Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2025 22:47 Jules Kounde fagnaði sigurmarkinu vel og innilega. Eðlilega svo sem. Fran Santiago/Getty Images Barcelona er spænskur bikarmeistari eftir 3-2 sigur gegn erkifjendum sínum í Real Madrid í framlengdum úrslitaleik spænska konungsbikarsins, Copa del Rey, í kvöld. Börsungar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og uppskáru mark eftir tæplega hálftíma leik þegar Lamine Yamal lagði boltann út á Pedri sem þrumaði honum í netið með skoti fyrir utan teig. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0, Barcelona í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eftir frekan slappan fyrri hálfleik Madrídinga tóku þeir loksins við sér eftir hlé. Kylian Mbappé kom inn af varamannabekknum í hálfleik og hann átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Franski sóknarmaðurinn jafnaði metin fyrir Madrídinga með marki beint úr aukaspyrnu á 70. mínútu, áður en Aurélien Tchouaméni kom liðinu yfir með góðum skalla sjö mínútum síðar. Börsungar gáfust þó ekki upp og Ferran Torres jafnaði metin fyrir liðið sex mínútum fyrir leikslok eftir að hafa leikið á Thibaut Courtois í marki Madrídinga. Börsungar héldu svo að þeir væru að fá vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Raphinha fór niður innan vítateigs, en eftir skoðun myndbandsdómara var Brassinn spjaldaður fyrir leikaraskap. Barcelona have an injury-time penalty overturned by VAR in the Copa del Rey final 🍿Raphinha was booked for simulation 😬 pic.twitter.com/vK6S9A84g0— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 26, 2025 Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 2-2 jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni var það svo Jules Kounde sem reyndist hetja Börsunga. Bakvörðurinn komst þá inn í sendingu frá Luka Modric á 116. mínútu og renndi boltanum í fjærhornið með hnitmiðuðu skoti. Niðurstaðan því 3-2 sigur Barcelona í vægast sagt sveiflukenndum leik og bikarmeistaratitillinn er þeirra. Spænski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Sjá meira
Börsungar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og uppskáru mark eftir tæplega hálftíma leik þegar Lamine Yamal lagði boltann út á Pedri sem þrumaði honum í netið með skoti fyrir utan teig. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0, Barcelona í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eftir frekan slappan fyrri hálfleik Madrídinga tóku þeir loksins við sér eftir hlé. Kylian Mbappé kom inn af varamannabekknum í hálfleik og hann átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Franski sóknarmaðurinn jafnaði metin fyrir Madrídinga með marki beint úr aukaspyrnu á 70. mínútu, áður en Aurélien Tchouaméni kom liðinu yfir með góðum skalla sjö mínútum síðar. Börsungar gáfust þó ekki upp og Ferran Torres jafnaði metin fyrir liðið sex mínútum fyrir leikslok eftir að hafa leikið á Thibaut Courtois í marki Madrídinga. Börsungar héldu svo að þeir væru að fá vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Raphinha fór niður innan vítateigs, en eftir skoðun myndbandsdómara var Brassinn spjaldaður fyrir leikaraskap. Barcelona have an injury-time penalty overturned by VAR in the Copa del Rey final 🍿Raphinha was booked for simulation 😬 pic.twitter.com/vK6S9A84g0— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 26, 2025 Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 2-2 jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni var það svo Jules Kounde sem reyndist hetja Börsunga. Bakvörðurinn komst þá inn í sendingu frá Luka Modric á 116. mínútu og renndi boltanum í fjærhornið með hnitmiðuðu skoti. Niðurstaðan því 3-2 sigur Barcelona í vægast sagt sveiflukenndum leik og bikarmeistaratitillinn er þeirra.
Spænski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Sjá meira