Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2025 18:54 Breytingarnar voru kynntar á starfsmannafundi í Þjóðminjasafninu í dag. Vísir/Vilhelm Fornleifafræðingum fækkar um þrjá á Þjóðminjasafninu í uppsögnum. Þjóðminjavörður segir breytta verkefnastöðu og hagræðingu ástæðu fyrir uppsögnunum. Prófessor í sagnfræði hvetur til mótmæla vegna breytinganna. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að fjórir starfsmenn myndu missa vinnuna í uppsögnum á safninu þar af þrír fornleifafræðingur. Fimm störf verða lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis en ekki hefur verið fastur starfsmaður í ræstingum. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður segir alltaf miður að þurfa að grípa til uppsagna. „Það er breytt verkefnastaða innan safnsins ásamt hagræðingu í rekstri sem eru aðalástæður breytinganna en slíkt er óhjákvæmilegt þegar samtímis eru aðhaldskröfur frá stjórnvöldum, nýr stofnanasamningur tekur gildi og sértekjur safnins lækka,“ segir Harpa í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurður Gylfi Magnússon er hugsi yfir uppsögnunum.Kristinn Ingvarsson Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segist í færslu á Facebook ekki eiga eitt aukatekið orð vegna breytinganna. „Nú vill svo til að ég þekki vel til tveggja þessara manna og ég fullyrði að þetta eru afburða góðir vísindamenn. Nú spyr ég: Hvernig er hægt að komast upp með svona framkomu án þess að gefa skýringar nema svona málamynda yfirklór. Hvernig er hægt að réttlæta það að segja upp þremur af fjórum fornleifafræðingum sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands þegar þessi stofnun hefur fyrir nokkrum árum verið gerð að háskólastofnum sem krefst vísindalegra gæða af starfsfólki sínu. Er hægt að hugsa sér þjóðminjasafn án fornleifafræðinga? Hvar í heiminum væri slíkt á dagskrá?“ Harpa segir skipulagsbreytingar og uppsagnir í eðli sínu erfiðar og eðlilegt að fólk hafi skoðanir á þeim en því miður séu slíkar aðgerðir stundum nauðsynlegar. Um sé að ræða vel ígrundaðar ákvarðanir sem ætlað er að styrkja starfsemi og rekstur safnsins til lengri tíma. Hún telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af menningunni í landinu. „Nei, svo tel ég ekki vera, þvert á móti eru framtíðaráformin þau að auka breidd sérþekkingar innan safnsins. Þá er rétt að árétta að þó að þeim fækki sem hafa fornleifafræði að mennt hjá stofnuninni, þá eru enn starfandi 5 einstaklingar með sérmenntun í fornleifafræði og það er áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu.“ Sigurður Gylfi segir um tóma vitleysu að ræða. „Geta yfirmenn í svona stofnunum farið bara sínu fram án þess að gripið sé í taumana? Ég vil hvetja fagfólk í hugvísindum til að rísa upp og mótmæla þessum gjörningi. Þetta nær ekki nokkurri átt.“ Borgarskjalasafnið hafi verið lagt niður fyrir tveimur árum á afar hæpnum forsendum. „Skaðinn af þeim gjörningi var mikill og óbætanlegur. Ég verð að segja að ég hef verulegar áhyggjur af menningunni í landinu og stöðum mála hjá helstu menningarstofnunum. Nú hvet ég fólk til að láta í sér heyra, nú er nóg komið! Er ekki rétt fyrir menntamálayfirvöld að grípa í taumana?“ Fornminjar Háskólar Vinnumarkaður Söfn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að fjórir starfsmenn myndu missa vinnuna í uppsögnum á safninu þar af þrír fornleifafræðingur. Fimm störf verða lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis en ekki hefur verið fastur starfsmaður í ræstingum. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður segir alltaf miður að þurfa að grípa til uppsagna. „Það er breytt verkefnastaða innan safnsins ásamt hagræðingu í rekstri sem eru aðalástæður breytinganna en slíkt er óhjákvæmilegt þegar samtímis eru aðhaldskröfur frá stjórnvöldum, nýr stofnanasamningur tekur gildi og sértekjur safnins lækka,“ segir Harpa í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurður Gylfi Magnússon er hugsi yfir uppsögnunum.Kristinn Ingvarsson Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segist í færslu á Facebook ekki eiga eitt aukatekið orð vegna breytinganna. „Nú vill svo til að ég þekki vel til tveggja þessara manna og ég fullyrði að þetta eru afburða góðir vísindamenn. Nú spyr ég: Hvernig er hægt að komast upp með svona framkomu án þess að gefa skýringar nema svona málamynda yfirklór. Hvernig er hægt að réttlæta það að segja upp þremur af fjórum fornleifafræðingum sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands þegar þessi stofnun hefur fyrir nokkrum árum verið gerð að háskólastofnum sem krefst vísindalegra gæða af starfsfólki sínu. Er hægt að hugsa sér þjóðminjasafn án fornleifafræðinga? Hvar í heiminum væri slíkt á dagskrá?“ Harpa segir skipulagsbreytingar og uppsagnir í eðli sínu erfiðar og eðlilegt að fólk hafi skoðanir á þeim en því miður séu slíkar aðgerðir stundum nauðsynlegar. Um sé að ræða vel ígrundaðar ákvarðanir sem ætlað er að styrkja starfsemi og rekstur safnsins til lengri tíma. Hún telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af menningunni í landinu. „Nei, svo tel ég ekki vera, þvert á móti eru framtíðaráformin þau að auka breidd sérþekkingar innan safnsins. Þá er rétt að árétta að þó að þeim fækki sem hafa fornleifafræði að mennt hjá stofnuninni, þá eru enn starfandi 5 einstaklingar með sérmenntun í fornleifafræði og það er áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu.“ Sigurður Gylfi segir um tóma vitleysu að ræða. „Geta yfirmenn í svona stofnunum farið bara sínu fram án þess að gripið sé í taumana? Ég vil hvetja fagfólk í hugvísindum til að rísa upp og mótmæla þessum gjörningi. Þetta nær ekki nokkurri átt.“ Borgarskjalasafnið hafi verið lagt niður fyrir tveimur árum á afar hæpnum forsendum. „Skaðinn af þeim gjörningi var mikill og óbætanlegur. Ég verð að segja að ég hef verulegar áhyggjur af menningunni í landinu og stöðum mála hjá helstu menningarstofnunum. Nú hvet ég fólk til að láta í sér heyra, nú er nóg komið! Er ekki rétt fyrir menntamálayfirvöld að grípa í taumana?“
Fornminjar Háskólar Vinnumarkaður Söfn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira