Egill er einn hæfileikaríkasti fatahönnuður og athafnamaður landsins. Hann hefur undanfarin ár átt og rekið herrafataverslunina Suitup Reykjavík, sem hefur vakið mikla athygli fyrir vöruúrval sitt.
Egill hefur þegar fengið íbúðina afhenta og er byrjaður að koma sér vel fyrir.
Eignin er staðsett í fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2020. Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í opnu og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Frá rýminu er útgengt á yfirbyggðar svalir. Á gólfinu er ljóst parket.
Í eldhúsinu er hlýleg innrétting úr hvíttaðri hnotu sem nær upp í loft, með hvítum kvartssteini á borðum. Fyrir miðju er rúmgóð eldhúseyja með góðu vinnuplássi.
Í íbúðinni er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi.