Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. apríl 2025 21:30 Helgi Hrafn við saumavélina, sem hann notar mjög mikið við framleiðslu á fötum þeirra Kjartans Gests. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vinir á Akureyri, annar tólf ára og hinn þrettán hafa hannað sína eigin fatalínu, sem þeir ætla að koma á markað. Þeir sjá um allt sjálfir og eru til dæmis mjög liðtækir við saumaskapinn og að sýna fötin sín á allskonar uppákomum. Þeir eru algjörlega frábærir vinirnir á Akureyri, sauma og hanna og gera allt sjálfir. Hér erum við að tala um þá Helga Hrafn Magnússon, 13 ára og Kjartan Gest Guðmundsson, 12 ára, en hann var vant við látinn á Ísafirði þegar fréttamaður heimsótti Helga Hrafn og mömmu hans. Strákarnir hafa verið duglegir að sína fötin sín á tískusýningum og vekja alls staðar mikla athygli fyrir dugnaðinn. „Þetta geta verið hettupeysur og buxur en samt aðallega peysur en líka gallabuxur,” segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn í fötum frá þeim félögum.Aðsend Og hvar fáið þið allt efnið í fötin ykkar? „Flest frá Hertex og Rauða krossinum hér á Akureyri, en líka frá öðrum stórum fyrirtækjum,” segir hann. En að vera svona ungir og komnir með sína eigin fatalínu, hvað segir Helgi Hrafn við því? „Það gerir bara meiri sjensa fyrir framtíðina,” segir Helgi Hrafn og hlær er merki þeirra heitir „CRANZ“. Emmsjé Gauti er mjög ánægður með nýju fatalínuna hjá strákunum og hefur fengið föt frá þeim.Aðsend Og hvar seljið þið fötin ykkar? „Við seljum ekki núna,en við munum kannski selja þær í 66 gráður norður búðinni hér á Akureyri,” segir Helgi Hrafn. Og á morgun, sumardaginn fyrsta í tengslum við barnamenningarhátíð á Akureyri verður strákarnir með fötin sín til sýnis í Hofi klukkan 14:00 en sýningin þeirra heitir: „Einfalt brjálæði“. Helgi Hrafn og Kjartan Gestur eru mikið á hjólabréttum og þá er mikilvægt að vera í flottum fötum.Aðsend Mamma Helga Hrafns, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, er að sjálfsögðu mjög stolt af strákunum og af því, sem þeir eru að gera. „Þetta er bara rosalega skemmtilegt því þeir eru ótrúlega duglegir og skapandi. Þetta byrjaði kannski fyrir alvöru fyrir svona tveimur árum en þá byrjuðu þeir að sauma sín eigin föt”, segir Þuríður Helga. Emmsjé Gauti myndaður í peysu frá strákunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Helgi Hrafn farin að sauma eitthvað á mömmu sína? „Ekki enn, ekki enn,“ segir hún hlæjandi. Hér má sjá upplýsingar um tískusýninguna í Hofi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tískusýning strákanna verður í Hofi á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Tíska og hönnun Krakkar Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Fleiri fréttir Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sjá meira
Þeir eru algjörlega frábærir vinirnir á Akureyri, sauma og hanna og gera allt sjálfir. Hér erum við að tala um þá Helga Hrafn Magnússon, 13 ára og Kjartan Gest Guðmundsson, 12 ára, en hann var vant við látinn á Ísafirði þegar fréttamaður heimsótti Helga Hrafn og mömmu hans. Strákarnir hafa verið duglegir að sína fötin sín á tískusýningum og vekja alls staðar mikla athygli fyrir dugnaðinn. „Þetta geta verið hettupeysur og buxur en samt aðallega peysur en líka gallabuxur,” segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn í fötum frá þeim félögum.Aðsend Og hvar fáið þið allt efnið í fötin ykkar? „Flest frá Hertex og Rauða krossinum hér á Akureyri, en líka frá öðrum stórum fyrirtækjum,” segir hann. En að vera svona ungir og komnir með sína eigin fatalínu, hvað segir Helgi Hrafn við því? „Það gerir bara meiri sjensa fyrir framtíðina,” segir Helgi Hrafn og hlær er merki þeirra heitir „CRANZ“. Emmsjé Gauti er mjög ánægður með nýju fatalínuna hjá strákunum og hefur fengið föt frá þeim.Aðsend Og hvar seljið þið fötin ykkar? „Við seljum ekki núna,en við munum kannski selja þær í 66 gráður norður búðinni hér á Akureyri,” segir Helgi Hrafn. Og á morgun, sumardaginn fyrsta í tengslum við barnamenningarhátíð á Akureyri verður strákarnir með fötin sín til sýnis í Hofi klukkan 14:00 en sýningin þeirra heitir: „Einfalt brjálæði“. Helgi Hrafn og Kjartan Gestur eru mikið á hjólabréttum og þá er mikilvægt að vera í flottum fötum.Aðsend Mamma Helga Hrafns, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, er að sjálfsögðu mjög stolt af strákunum og af því, sem þeir eru að gera. „Þetta er bara rosalega skemmtilegt því þeir eru ótrúlega duglegir og skapandi. Þetta byrjaði kannski fyrir alvöru fyrir svona tveimur árum en þá byrjuðu þeir að sauma sín eigin föt”, segir Þuríður Helga. Emmsjé Gauti myndaður í peysu frá strákunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Helgi Hrafn farin að sauma eitthvað á mömmu sína? „Ekki enn, ekki enn,“ segir hún hlæjandi. Hér má sjá upplýsingar um tískusýninguna í Hofi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tískusýning strákanna verður í Hofi á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Tíska og hönnun Krakkar Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Fleiri fréttir Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sjá meira