„Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Aron Guðmundsson skrifar 1. maí 2025 10:31 Henry hlóð Lamine Yamal lofi eftir frammistöðu ungstirnisins gegn Inter Milan í gær Vísir/Samsett mynd Franska knattspyrnugoðsögnin Thierry Henry hlóð ungstirni Barcelona, Lamine Yamal, lofi eftir frammistöðu Spánverjans í leik Barcelona og Inter Milan í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Henry segir Yamal hafa spilað líkt og hann hafi verið andsetinn. Yamal varð í gær yngsti leikmaðurinn í sögu spænska stórveldisins Barcelona til þess að ná þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir aðallið félagsins, 17 ára og 291 daga gamall og segja má að hann hafi haldið upp á þann áfanga með stórkostlegri frammistöðu. Í stórskemmtilegum fyrri undanúrslitaleik Barcelona og Inter Milan, sem endaði með 3-3 jafntefli, mætti segja að Lamine Yamal hafi lyft sér upp á hærra svið. Ungstirnið hefur sýnt það áður hvers hann er megnugur en stöðugleikinn sem hann er farinn að sýna, stórleik frá stórleik, lætur menn klóra sér í kollinum varðandi það hvort að þarna sé á ferðinni leikmaður sem nái álíka stalli og leikmenn á borð við Pelé, Maradone, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo svo einhverjir séu nefndir. Thierry Henry, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og fyrrverandi leikmaður stórliða á borð við Arsenal og Barcelona, var yfir sig hrifinn af frammistöðu Yamal. „Það sem að við urðum vitni að frá Lamine Yamal, það er ekki eðlilegt að vera svona góður aðeins 17 ára gamall,“ sagði Henry eftir leik Barcelona og Inter Milan á CBS Sports í gær. Ég er ekki eingöngu að tala um það hvað hann gerir á boltanum. Heldur einnig hversu var hann er um sig, hversu rólegur, hvernig hann sér leikinn, verst og pressar. Þetta er ekki eðlilegt. Við erum búin að ræða þessa hundrað leiki sem hann er búinn að spila á þessum aldri. Þetta er ekki eðlilegt í raun og veru. Ég veit ekki hvað ég er að horfa á, hverju ég er að verða vitni að. Hann spilaði eins og andsetinn maður.“ Aðeins 17 ára gamall hefur Yamal komið að fimmtíu mörkum fyrir aðallið Barcelona, skorað 22 mörk og gefið 28 stoðsendingar. Hundrað leikir fyrir aðallið Barcelona á þessum aldri er hreint út sagt magnað og borið saman við stórstjörnurnar Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á þessum aldri skarar Yamal fram úr. Skilti sem sýnt var í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi varpar ljósi á hversu magnaður Lamine Yamal er akkúrat þessa stundina aðeins 17 ára gamallMeistaradeildarmörkin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Yamal varð í gær yngsti leikmaðurinn í sögu spænska stórveldisins Barcelona til þess að ná þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir aðallið félagsins, 17 ára og 291 daga gamall og segja má að hann hafi haldið upp á þann áfanga með stórkostlegri frammistöðu. Í stórskemmtilegum fyrri undanúrslitaleik Barcelona og Inter Milan, sem endaði með 3-3 jafntefli, mætti segja að Lamine Yamal hafi lyft sér upp á hærra svið. Ungstirnið hefur sýnt það áður hvers hann er megnugur en stöðugleikinn sem hann er farinn að sýna, stórleik frá stórleik, lætur menn klóra sér í kollinum varðandi það hvort að þarna sé á ferðinni leikmaður sem nái álíka stalli og leikmenn á borð við Pelé, Maradone, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo svo einhverjir séu nefndir. Thierry Henry, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og fyrrverandi leikmaður stórliða á borð við Arsenal og Barcelona, var yfir sig hrifinn af frammistöðu Yamal. „Það sem að við urðum vitni að frá Lamine Yamal, það er ekki eðlilegt að vera svona góður aðeins 17 ára gamall,“ sagði Henry eftir leik Barcelona og Inter Milan á CBS Sports í gær. Ég er ekki eingöngu að tala um það hvað hann gerir á boltanum. Heldur einnig hversu var hann er um sig, hversu rólegur, hvernig hann sér leikinn, verst og pressar. Þetta er ekki eðlilegt. Við erum búin að ræða þessa hundrað leiki sem hann er búinn að spila á þessum aldri. Þetta er ekki eðlilegt í raun og veru. Ég veit ekki hvað ég er að horfa á, hverju ég er að verða vitni að. Hann spilaði eins og andsetinn maður.“ Aðeins 17 ára gamall hefur Yamal komið að fimmtíu mörkum fyrir aðallið Barcelona, skorað 22 mörk og gefið 28 stoðsendingar. Hundrað leikir fyrir aðallið Barcelona á þessum aldri er hreint út sagt magnað og borið saman við stórstjörnurnar Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á þessum aldri skarar Yamal fram úr. Skilti sem sýnt var í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi varpar ljósi á hversu magnaður Lamine Yamal er akkúrat þessa stundina aðeins 17 ára gamallMeistaradeildarmörkin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira