„Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Eiður Þór Árnason skrifar 18. apríl 2025 15:21 Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, vonar að lukkan snúist fjölskyldunni í hag eftir stormasama viku. Samsett/aðsend Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. Bragi Þór Thoroddsen segir að átján ára sonur hans hafi verið kyrrstæður á gatnamótum á Ísafirði um kvöldmatarleytið í gær þegar moksturstæki með fullan farm af snjó lenti aftan á bílnum. Tveir farþegar voru um borð og ringdi yfir þá glerbrotum og snjó. „Hann var að moka snjó úr Hafnarstrætinu á Ísafirði held ég eftir skíðagöngukeppnina,“ segir Bragi um ökumanninn. Eftir óhappið hafi hann svo haldið snjómokstursverkinu áfram. Hinn sonur hans var að keyra á milli Súðavíkur og Ísafjarðar þann 10. apríl þegar hann lenti í grjóthruni úr Súðavíkurhlíð. Hann er heill á húfi en bíllinn er talinn ónýtur. Svona var umhorfs á vettvangi á Ísafirði í gær.Aðsend Miklar skemmdir á yfirbyggingu bílsins Bragi segir að sonur hans og farþegarnir tveir hafi ekki borið mikinn skaða af eftir óhappið á Ísafirði en vissulega fundið fyrir einhverjum stífleika í hálsinum. Þeir hafi skiljanlega verið í smá áfalli eftir atvikið. „Þeir voru svolítið sjokkeraðir. Ég hugsa að það hafi verið einna óþægilegast að vera í aftursætinu þegar þetta gerist.“ Bragi keyrði í gærkvöldi frá Súðavík þar sem hann er búsettur til Ísafjarðar til að sækja bílinn og fór með hann heim í geymslu. Hann fer líklegast í brotajárn. „Hann er þannig skemmdur, yfirbyggingin á honum er öll gengin til.“ Bragi á von á því að fá tapið bætt úr ábyrgðartryggingu verktakans. Ford Focus bifreiðin er öll beygluð eftir að snjóruðningstækið skellti aftan á henni. aðsend Ræni hann súrefni og orku Bragi segir óþægilegt að hefja páskafríið með þessum hætti. „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum. Óþægindin og allt í kringum þetta. Það er orðið pínu þreytt að ungarnir manns hafi lent í umferðaróhappi eða slysi.“ Óhætt sé að segja að þetta taki frá honum smá súrefni og orku. Bragi á tvo syni sem eru í Menntaskólanum á Ísafirði og keyra þeim á milli Súðavíkur og Ísafjarðar mörgum sinnum í viku. Báðir hafa nú lent í umferðaróhappi á skömmum tíma. Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir samgönguúrbætum á Vestfjörðum og flutti Bragi nýlega sína fyrstu ræðu á Alþingi þegar hann settist inn á þing fyrir Flokk fólksins í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Jómfrúrræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í áðurnefndu atviki. Í viðtali við Vísi fyrir rúmri viku þakkaði Bragi Guði fyrir að sonur hans hafi verið á Benz-jepplingnum en ekki á Ford Fiesta-smábíl sem hann keyrir alla jafnan. Jepplingur fjölskyldunnar skemmdist mikið í grjóthruni fyrir viku síðan. aðsend Bragi bindur nú vonir við að lukkan fari að snúast hjá fjölskyldunni eftir þessa stormasömu viku. Einn heil bifreið er eftir á heimilinu. „Ég ætla að vona að við séum búin með skammtinn þessa dagana. Eru ekki páskar tími viðsnúnings í flestu?“ Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Bragi Þór Thoroddsen segir að átján ára sonur hans hafi verið kyrrstæður á gatnamótum á Ísafirði um kvöldmatarleytið í gær þegar moksturstæki með fullan farm af snjó lenti aftan á bílnum. Tveir farþegar voru um borð og ringdi yfir þá glerbrotum og snjó. „Hann var að moka snjó úr Hafnarstrætinu á Ísafirði held ég eftir skíðagöngukeppnina,“ segir Bragi um ökumanninn. Eftir óhappið hafi hann svo haldið snjómokstursverkinu áfram. Hinn sonur hans var að keyra á milli Súðavíkur og Ísafjarðar þann 10. apríl þegar hann lenti í grjóthruni úr Súðavíkurhlíð. Hann er heill á húfi en bíllinn er talinn ónýtur. Svona var umhorfs á vettvangi á Ísafirði í gær.Aðsend Miklar skemmdir á yfirbyggingu bílsins Bragi segir að sonur hans og farþegarnir tveir hafi ekki borið mikinn skaða af eftir óhappið á Ísafirði en vissulega fundið fyrir einhverjum stífleika í hálsinum. Þeir hafi skiljanlega verið í smá áfalli eftir atvikið. „Þeir voru svolítið sjokkeraðir. Ég hugsa að það hafi verið einna óþægilegast að vera í aftursætinu þegar þetta gerist.“ Bragi keyrði í gærkvöldi frá Súðavík þar sem hann er búsettur til Ísafjarðar til að sækja bílinn og fór með hann heim í geymslu. Hann fer líklegast í brotajárn. „Hann er þannig skemmdur, yfirbyggingin á honum er öll gengin til.“ Bragi á von á því að fá tapið bætt úr ábyrgðartryggingu verktakans. Ford Focus bifreiðin er öll beygluð eftir að snjóruðningstækið skellti aftan á henni. aðsend Ræni hann súrefni og orku Bragi segir óþægilegt að hefja páskafríið með þessum hætti. „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum. Óþægindin og allt í kringum þetta. Það er orðið pínu þreytt að ungarnir manns hafi lent í umferðaróhappi eða slysi.“ Óhætt sé að segja að þetta taki frá honum smá súrefni og orku. Bragi á tvo syni sem eru í Menntaskólanum á Ísafirði og keyra þeim á milli Súðavíkur og Ísafjarðar mörgum sinnum í viku. Báðir hafa nú lent í umferðaróhappi á skömmum tíma. Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir samgönguúrbætum á Vestfjörðum og flutti Bragi nýlega sína fyrstu ræðu á Alþingi þegar hann settist inn á þing fyrir Flokk fólksins í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Jómfrúrræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í áðurnefndu atviki. Í viðtali við Vísi fyrir rúmri viku þakkaði Bragi Guði fyrir að sonur hans hafi verið á Benz-jepplingnum en ekki á Ford Fiesta-smábíl sem hann keyrir alla jafnan. Jepplingur fjölskyldunnar skemmdist mikið í grjóthruni fyrir viku síðan. aðsend Bragi bindur nú vonir við að lukkan fari að snúast hjá fjölskyldunni eftir þessa stormasömu viku. Einn heil bifreið er eftir á heimilinu. „Ég ætla að vona að við séum búin með skammtinn þessa dagana. Eru ekki páskar tími viðsnúnings í flestu?“
Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54