Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. apríl 2025 14:27 Jón Gnarr þingmaður og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, bæði úr Viðreisn. Fyrir miðju er leikarinn Jon Øigarden í auglýsingu SFS. Vísir Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. Í auglýsingunni sem um ræðir sitja tveir snyrtilega klæddir Norðmenn að snæðingi á veitingahúsi þegar annar þeirra sýnir leifarnar af fiski sem hann hafði verið að borða og segir: „Veistu hvað? Þetta hér er gullnáma.“ Í kjölfarið þylur hann upp allt það sem hægt að búa til úr fiskiroði, beinum og öðru sem fellur til við fiskverkun. Hinn svarar því svo til að Íslendingar framleiði þegar verðmæti úr þessu í stórum stíl. „Þau gera húðkrem, sárabindi fyrir ameríska herinn ... En nú ætla þau að taka upp norska kerfið,“ segir hann, og hvorugur þeirra botnar í því hvers vegna Íslendingar skyldu vilja gera það. Það sem vekur athygli margra er að annar leikarinn í myndbandinu er Jon Øigarden, sem margir kannast við úr norsku þáttunum Exit, sem fjölluðu um fjóra menn í fjármalaheimi Noregs. Auglýsingin fjarri sambandi við jörðu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um málið en hún segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sé eðlileg og réttlát aðgerð. Öll þjóðin sjái það. „Viðbrögð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru töluvert fjarri sambandi við jörðu. Norsku Exit-leikararnir sem tala um að hér megi græða peninga speglar það fyrst og fremst.“ Kveðst hún stolt af þessu máli og segir Viðreisn standa heilshugar að baki þessu máli. Listræn táknmynd firringar Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar skrifaði langa færslu um auglýsinguna á Facebook síðu sína þar sem hann sagði að auglýsingar nái stundum að verða listrænar táknmyndir fyrir dekadent firringu í samfélaginu. „Auglýsingin er mjög fagmannlega gerð. Handritið er að vísu ekki gott en auglýsingin skartar útlenskum leikara, Jon Øigarden, sem svo kaldhæðnislega vill til að lék einn af fégráðugu drullusokkunum í Norsku þáttunum Exit.“ Segir hann svo að auglýsingin sé fyrirsláttur og leikaraskapur sem njóti engrar meðaumkunar hjá þjóðinni. Kvikmyndagerðarmaðurinn Ragnar Bragason sagði auglýsinguna skelfilega, og sagði SFS eyða hundruðum milljóna í auglýsingaherferð og áróður fyrir málstað sem enginn nema frændi þeirra hafi samúð með. Vilji ekki ræða málið efnislega Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu, deildi hugleiðingum Ragnars á Facebook sinni. „Algjörlega óskiljanleg auglýsing,“ hafði hann um málið að segja. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skrifaði svo athugasemd við færslu Egils. Hún segir einkennilegt að Egill og fleiri fjasi yfir formi en ekki efni. „Hvernig væri að ræða efni málsins, norsku leiðina sem ráðherra vill fara? Minni verðmætasköpun, minni nýsköpun, hráefni flutt til Póllands óunnið, ósjálfbærar fiskvinnslur í Noregi o.s.frv.?“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn. Sjávarútvegur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Í auglýsingunni sem um ræðir sitja tveir snyrtilega klæddir Norðmenn að snæðingi á veitingahúsi þegar annar þeirra sýnir leifarnar af fiski sem hann hafði verið að borða og segir: „Veistu hvað? Þetta hér er gullnáma.“ Í kjölfarið þylur hann upp allt það sem hægt að búa til úr fiskiroði, beinum og öðru sem fellur til við fiskverkun. Hinn svarar því svo til að Íslendingar framleiði þegar verðmæti úr þessu í stórum stíl. „Þau gera húðkrem, sárabindi fyrir ameríska herinn ... En nú ætla þau að taka upp norska kerfið,“ segir hann, og hvorugur þeirra botnar í því hvers vegna Íslendingar skyldu vilja gera það. Það sem vekur athygli margra er að annar leikarinn í myndbandinu er Jon Øigarden, sem margir kannast við úr norsku þáttunum Exit, sem fjölluðu um fjóra menn í fjármalaheimi Noregs. Auglýsingin fjarri sambandi við jörðu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um málið en hún segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sé eðlileg og réttlát aðgerð. Öll þjóðin sjái það. „Viðbrögð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru töluvert fjarri sambandi við jörðu. Norsku Exit-leikararnir sem tala um að hér megi græða peninga speglar það fyrst og fremst.“ Kveðst hún stolt af þessu máli og segir Viðreisn standa heilshugar að baki þessu máli. Listræn táknmynd firringar Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar skrifaði langa færslu um auglýsinguna á Facebook síðu sína þar sem hann sagði að auglýsingar nái stundum að verða listrænar táknmyndir fyrir dekadent firringu í samfélaginu. „Auglýsingin er mjög fagmannlega gerð. Handritið er að vísu ekki gott en auglýsingin skartar útlenskum leikara, Jon Øigarden, sem svo kaldhæðnislega vill til að lék einn af fégráðugu drullusokkunum í Norsku þáttunum Exit.“ Segir hann svo að auglýsingin sé fyrirsláttur og leikaraskapur sem njóti engrar meðaumkunar hjá þjóðinni. Kvikmyndagerðarmaðurinn Ragnar Bragason sagði auglýsinguna skelfilega, og sagði SFS eyða hundruðum milljóna í auglýsingaherferð og áróður fyrir málstað sem enginn nema frændi þeirra hafi samúð með. Vilji ekki ræða málið efnislega Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu, deildi hugleiðingum Ragnars á Facebook sinni. „Algjörlega óskiljanleg auglýsing,“ hafði hann um málið að segja. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skrifaði svo athugasemd við færslu Egils. Hún segir einkennilegt að Egill og fleiri fjasi yfir formi en ekki efni. „Hvernig væri að ræða efni málsins, norsku leiðina sem ráðherra vill fara? Minni verðmætasköpun, minni nýsköpun, hráefni flutt til Póllands óunnið, ósjálfbærar fiskvinnslur í Noregi o.s.frv.?“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn.
Sjávarútvegur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28
Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53
„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58