Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2025 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Áður en við fáum bílpróf þurfum við að ljúka ökuskóla 1, 2 og 3 auk verklegra tíma og prófa. Það þykir eðlilegt og sjálfsagt að fá fræðslu áður en næstu skref eru stigin í námi eða starfi. En þegar það kemur að kynlífi er enn þann dag í dag ekki búið að tryggja nægilega vel að ungmenni um allt land fái öfluga kynfræðslu. Fullorðið fólk sem leitar sér aðstoðar vegna kynlífsvanda lýsa því mörg hvernig skortur á fræðslu um kynheilbrigði, heilbrigð samskipti og sambönd eigi stóran þátt í þeirra vanda. Mörg höfðu hvorki fengið nægilega góða fræðslu í skólanum né frá uppalendum. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að neðan. Skortur á kynfræðslu og lítil þjálfun í því að ræða um kynlíf er ein helsta ástæða fyrir því að við lendum í erfiðleikum í samböndunum okkar seinna meir. Skortur á kynlífsfræðslu getur valdið erfiðleikum í kynlífi.Getty Hvernig var kynfræðslan sem þú fékkst? Í dag sjáum við aukið framboð á námskeiðum, hlaðvörpum, bókum og öðru efni þar sem fullorðið fólk getur fræðst um samskipti og kynlíf. Því ber að fagna því kynferðisleg ánægja hefur áhrif á það hversu ánægð við erum í parasambandinu okkar, sem eykur að sama skapi lífsánægju okkar. Bætt kynheilbrigði fólks er mikilvægt fyrir almenna heilsu og líðan. Kynfræðsla er því mikilvægt lýðheilsumál! Stöldrum aðeins við og lítum til baka; hvernig var kynfræðslan sem þú fékkst? Var þér kennt að útlit kynfæra sé mjög fjölbreytt? Að kynfæri örvast ekki alltaf eins; stundum erum við gröð en blotnum ekki eða fáum ekki ris og stundum fáum við ris eða blotnum án þess að vera gröð. Var talað um sjálfsfróun og mikilvægi hennar? Var farið yfir það að besta leiðin til að upplifa unað sé að læra inn á eigin líkama og þarfir? Var talað um að kynlíf snúist um unað? Að þín fullnæging skiptir líka máli? Var farið yfir kveikjur og bremsur, þ.e. hvað þarf til að kveikja á kynlöngun eða slökkva á henni? Fékkstu fræðslu um fantasíur og var fjallað um kynlíf á hátt sem dregur úr skömm? Hvað með þá kynfræðslu sem við fáum beint eða óbeint frá samfélaginu? Hefur þú fengið þær upplýsingar beint eða óbeint frá samfélaginu að kynlíf sé aðallega bara samfarir? Að það sem skipti öllu máli sé að þú standir þig? Haldir risi og þraukir í einhvern ákveðinn tíma? Að þú eigir alltaf að hafa áhuga á kynlífi og vera til í kynlíf? Það er líklegra að einstaklingur með þessar hugsanir eða viðhorf upplifi kvíða í tengslum við kynlíf, einblíni of mikið á samfarir og fari á mis við unað. Beinar og óbeinar hugmyndir um kynlíf frá samfélaginu geta valdið skakkri hugmynd á því.Getty Að taka skrefið og fara í para- og/eða kynlífsráðgjöf áður en vandinn er orðinn mikill er mikilvægt því mörg leita sér ekki aðstoðar fyrr en mörgum árum eftir að vandinn hefst. Við erum ekki stór hópur á Íslandi sem sinnum kynlífsráðgjöf en til eru ýmis úrræði sem hafa verið þróuð sem ég get mælt með! Ef þú ert að upplifa erfiðleika í tengslum við nánd eða kynlíf hvet ég þig til að taka skrefið og byrja að lesa, hlusta eða mæta á námskeið sem efla þig sem kynveru! Ef þú hefur ekki hlusta á Kynlífið- hlaðvarp þar sem við Indíana Rós, kynfræðingur, fjöllum um allt sem viðkemur því að vera kynvera, mæli ég með því að hlusta hér. Hér má sjá dæmi um annan fróðleik: Áslaug Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynfræðingur, skrifaði bókina Lífið er kynlíf -handbók kynfræðings um langtímasambönd. Sigga Dögg, kynfræðingur, fræðir fullorðna um kynlíf á síðunni Betra Kynlíf. Kristínu Þórsdóttir, kynlífsmarkþjálfi, heldur reglulega námskeið fyrir konur undir heitinu „Kveiktu í þér fyrir þig“. View this post on Instagram A post shared by Kristín Þórsdóttir (@kristin_thors) Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Fleiri fréttir Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Sjá meira
