Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. maí 2025 00:03 Meðlimir Pussy Riot hafa vakið athygli um allan heim sem listakonur og andófskonur. Getty Rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riot og Páll Óskar eru meðal þeirra sem troða upp í Iðnó 11. júlí á svokallaðri Hátíð gegn landamærum. Auk þeirra koma fram fjöldi tónlistamanna á hátíðinni sem haldinn er á vegum samtakanna No Borders. Auk þeirra fyrrnefndu kemur fram tónlistarfólkið Ízleifur, Inspector Spacetime, Kusk og Óviti, Gróa, Alexander Jarl, Flesh Machine og sigurvegarar Músíktilrauna í ár Geðbrigði. DJ Óli Dóri sér svo um að þeyta skífum inn í nóttina. Í tilkynningu segir að markmið hátíðarinnar sé að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeim erfiðu aðstæðum sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. „Þú vilt ekki missa af þessu magnaða kvöldi, þar sem tónlist og aktívismi mætast í dúndrandi og ógleymanlegri stemningu,“ segir í tilkynningu. Meðlimir lista- og andófshópsins Pussy Riot hafa margir verið hraknir á flótta frá heimalandi sínu fyrir andóf gegn stjórnvöldum. Ljúdmílu Shtein og Maríu Alekhina var báðum veittur íslenskur ríkisborgararéttur árið 2022. Síðan þá hefur Ljúdmíla verið dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi fyrir færslur þar sem hún gagnrýndi innrás Rússlands í Úkraínu sem rússnesk yfirvöld töldu vanvirða rússneska herinn. Lögin hafa verið notuð til að bæla niður andóf gegn stjórnvöldum. Annar meðlimur sveitarinnar hefur einnig búið hér á landi í nokkur ár. Hún segir aukna andúð gagnvart innflytjendum og flóttafólki valda sér þungum áhyggjum. „Ég tel að með þessum viðburði fáum við öll tækifæri til að læra eitthvað nýtt hvert um annað og það er virkilega hvetjandi. Skilaboðin eru skýr: Opið hugarfar, ekki lokuð landamæri!“ er haft eftir henni í tilkynningu. „Vertu með þann 11. júlí, þegar við komum saman til að fagna frelsinu sem felst í virku andófi, til að minna á að baráttan heldur áfram og til að fræða fólk um aðstæður flóttafólks.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Lífið Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Tónlist Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Lífið Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Lífið Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Lífið Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Lífið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Lífið Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar Lífið Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Lífið Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Lífið samstarf Fleiri fréttir Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Eftirrétturinn sem Espresso Martini-aðdáendur elska Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set Væb fara í tónleikaferð um Evrópu Unnur Birna og Pétur keyptu einbýlishús í Garðabæ „Þetta var eins og draumur sem ætlaði aldrei að taka enda“ „Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“ Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar „Fullkomin viðbót“ hjá Selmu og Sölva Uppáhalds sumardrykkur Gerðar: „Ég fæ ekki nóg“ Felix kveður Eurovision með tárum Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna Bríet og Reykjavíkurdætur á Kvennavöku annað kvöld Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Quarashi aftur á svið Mikil stemning á Íslandshátíð í Tívólí í Kaupmannahöfn Merktur LXS skvísunum fyrir lífstíð Kristín og Þorvar gáfu syninum nafn á þjóðhátíðardaginn Mos Def staðfestur og unnið að fleiri tónleikum í stað Lóu Rappa á lýðveldishátíð í tívolíinu: „Heyri eiginlega bara íslensku hérna“ Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Bieber í basli: „Ég veit að ég er skemmdur“ Magnús hjá Blue Car kaupir glæsiíbúð Bjögga Thors Dóttir Hilmis Snæs og Völu er Völudóttir Sjá meira
Auk þeirra fyrrnefndu kemur fram tónlistarfólkið Ízleifur, Inspector Spacetime, Kusk og Óviti, Gróa, Alexander Jarl, Flesh Machine og sigurvegarar Músíktilrauna í ár Geðbrigði. DJ Óli Dóri sér svo um að þeyta skífum inn í nóttina. Í tilkynningu segir að markmið hátíðarinnar sé að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeim erfiðu aðstæðum sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. „Þú vilt ekki missa af þessu magnaða kvöldi, þar sem tónlist og aktívismi mætast í dúndrandi og ógleymanlegri stemningu,“ segir í tilkynningu. Meðlimir lista- og andófshópsins Pussy Riot hafa margir verið hraknir á flótta frá heimalandi sínu fyrir andóf gegn stjórnvöldum. Ljúdmílu Shtein og Maríu Alekhina var báðum veittur íslenskur ríkisborgararéttur árið 2022. Síðan þá hefur Ljúdmíla verið dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi fyrir færslur þar sem hún gagnrýndi innrás Rússlands í Úkraínu sem rússnesk yfirvöld töldu vanvirða rússneska herinn. Lögin hafa verið notuð til að bæla niður andóf gegn stjórnvöldum. Annar meðlimur sveitarinnar hefur einnig búið hér á landi í nokkur ár. Hún segir aukna andúð gagnvart innflytjendum og flóttafólki valda sér þungum áhyggjum. „Ég tel að með þessum viðburði fáum við öll tækifæri til að læra eitthvað nýtt hvert um annað og það er virkilega hvetjandi. Skilaboðin eru skýr: Opið hugarfar, ekki lokuð landamæri!“ er haft eftir henni í tilkynningu. „Vertu með þann 11. júlí, þegar við komum saman til að fagna frelsinu sem felst í virku andófi, til að minna á að baráttan heldur áfram og til að fræða fólk um aðstæður flóttafólks.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Lífið Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Tónlist Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Lífið Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Lífið Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Lífið Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Lífið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Lífið Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar Lífið Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Lífið Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Lífið samstarf Fleiri fréttir Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Eftirrétturinn sem Espresso Martini-aðdáendur elska Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set Væb fara í tónleikaferð um Evrópu Unnur Birna og Pétur keyptu einbýlishús í Garðabæ „Þetta var eins og draumur sem ætlaði aldrei að taka enda“ „Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“ Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar „Fullkomin viðbót“ hjá Selmu og Sölva Uppáhalds sumardrykkur Gerðar: „Ég fæ ekki nóg“ Felix kveður Eurovision með tárum Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna Bríet og Reykjavíkurdætur á Kvennavöku annað kvöld Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Quarashi aftur á svið Mikil stemning á Íslandshátíð í Tívólí í Kaupmannahöfn Merktur LXS skvísunum fyrir lífstíð Kristín og Þorvar gáfu syninum nafn á þjóðhátíðardaginn Mos Def staðfestur og unnið að fleiri tónleikum í stað Lóu Rappa á lýðveldishátíð í tívolíinu: „Heyri eiginlega bara íslensku hérna“ Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Bieber í basli: „Ég veit að ég er skemmdur“ Magnús hjá Blue Car kaupir glæsiíbúð Bjögga Thors Dóttir Hilmis Snæs og Völu er Völudóttir Sjá meira