Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. apríl 2025 21:44 „Ég held að öskrin mín hafi heyrst um alla bygginguna. Þetta var rosalegt og hnéð mitt er núna fimmfalt,“ segir Halldóra Björg Guðmundsdóttir, leikkona í sýningunni Ride the Cæclone. Gnosis Sviðslistakona sem lagði út fyrir uppsetningu leiksýningar sjálfsstæðs sviðslistahóps í Iðnó lenti í því óhappi á frumsýningu að falla í gólfið með þeim afleiðingum að hnéskel hennar fór úr lið. Sýninguna fjármagnaði hún með launum sínum hjá frístundaheimili í Reykjavík. Halldóra Björg Guðmundsdóttir er einn sjö leikara í leikhópnum Gnosis sem stendur að uppsetningu söngleiksins Ride the Cæclone í Iðnó um þessar mundir. Hún, ásamt einum öðrum í hópnum, leggur út fyrir uppsetningunni úr eigin vasa. Bæði starfa þau á frístundaheimili. Hópurinn hafði mánuðum saman unnið hörðum höndum að sýningunni og mikil spenna ríkti fyrir frumsýningarkvöldinu á þriðjudaginn. Sýningin gekk smurt fyrir sig þar til í lokaatriðinu, þegar Halldóru skrikaði fótur. „Það er smá eftir af lokalaginu og við erum að dansa. Ég stíg eitthvað skringilega og dett í gólfið, og finn það í augnablikinu að það er eitthvað að,“ segir Halldóra í samtali við blaðamann. Konfettíið enn að hrynja Leikhópurinn flytur söngleikinn á ensku, og olli látbragð Halldóru eftir fallið því að áhorfendur virtust ekki klárir á hvað gengi á. Héldu jafnvel að fallið væri hluti af sýningunni. „Áhorfendur eru ekki að fatta fyrr en ég kalla á íslensku, ég er farin úr lið! Þá stoppar allt.“ segir Halldóra. Í framhaldinu hafi orðið uppi fótur og fit. Sjúkrabíll verið kallaður til og afar hjálplegur áhorfandi, sem reyndist gömul skátakona, aðstoðað hana. „Ég er föst á gólfinu og það er ennþá konfettí að hrynja úr loftinu. Ég ligg þarna í svona korter áður en sjúkrabíllinn kemur.“ Ride the Cæclone fjallar um kaþólskan kór sem deyr í rússíbanaslysi. Svartur húmor og vinsæl lög meðal ungra söngleikjaunnenda einkenna leiksýninguna. Gnosis Og hvað var það sem gerðist? „Hnéskelin mín fór úr lið. Þetta var meira að segja góða hnéð mitt sem er ákveðinn skellur,“ segir Halldóra kímin. Tekur þetta á hnefanum Þegar sjúkraflutningamenn bar að garði hafi henni verið kippt aftur í lið, enn uppi á sviði með nýhrunið konfettíið allt um kring. „Ég held að öskrin mín hafi heyrst um alla bygginguna. Þetta var rosalegt og hnéð mitt er núna fimmfalt.“ Atvikið olli því að aflýsa þurfti næstu sýningu, kvöldið eftir. Ákveðið svekkelsi í ljósi þess hve mikill vinna hefði farið í þetta allt saman. Hópurinn stefnir þó á aðra sýningu þann 30. apríl, þrátt fyrir að Halldóra segi hnéð sitt nú á við fimm. „Ég er svo andskoti þrjósk að ég læt þetta ekki stoppa mig.“ Ride the Cæclone er önnur sýningin sem leikhópurinn Gnosis setur upp. Gnosis Engin sýning án peninganna og Iðnó Sem fyrr segir hjálpast Halldóra og annar leikari í hópnum að við að fjármagna sýninguna úr eigin vasa. „Við erum bara áhugamenn um leikhús, vinnum bæði í frístund. Þannig að við erum bara að borga þetta sjálf. Annars væri engin sýning.“ Iðnó hefur styrkt hópinn með því að leyfa honum að sýna leiksýninguna endurgjaldslaust. „Við sóttum alls staðar um styrki og fengum sem betur fer þennan styrk frá Iðnó og fáum að vera þar. Án þeirra hefðum við ekki möguleika á að setja þetta upp,“ segir Halldóra. Sýningin er flutt á ensku, hvers vegna? „Ef við horfum á íslenska leiksamfélagið er rosalega lítið sýnt á ensku. Það eru margir sem búa hérna og tala ekki málið eða skilja ekki nógu mikið til að fara í hefðbundið leikhús. Við reynum að velja öðruvísi leikverk, eitthvað sem brennum fyrir, og ákváðum að sýna á ensku,“ segir Halldóra. Leikhús Menning Tónlist Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Halldóra Björg Guðmundsdóttir er einn sjö leikara í leikhópnum Gnosis sem stendur að uppsetningu söngleiksins Ride the Cæclone í Iðnó um þessar mundir. Hún, ásamt einum öðrum í hópnum, leggur út fyrir uppsetningunni úr eigin vasa. Bæði starfa þau á frístundaheimili. Hópurinn hafði mánuðum saman unnið hörðum höndum að sýningunni og mikil spenna ríkti fyrir frumsýningarkvöldinu á þriðjudaginn. Sýningin gekk smurt fyrir sig þar til í lokaatriðinu, þegar Halldóru skrikaði fótur. „Það er smá eftir af lokalaginu og við erum að dansa. Ég stíg eitthvað skringilega og dett í gólfið, og finn það í augnablikinu að það er eitthvað að,“ segir Halldóra í samtali við blaðamann. Konfettíið enn að hrynja Leikhópurinn flytur söngleikinn á ensku, og olli látbragð Halldóru eftir fallið því að áhorfendur virtust ekki klárir á hvað gengi á. Héldu jafnvel að fallið væri hluti af sýningunni. „Áhorfendur eru ekki að fatta fyrr en ég kalla á íslensku, ég er farin úr lið! Þá stoppar allt.“ segir Halldóra. Í framhaldinu hafi orðið uppi fótur og fit. Sjúkrabíll verið kallaður til og afar hjálplegur áhorfandi, sem reyndist gömul skátakona, aðstoðað hana. „Ég er föst á gólfinu og það er ennþá konfettí að hrynja úr loftinu. Ég ligg þarna í svona korter áður en sjúkrabíllinn kemur.“ Ride the Cæclone fjallar um kaþólskan kór sem deyr í rússíbanaslysi. Svartur húmor og vinsæl lög meðal ungra söngleikjaunnenda einkenna leiksýninguna. Gnosis Og hvað var það sem gerðist? „Hnéskelin mín fór úr lið. Þetta var meira að segja góða hnéð mitt sem er ákveðinn skellur,“ segir Halldóra kímin. Tekur þetta á hnefanum Þegar sjúkraflutningamenn bar að garði hafi henni verið kippt aftur í lið, enn uppi á sviði með nýhrunið konfettíið allt um kring. „Ég held að öskrin mín hafi heyrst um alla bygginguna. Þetta var rosalegt og hnéð mitt er núna fimmfalt.“ Atvikið olli því að aflýsa þurfti næstu sýningu, kvöldið eftir. Ákveðið svekkelsi í ljósi þess hve mikill vinna hefði farið í þetta allt saman. Hópurinn stefnir þó á aðra sýningu þann 30. apríl, þrátt fyrir að Halldóra segi hnéð sitt nú á við fimm. „Ég er svo andskoti þrjósk að ég læt þetta ekki stoppa mig.“ Ride the Cæclone er önnur sýningin sem leikhópurinn Gnosis setur upp. Gnosis Engin sýning án peninganna og Iðnó Sem fyrr segir hjálpast Halldóra og annar leikari í hópnum að við að fjármagna sýninguna úr eigin vasa. „Við erum bara áhugamenn um leikhús, vinnum bæði í frístund. Þannig að við erum bara að borga þetta sjálf. Annars væri engin sýning.“ Iðnó hefur styrkt hópinn með því að leyfa honum að sýna leiksýninguna endurgjaldslaust. „Við sóttum alls staðar um styrki og fengum sem betur fer þennan styrk frá Iðnó og fáum að vera þar. Án þeirra hefðum við ekki möguleika á að setja þetta upp,“ segir Halldóra. Sýningin er flutt á ensku, hvers vegna? „Ef við horfum á íslenska leiksamfélagið er rosalega lítið sýnt á ensku. Það eru margir sem búa hérna og tala ekki málið eða skilja ekki nógu mikið til að fara í hefðbundið leikhús. Við reynum að velja öðruvísi leikverk, eitthvað sem brennum fyrir, og ákváðum að sýna á ensku,“ segir Halldóra.
Leikhús Menning Tónlist Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira