konar andrúmsloft þau koma með inn í keppnina,“ sagði Marko. Eurovision Eurovision 2025 Króatía Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Hann kom fram á fyrra undankvöldi keppninnar, líkt og Ísland, en komst ekki upp úr riðlinum. Hann endaði í tólfta sæti af fimmtán, en tíu efstu fengu sæti í úrslitunum. Ísland endaði í sjötta sæti og flaug því í gegn. Eftir að Marko komst ekki áfram fór hann á hinn fræga EuroClub, sem er næturklúbbur þar sem eingöngu eru spiluð Eurovision-lög. Klúbburinn er aðeins starfræktur dagana í kringum keppnina og þá í borginni þar sem keppnin er haldin. Þar ræddi hann við vini sína um ýmsa hluti, og einstaklingur sem sat þar við hlustir ritaði færslu um hvað hafði verið sagt á Twitter. Var Marko sakaður um að hafa verið að tala afar illa um aðra keppendur og kalla eftir því að Úkraína yrði dæmt úr keppni þar sem Úkraínumenn eru í stríði við Rússa, sem hafa nú þegar verið reknir úr Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva og mega ekki taka þátt. Marko svaraði þessum ásökunum á Instagram. Hann viðurkenndi að hann hafi verið að baktala aðra keppendur, þar sem að hann hafi skrifað undir samning að hann mætti ekki gera það á meðan keppni stæði yfir, annars gæti hann verið dæmdur úr leik. Fyrst hann hafi verið dottinn út hafi hann viljað njóta með vinum sínum og baktala þá sem hann vildi baktala. Hann vildi þó ekki gangast við því að hafa sagt að vísa ætti úkraínska atriðinu úr keppni. Hann hafi eingöngu verið að meina að ríki í stríði ættu ekki að fá að taka þátt, ekki að vísa ætti þessu tiltekna atriði úr keppninni í ár. „Ég vona að allir í Úkraínu verði öruggir. Takk fyrir að gefa mér átta stig í undanúrslitunum. Ég er mjög þakklátur fyrir það, og ég elska fólk frá Úkraínu. Hins vegar, þar sem keppninni er loksins lokið get ég loksins sagt hvað mér finnst. Það ætti að banna Ísrael í Eurovision. Það er enginn grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Þeir fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum,“ sagði Marko á Instagram. Því næst sagði hann að hans skoðun væri að öll lönd sem eru í einhverskonar stríðsrekstri eigi ekki að fá að taka þátt í Eurovision. Sama hvort þau séu að ráðast á annað land eða verið sé að ráðast á þau. „Lönd sem eru í miðju stríði búa til mjög skrítið andrúmsloft í Eurovision. Þau gera keppnina mjög pólitíska. Stjórnendur halda því fram að keppnin eigi ekki að vera pólitísk, en við vitum að svo er ekki raunin. Úkraína vann fyrri undanriðilinn og Ísrael þann seinni,“ sagði Marko. „Því miður er úkraínska þjóðin dreifð út um alla Evrópu, vegna mjög hræðilegs ástands þar í landi. Það þýðir að þeir muni kjósa sitt land í Eurovision. Þeir geta kosið Úkraínu í því landi sem þeir búa í núna. Ég kallaði aldrei eftir því að Úkraínu yrði vikið úr keppninni, heldur eftir því að við myndum auka umræðuna um þátttöku ríkja sem eru í stríði. Hvers konar andrúmsloft þau koma með inn í keppnina,“ sagði Marko.
Eurovision Eurovision 2025 Króatía Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp