Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2025 10:31 Jói og Kristín njóta lífsins í Hveragerði. Jói Fel er nýtrúlofaður og ástfanginn og fluttur í Hveragerði þar sem hann er byrjaður á glænýju mjög spennandi verkefni. Jói eða Jóhannes Felixson eins og hann heitir fullu nafni er einn þekktasti bakari og kokkur landsins og hefur bæði gefið út bækur og verið með sjónvarpsþætti á Stöð 2. Nú eru hann og kærasta hans Kristín Eva Sveinsdóttir búin að kaupa sér mjög töff einbýlishús í Hveragerði þar sem Kristín Eva er orðin yfirmaður á Litla Hrauni og Jói er að vinna að netmatreiðslubókinni eldabaka.is þar sem hann bæði eldar og bakar og tekur upp video og klippir saman efnið og setur á síðuna og er netsíðan þegar farin að vekja mikinn áhuga enda allt girnilegt og gott sem Jói eldar og bakar. Vala Matt fór til Hveragerðis og heimsótti Jóa í glænýtt hús þeirra og fékk að sjá hvernig hann vinnur nýja netverkefnið. Alltaf draumurinn að búa í Hveragerði „Það er náttúran, blómin og lyktin, það er eitthvað við þetta,“ segir Jói um ástæðuna af hverju þau ákváðu að flytja til Hveragerðis. „Ég man þegar foreldrar mínir keyrðu hérna yfir á malarvegi þegar ég var lítill, mér fannst svo geggjað að keyra hérna niður kambana. Ég er búinn að hugsa um þetta síðan, síðan ég var smápolli. Þegar við fluttum hingað vorum við ekki að vinna hérna á svæðinu en við köllum þetta örlögin. Konan mín er orðin forstöðumaður á Litla Hrauni. Hún er lögreglumaður og hjúkrunarfræðingur og með meistarapróf í áfalla og krísustjórnun og hún bara datt þarna inn.“ Hann segir að seinna hafi verið auglýst eftir matreiðslumanni á hrauninu í afleysingar í sumar og hann hafi sótt um það starf. „Ég ætla fara kenna föngunum að elda, baka og mála í sumar,“ segir Jói en parið kynntist á sínum tíma í World Class það sem þau stunduðu bæði líkamsrækt af krafti. Hann segist hafa orðið ástfanginn af henni Evu þegar hann sá hana í fyrsta sinn. „Við erum ekki komin með brúðkaupsdag en ætlum að stefna á næsta ár og ætlum að undirbúa þetta alveg svakalega vel. En það verður í Vestmannaeyjum. Konan mín er fæddur og uppalinn Vestmanneyingur og ég sagði við hana, ef það verður brúðkaup þá verður það í Vestmannaeyjum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Matur Hveragerði Ástin og lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Jói eða Jóhannes Felixson eins og hann heitir fullu nafni er einn þekktasti bakari og kokkur landsins og hefur bæði gefið út bækur og verið með sjónvarpsþætti á Stöð 2. Nú eru hann og kærasta hans Kristín Eva Sveinsdóttir búin að kaupa sér mjög töff einbýlishús í Hveragerði þar sem Kristín Eva er orðin yfirmaður á Litla Hrauni og Jói er að vinna að netmatreiðslubókinni eldabaka.is þar sem hann bæði eldar og bakar og tekur upp video og klippir saman efnið og setur á síðuna og er netsíðan þegar farin að vekja mikinn áhuga enda allt girnilegt og gott sem Jói eldar og bakar. Vala Matt fór til Hveragerðis og heimsótti Jóa í glænýtt hús þeirra og fékk að sjá hvernig hann vinnur nýja netverkefnið. Alltaf draumurinn að búa í Hveragerði „Það er náttúran, blómin og lyktin, það er eitthvað við þetta,“ segir Jói um ástæðuna af hverju þau ákváðu að flytja til Hveragerðis. „Ég man þegar foreldrar mínir keyrðu hérna yfir á malarvegi þegar ég var lítill, mér fannst svo geggjað að keyra hérna niður kambana. Ég er búinn að hugsa um þetta síðan, síðan ég var smápolli. Þegar við fluttum hingað vorum við ekki að vinna hérna á svæðinu en við köllum þetta örlögin. Konan mín er orðin forstöðumaður á Litla Hrauni. Hún er lögreglumaður og hjúkrunarfræðingur og með meistarapróf í áfalla og krísustjórnun og hún bara datt þarna inn.“ Hann segir að seinna hafi verið auglýst eftir matreiðslumanni á hrauninu í afleysingar í sumar og hann hafi sótt um það starf. „Ég ætla fara kenna föngunum að elda, baka og mála í sumar,“ segir Jói en parið kynntist á sínum tíma í World Class það sem þau stunduðu bæði líkamsrækt af krafti. Hann segist hafa orðið ástfanginn af henni Evu þegar hann sá hana í fyrsta sinn. „Við erum ekki komin með brúðkaupsdag en ætlum að stefna á næsta ár og ætlum að undirbúa þetta alveg svakalega vel. En það verður í Vestmannaeyjum. Konan mín er fæddur og uppalinn Vestmanneyingur og ég sagði við hana, ef það verður brúðkaup þá verður það í Vestmannaeyjum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Matur Hveragerði Ástin og lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira