Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Árni Sæberg skrifar 25. apríl 2025 14:12 Leigubílaröðin við Leifsstöð hefur valdið talsverðum deilum undanfarið. Vísir/Vilhelm Isavia ætlar að tryggja aðgengi allra leigubílstjóra að skúr sem ætlaður er sem kaffistofa þeirra sem nota leigubílastæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skúrinn er nú sagður notaður sem bænahús og lokaður öðrum en þeim sem hann nota sem slíkt. Margir ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar leigubílstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskum leigubílstjórum væri meinaður aðgangur að skúrnum og þeir kæmust ekki einu sinni á salernið þar. Hér má sjá skúrinn umdeilda.Vísir/Já.is Þá sást í fréttinni hvernig maður bað bænir að sið múslima inni í skúrnum og annar maður meinaði fréttamanni inngöngu í skúrinn á grundvelli þess að hann væri í einkaeigu. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ Talsverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum eftir fréttina og meðal þeirra sem tekið hafa til máls um það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ sagði hann í færslu á samfélagsmiðlinum X. Ég bara kemst ekki yfir þetta!Þú ert búinn að vera leigubílstjóri í 25 ár og þjónusta farþega eftir bestu getu.Í besta falli hefurðu samtímis náð að skrapa saman nokkrum aurum í lífeyrissjóð í von um að fá eitthvað greitt úr honum þegar þar að kemur.Allt í einu ertu lentur í…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 24, 2025 „Svo máttu ekki eini sinni fara inn í kaffiskúrinn þinn til að pissa af því að hofmóðugt ríkisfyrirtæki er búið að breyta honum í bænahús fyrir þá sem tóku af þér vinnuna,“ segir hann. Eigi að vera opinn öllum „Þarna er um að ræða skúr í eigu Isavia sem var og er hugsaður fyrir alla leigubílstjóra. Þar sem þeir geta neytt matar og drykkjar og nýtt salerni,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Guðjón Helgason hjá Isavia segir skúrinn eiga að vera öllum leigubílstjórum opinn.Vísir/Arnar Hann ítrekar að skúrinn sé ætlaður öllum leigubílstjórum sem hafa aðgang að leigubílastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Við munum fylgjast með því.“ Leigubílar Isavia Keflavíkurflugvöllur Trúmál Tengdar fréttir Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. 23. apríl 2025 19:43 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar leigubílstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskum leigubílstjórum væri meinaður aðgangur að skúrnum og þeir kæmust ekki einu sinni á salernið þar. Hér má sjá skúrinn umdeilda.Vísir/Já.is Þá sást í fréttinni hvernig maður bað bænir að sið múslima inni í skúrnum og annar maður meinaði fréttamanni inngöngu í skúrinn á grundvelli þess að hann væri í einkaeigu. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ Talsverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum eftir fréttina og meðal þeirra sem tekið hafa til máls um það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ sagði hann í færslu á samfélagsmiðlinum X. Ég bara kemst ekki yfir þetta!Þú ert búinn að vera leigubílstjóri í 25 ár og þjónusta farþega eftir bestu getu.Í besta falli hefurðu samtímis náð að skrapa saman nokkrum aurum í lífeyrissjóð í von um að fá eitthvað greitt úr honum þegar þar að kemur.Allt í einu ertu lentur í…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 24, 2025 „Svo máttu ekki eini sinni fara inn í kaffiskúrinn þinn til að pissa af því að hofmóðugt ríkisfyrirtæki er búið að breyta honum í bænahús fyrir þá sem tóku af þér vinnuna,“ segir hann. Eigi að vera opinn öllum „Þarna er um að ræða skúr í eigu Isavia sem var og er hugsaður fyrir alla leigubílstjóra. Þar sem þeir geta neytt matar og drykkjar og nýtt salerni,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Guðjón Helgason hjá Isavia segir skúrinn eiga að vera öllum leigubílstjórum opinn.Vísir/Arnar Hann ítrekar að skúrinn sé ætlaður öllum leigubílstjórum sem hafa aðgang að leigubílastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Við munum fylgjast með því.“
Leigubílar Isavia Keflavíkurflugvöllur Trúmál Tengdar fréttir Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. 23. apríl 2025 19:43 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53
Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. 23. apríl 2025 19:43