Fullorðið fólk sem leitar sér aðstoðar vegna kynlífsvanda lýsa því mörg hvernig skortur á fræðslu um kynheilbrigði, heilbrigð samskipti og sambönd eigi stóran þátt í þeirra vanda. Mörg höfðu hvorki fengið nægilega góða fræðslu í skólanum né frá uppalendum. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að neðan. Skortur á kynfræðslu og lítil þjálfun í því að ræða um kynlíf er ein helsta ástæða fyrir því að við lendum í erfiðleikum í samböndunum okkar seinna meir. Skortur á kynlífsfræðslu getur valdið erfiðleikum í kynlífi.Getty Hvernig var kynfræðslan sem þú fékkst? Í dag sjáum við aukið framboð á námskeiðum, hlaðvörpum, bókum og öðru efni þar sem fullorðið fólk getur fræðst um samskipti og kynlíf. Því ber að fagna því kynferðisleg ánægja hefur áhrif á það hversu ánægð við erum í parasambandinu okkar, sem eykur að sama skapi lífsánægju okkar. Bætt kynheilbrigði fólks er mikilvægt fyrir almenna heilsu og líðan. Kynfræðsla er því mikilvægt lýðheilsumál! Stöldrum aðeins við og lítum til baka; hvernig var kynfræðslan sem þú fékkst? Var þér kennt að útlit kynfæra sé mjög fjölbreytt? Að kynfæri örvast ekki alltaf eins; stundum erum við gröð en blotnum ekki eða fáum ekki ris og stundum fáum við ris eða blotnum án þess að vera gröð. Var talað um sjálfsfróun og mikilvægi hennar? Var farið yfir það að besta leiðin til að upplifa unað sé að læra inn á eigin líkama og þarfir? Var talað um að kynlíf snúist um unað? Að þín fullnæging skiptir líka máli? Var farið yfir kveikjur og bremsur, þ.e. hvað þarf til að kveikja á kynlöngun eða slökkva á henni? Fékkstu fræðslu um fantasíur og var fjallað um kynlíf á hátt sem dregur úr skömm? Hvað með þá kynfræðslu sem við fáum beint eða óbeint frá samfélaginu? Hefur þú fengið þær upplýsingar beint eða óbeint frá samfélaginu að kynlíf sé aðallega bara samfarir? Að það sem skipti öllu máli sé að þú standir þig? Haldir risi og þraukir í einhvern ákveðinn tíma? Að þú eigir alltaf að hafa áhuga á kynlífi og vera til í kynlíf? Það er líklegra að einstaklingur með þessar hugsanir eða viðhorf upplifi kvíða í tengslum við kynlíf, einblíni of mikið á samfarir og fari á mis við unað. Beinar og óbeinar hugmyndir um kynlíf frá samfélaginu geta valdið skakkri hugmynd á því.Getty Að taka skrefið og fara í para- og/eða kynlífsráðgjöf áður en vandinn er orðinn mikill er mikilvægt því mörg leita sér ekki aðstoðar fyrr en mörgum árum eftir að vandinn hefst. Við erum ekki stór hópur á Íslandi sem sinnum kynlífsráðgjöf en til eru ýmis úrræði sem hafa verið þróuð sem ég get mælt með! Ef þú ert að upplifa erfiðleika í tengslum við nánd eða kynlíf hvet ég þig til að taka skrefið og byrja að lesa, hlusta eða mæta á námskeið sem efla þig sem kynveru! Ef þú hefur ekki hlusta á Kynlífið- hlaðvarp þar sem við Indíana Rós, kynfræðingur, fjöllum um allt sem viðkemur því að vera kynvera, mæli ég með því að hlusta hér. Hér má sjá dæmi um annan fróðleik: Áslaug Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynfræðingur, skrifaði bókina Lífið er kynlíf -handbók kynfræðings um langtímasambönd. Sigga Dögg, kynfræðingur, fræðir fullorðna um kynlíf á síðunni Betra Kynlíf. Kristínu Þórsdóttir, kynlífsmarkþjálfi, heldur reglulega námskeið fyrir konur undir heitinu „Kveiktu í þér fyrir þig“. View this post on Instagram A post shared by Kristín Þórsdóttir (@kristin_thors) Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að neðan.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Fleiri fréttir Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Sjá meira