Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. maí 2025 00:03 Meðlimir Pussy Riot hafa vakið athygli um allan heim sem listakonur og andófskonur. Getty Rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riot og Páll Óskar eru meðal þeirra sem troða upp í Iðnó 11. júlí á svokallaðri Hátíð gegn landamærum. Auk þeirra koma fram fjöldi tónlistamanna á hátíðinni sem haldinn er á vegum samtakanna No Borders. Auk þeirra fyrrnefndu kemur fram tónlistarfólkið Ízleifur, Inspector Spacetime, Kusk og Óviti, Gróa, Alexander Jarl, Flesh Machine og sigurvegarar Músíktilrauna í ár Geðbrigði. DJ Óli Dóri sér svo um að þeyta skífum inn í nóttina. Í tilkynningu segir að markmið hátíðarinnar sé að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeim erfiðu aðstæðum sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. „Þú vilt ekki missa af þessu magnaða kvöldi, þar sem tónlist og aktívismi mætast í dúndrandi og ógleymanlegri stemningu,“ segir í tilkynningu. Meðlimir lista- og andófshópsins Pussy Riot hafa margir verið hraknir á flótta frá heimalandi sínu fyrir andóf gegn stjórnvöldum. Ljúdmílu Shtein og Maríu Alekhina var báðum veittur íslenskur ríkisborgararéttur árið 2022. Síðan þá hefur Ljúdmíla verið dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi fyrir færslur þar sem hún gagnrýndi innrás Rússlands í Úkraínu sem rússnesk yfirvöld töldu vanvirða rússneska herinn. Lögin hafa verið notuð til að bæla niður andóf gegn stjórnvöldum. Annar meðlimur sveitarinnar hefur einnig búið hér á landi í nokkur ár. Hún segir aukna andúð gagnvart innflytjendum og flóttafólki valda sér þungum áhyggjum. „Ég tel að með þessum viðburði fáum við öll tækifæri til að læra eitthvað nýtt hvert um annað og það er virkilega hvetjandi. Skilaboðin eru skýr: Opið hugarfar, ekki lokuð landamæri!“ er haft eftir henni í tilkynningu. „Vertu með þann 11. júlí, þegar við komum saman til að fagna frelsinu sem felst í virku andófi, til að minna á að baráttan heldur áfram og til að fræða fólk um aðstæður flóttafólks.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Auk þeirra fyrrnefndu kemur fram tónlistarfólkið Ízleifur, Inspector Spacetime, Kusk og Óviti, Gróa, Alexander Jarl, Flesh Machine og sigurvegarar Músíktilrauna í ár Geðbrigði. DJ Óli Dóri sér svo um að þeyta skífum inn í nóttina. Í tilkynningu segir að markmið hátíðarinnar sé að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeim erfiðu aðstæðum sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. „Þú vilt ekki missa af þessu magnaða kvöldi, þar sem tónlist og aktívismi mætast í dúndrandi og ógleymanlegri stemningu,“ segir í tilkynningu. Meðlimir lista- og andófshópsins Pussy Riot hafa margir verið hraknir á flótta frá heimalandi sínu fyrir andóf gegn stjórnvöldum. Ljúdmílu Shtein og Maríu Alekhina var báðum veittur íslenskur ríkisborgararéttur árið 2022. Síðan þá hefur Ljúdmíla verið dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi fyrir færslur þar sem hún gagnrýndi innrás Rússlands í Úkraínu sem rússnesk yfirvöld töldu vanvirða rússneska herinn. Lögin hafa verið notuð til að bæla niður andóf gegn stjórnvöldum. Annar meðlimur sveitarinnar hefur einnig búið hér á landi í nokkur ár. Hún segir aukna andúð gagnvart innflytjendum og flóttafólki valda sér þungum áhyggjum. „Ég tel að með þessum viðburði fáum við öll tækifæri til að læra eitthvað nýtt hvert um annað og það er virkilega hvetjandi. Skilaboðin eru skýr: Opið hugarfar, ekki lokuð landamæri!“ er haft eftir henni í tilkynningu. „Vertu með þann 11. júlí, þegar við komum saman til að fagna frelsinu sem felst í virku andófi, til að minna á að baráttan heldur áfram og til að fræða fólk um aðstæður flóttafólks.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira