Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2025 12:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háði harða baráttu við Guðrúnu Hafsteinsdóttur um formennsku í Sjálfstæðisflokknum í febrúar. Guðrún hafði sigur með hársbreidd. Vísir/Anton Brink Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ætlar að flytja til New York í haust. Hún fer í níu mánaða leyfi frá þingmennsku. Áslaug Arna beið naumlega lægri hlut í baráttu um formennsku í Sjálfstæðisflokknum í febrúar. Áslaug Arna greinir frá tíðindunum á Facebook þar sem hún segir New York hennar næsta stopp. „Ég hef tekið ákvörðun um að hefja nám í Columbia háskóla í New York síðsumars eftir að ég fékk boð í vikunni um skólavist. Því fylgja flutningar til Bandaríkjanna og leyfi frá þingstörfum í 9 mánuði frá og með haustinu. Þar mun ég leggja stund á MPA nám (Master in Public Administration in Global Leadership).“ Hún segir þetta hafa verið draum lengi. „Ég er reyndar manneskja margra drauma. Síðustu 10 ár hef ég gefið allt sem ég á í störfum mínum fyrir Ísland og Sjálfstæðisflokkinn.“ Ástríða hennar um að hafa jákvæð áhrif á samfélagið á Íslandi sé hvergi á undanhaldi. „Ég trúi því að með þessu skrefi sé ég ekki að bara láta persónulegan draum rætast heldur líka að stækka sjóndeildarhringinn, bæta við mig þekkingu og reynslu sem mun án efa reynast mér mikilvægt veganesti inn í framtíðina.“ Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tekur sæti Áslaugar Örnu á þingi. Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður er varaþingmaður flokksins í Reykjavík. „Mér er þó enn efst í huga um þessar mundir þakklæti fyrir allan stuðninginn í stjórnmálunum síðustu ár og sérstaklega í vetur í aðdraganda landsfundar flokksins okkar. Tími og barátta sem ég mun aldrei gleyma. Lærdómsríkt ferðalag - jafnvel rússíbanareið - á svo marga vegu. Mér líður ótrúlega vel og það er dýrmætt að finna fyrir stuðningi hvað þessa persónulega ákvörðun mína varðar líka.“ Hún sé hvergi nærri hætt í stjórnmálum og stórt verkefni fram undan. „Sveitarstjórnarkosningarnar og að ná borginni að nýju. Þar þarf okkar fólk um allt land á okkar einarða stuðningi að halda.“ Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Alþingi Tímamót Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Áslaug Arna greinir frá tíðindunum á Facebook þar sem hún segir New York hennar næsta stopp. „Ég hef tekið ákvörðun um að hefja nám í Columbia háskóla í New York síðsumars eftir að ég fékk boð í vikunni um skólavist. Því fylgja flutningar til Bandaríkjanna og leyfi frá þingstörfum í 9 mánuði frá og með haustinu. Þar mun ég leggja stund á MPA nám (Master in Public Administration in Global Leadership).“ Hún segir þetta hafa verið draum lengi. „Ég er reyndar manneskja margra drauma. Síðustu 10 ár hef ég gefið allt sem ég á í störfum mínum fyrir Ísland og Sjálfstæðisflokkinn.“ Ástríða hennar um að hafa jákvæð áhrif á samfélagið á Íslandi sé hvergi á undanhaldi. „Ég trúi því að með þessu skrefi sé ég ekki að bara láta persónulegan draum rætast heldur líka að stækka sjóndeildarhringinn, bæta við mig þekkingu og reynslu sem mun án efa reynast mér mikilvægt veganesti inn í framtíðina.“ Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tekur sæti Áslaugar Örnu á þingi. Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður er varaþingmaður flokksins í Reykjavík. „Mér er þó enn efst í huga um þessar mundir þakklæti fyrir allan stuðninginn í stjórnmálunum síðustu ár og sérstaklega í vetur í aðdraganda landsfundar flokksins okkar. Tími og barátta sem ég mun aldrei gleyma. Lærdómsríkt ferðalag - jafnvel rússíbanareið - á svo marga vegu. Mér líður ótrúlega vel og það er dýrmætt að finna fyrir stuðningi hvað þessa persónulega ákvörðun mína varðar líka.“ Hún sé hvergi nærri hætt í stjórnmálum og stórt verkefni fram undan. „Sveitarstjórnarkosningarnar og að ná borginni að nýju. Þar þarf okkar fólk um allt land á okkar einarða stuðningi að halda.“
Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Alþingi Tímamót Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira