„Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2025 18:55 Jón Óttar Ólafsson eigandi rannsóknarfyrirtækisins PPP sem hefur verið lagt niður. Vísir/Ívar Fyrrverandi eigandi PPP segir að hann hafi haft aðgang að öllum gögnum hjá sérstökum saksóknara og lögreglu meðan hann vann fyrir þrotabú og slitastjórnir. Hann sakar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Greint hefur verið frá því máli í í Kastljósi og Kveik á RÚV á undanförnum vikum. Jón Óttar Ólafsson fyrrum eigandi PPP, en fyrirtækið hætti starfsemi árið 2012, segist gjarnan vilja upplýsa rannsakendur um hvað gerðist í málinu á sínum tíma. „Að sjálfsögðu vil ég upplýsa rannsakendur um það sem gerðist,“ segir Jón Óttar. Hann starfaði hjá sérstökum saksóknara frá 2009-2011. Hann segist svo hafa ákveðið í lok árs 2011 að stofna rannsóknarfyrirtækið PPP ásamt Guðmundi Hauki Gunnarssyni sem var líka rannsakandi hjá sérstökum saksóknara á þeim tíma. „Við stofnum PPP haustið 2011 með vitund og vilja, Ólafs Þórs, Hólmsteins og Gríms Grímssonar og allra hjá sérstökum saksóknara. Við förum í fimmtíu prósent starf 1. desember 2011. Þá er komin upp sérstök staða því við erum fimmtíu prósent starfi sem einkarannsakarar og fimmtíu prósent sem lögreglumenn,“ segir Jón Óttar. Höfðu aðgang að öllum gögnum sérstaks saksóknara Hann segir að þeir félagar hafi svo hætt alveg sem launamenn hjá sérstökum saksóknara þann 1. janúar 2012 en verið áfram í verktakavinnu fyrir embættið í janúar og febrúar það ár ásamt því að vinna fyrir þrotabú Milestone og Glitnis. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ segir hann. Jón Óttar telur að sérstakur saksóknari hafi verið meðvitaður um að þeir félagar hafi haft aðgang að öllum gögnum hans og lögreglu á þessum tíma og notað þau í bæði störfin. „Við vorum með öll gögnin. Þetta var ekkert leyndarmál. Tölvurnar voru tengdar við alla netþjóna lögreglunnar. Við vorum að nota tölvur PPP til að vinna fyrir hann og færðum þá gögnin yfir til okkar og notuðum svo í vinnu fyrir skiptastjóra Milestone. Það fór ekki fram hjá neinum,“ segir Jón Óttar. Telur að Ólafur hafi lekið gögnum til að skaða sig Jón Óttar telur að tvær grímur hafi byrjað að renna á sérstakan saksóknara varðandi allt ferlið , hann hafi í kjölfarið ákveðið að kæra þá félaga til ríkissaksóknara í maí 2012 fyrir að stela gögnunum sem hafi svo fellt málið niður 2013. Jón Óttar telur Ólafur Þór Hauksson sem gegndi embættinu á sínum tíma hafi ákveðið að koma gögnum PPP til RÚV til að koma höggi á sig vegna Namibíumálsins. Ólafur Þór Hauksson sem sinnti embættinu á sínum tíma hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu. Jón Óttar viðurkennir hins vegar að vinnulag PPP hafi ekki verið eðlilegt en telur að þeir félagar hafi ekki brotið lög. „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega,“ segir Jón Óttar. Viðtalið við Jón Óttar í heild er hér að ofan. Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Lögreglan Dómstólar Alþingi Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Greint hefur verið frá því máli í í Kastljósi og Kveik á RÚV á undanförnum vikum. Jón Óttar Ólafsson fyrrum eigandi PPP, en fyrirtækið hætti starfsemi árið 2012, segist gjarnan vilja upplýsa rannsakendur um hvað gerðist í málinu á sínum tíma. „Að sjálfsögðu vil ég upplýsa rannsakendur um það sem gerðist,“ segir Jón Óttar. Hann starfaði hjá sérstökum saksóknara frá 2009-2011. Hann segist svo hafa ákveðið í lok árs 2011 að stofna rannsóknarfyrirtækið PPP ásamt Guðmundi Hauki Gunnarssyni sem var líka rannsakandi hjá sérstökum saksóknara á þeim tíma. „Við stofnum PPP haustið 2011 með vitund og vilja, Ólafs Þórs, Hólmsteins og Gríms Grímssonar og allra hjá sérstökum saksóknara. Við förum í fimmtíu prósent starf 1. desember 2011. Þá er komin upp sérstök staða því við erum fimmtíu prósent starfi sem einkarannsakarar og fimmtíu prósent sem lögreglumenn,“ segir Jón Óttar. Höfðu aðgang að öllum gögnum sérstaks saksóknara Hann segir að þeir félagar hafi svo hætt alveg sem launamenn hjá sérstökum saksóknara þann 1. janúar 2012 en verið áfram í verktakavinnu fyrir embættið í janúar og febrúar það ár ásamt því að vinna fyrir þrotabú Milestone og Glitnis. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ segir hann. Jón Óttar telur að sérstakur saksóknari hafi verið meðvitaður um að þeir félagar hafi haft aðgang að öllum gögnum hans og lögreglu á þessum tíma og notað þau í bæði störfin. „Við vorum með öll gögnin. Þetta var ekkert leyndarmál. Tölvurnar voru tengdar við alla netþjóna lögreglunnar. Við vorum að nota tölvur PPP til að vinna fyrir hann og færðum þá gögnin yfir til okkar og notuðum svo í vinnu fyrir skiptastjóra Milestone. Það fór ekki fram hjá neinum,“ segir Jón Óttar. Telur að Ólafur hafi lekið gögnum til að skaða sig Jón Óttar telur að tvær grímur hafi byrjað að renna á sérstakan saksóknara varðandi allt ferlið , hann hafi í kjölfarið ákveðið að kæra þá félaga til ríkissaksóknara í maí 2012 fyrir að stela gögnunum sem hafi svo fellt málið niður 2013. Jón Óttar telur Ólafur Þór Hauksson sem gegndi embættinu á sínum tíma hafi ákveðið að koma gögnum PPP til RÚV til að koma höggi á sig vegna Namibíumálsins. Ólafur Þór Hauksson sem sinnti embættinu á sínum tíma hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu. Jón Óttar viðurkennir hins vegar að vinnulag PPP hafi ekki verið eðlilegt en telur að þeir félagar hafi ekki brotið lög. „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega,“ segir Jón Óttar. Viðtalið við Jón Óttar í heild er hér að ofan.
Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Lögreglan Dómstólar Alþingi Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira