„Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Eiður Þór Árnason skrifar 18. apríl 2025 15:21 Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, vonar að lukkan snúist fjölskyldunni í hag eftir stormasama viku. Samsett/aðsend Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. Bragi Þór Thoroddsen segir að átján ára sonur hans hafi verið kyrrstæður á gatnamótum á Ísafirði um kvöldmatarleytið í gær þegar moksturstæki með fullan farm af snjó lenti aftan á bílnum. Tveir farþegar voru um borð og ringdi yfir þá glerbrotum og snjó. „Hann var að moka snjó úr Hafnarstrætinu á Ísafirði held ég eftir skíðagöngukeppnina,“ segir Bragi um ökumanninn. Eftir óhappið hafi hann svo haldið snjómokstursverkinu áfram. Hinn sonur hans var að keyra á milli Súðavíkur og Ísafjarðar þann 10. apríl þegar hann lenti í grjóthruni úr Súðavíkurhlíð. Hann er heill á húfi en bíllinn er talinn ónýtur. Svona var umhorfs á vettvangi á Ísafirði í gær.Aðsend Miklar skemmdir á yfirbyggingu bílsins Bragi segir að sonur hans og farþegarnir tveir hafi ekki borið mikinn skaða af eftir óhappið á Ísafirði en vissulega fundið fyrir einhverjum stífleika í hálsinum. Þeir hafi skiljanlega verið í smá áfalli eftir atvikið. „Þeir voru svolítið sjokkeraðir. Ég hugsa að það hafi verið einna óþægilegast að vera í aftursætinu þegar þetta gerist.“ Bragi keyrði í gærkvöldi frá Súðavík þar sem hann er búsettur til Ísafjarðar til að sækja bílinn og fór með hann heim í geymslu. Hann fer líklegast í brotajárn. „Hann er þannig skemmdur, yfirbyggingin á honum er öll gengin til.“ Bragi á von á því að fá tapið bætt úr ábyrgðartryggingu verktakans. Ford Focus bifreiðin er öll beygluð eftir að snjóruðningstækið skellti aftan á henni. aðsend Ræni hann súrefni og orku Bragi segir óþægilegt að hefja páskafríið með þessum hætti. „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum. Óþægindin og allt í kringum þetta. Það er orðið pínu þreytt að ungarnir manns hafi lent í umferðaróhappi eða slysi.“ Óhætt sé að segja að þetta taki frá honum smá súrefni og orku. Bragi á tvo syni sem eru í Menntaskólanum á Ísafirði og keyra þeim á milli Súðavíkur og Ísafjarðar mörgum sinnum í viku. Báðir hafa nú lent í umferðaróhappi á skömmum tíma. Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir samgönguúrbætum á Vestfjörðum og flutti Bragi nýlega sína fyrstu ræðu á Alþingi þegar hann settist inn á þing fyrir Flokk fólksins í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Jómfrúrræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í áðurnefndu atviki. Í viðtali við Vísi fyrir rúmri viku þakkaði Bragi Guði fyrir að sonur hans hafi verið á Benz-jepplingnum en ekki á Ford Fiesta-smábíl sem hann keyrir alla jafnan. Jepplingur fjölskyldunnar skemmdist mikið í grjóthruni fyrir viku síðan. aðsend Bragi bindur nú vonir við að lukkan fari að snúast hjá fjölskyldunni eftir þessa stormasömu viku. Einn heil bifreið er eftir á heimilinu. „Ég ætla að vona að við séum búin með skammtinn þessa dagana. Eru ekki páskar tími viðsnúnings í flestu?“ Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Bragi Þór Thoroddsen segir að átján ára sonur hans hafi verið kyrrstæður á gatnamótum á Ísafirði um kvöldmatarleytið í gær þegar moksturstæki með fullan farm af snjó lenti aftan á bílnum. Tveir farþegar voru um borð og ringdi yfir þá glerbrotum og snjó. „Hann var að moka snjó úr Hafnarstrætinu á Ísafirði held ég eftir skíðagöngukeppnina,“ segir Bragi um ökumanninn. Eftir óhappið hafi hann svo haldið snjómokstursverkinu áfram. Hinn sonur hans var að keyra á milli Súðavíkur og Ísafjarðar þann 10. apríl þegar hann lenti í grjóthruni úr Súðavíkurhlíð. Hann er heill á húfi en bíllinn er talinn ónýtur. Svona var umhorfs á vettvangi á Ísafirði í gær.Aðsend Miklar skemmdir á yfirbyggingu bílsins Bragi segir að sonur hans og farþegarnir tveir hafi ekki borið mikinn skaða af eftir óhappið á Ísafirði en vissulega fundið fyrir einhverjum stífleika í hálsinum. Þeir hafi skiljanlega verið í smá áfalli eftir atvikið. „Þeir voru svolítið sjokkeraðir. Ég hugsa að það hafi verið einna óþægilegast að vera í aftursætinu þegar þetta gerist.“ Bragi keyrði í gærkvöldi frá Súðavík þar sem hann er búsettur til Ísafjarðar til að sækja bílinn og fór með hann heim í geymslu. Hann fer líklegast í brotajárn. „Hann er þannig skemmdur, yfirbyggingin á honum er öll gengin til.“ Bragi á von á því að fá tapið bætt úr ábyrgðartryggingu verktakans. Ford Focus bifreiðin er öll beygluð eftir að snjóruðningstækið skellti aftan á henni. aðsend Ræni hann súrefni og orku Bragi segir óþægilegt að hefja páskafríið með þessum hætti. „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum. Óþægindin og allt í kringum þetta. Það er orðið pínu þreytt að ungarnir manns hafi lent í umferðaróhappi eða slysi.“ Óhætt sé að segja að þetta taki frá honum smá súrefni og orku. Bragi á tvo syni sem eru í Menntaskólanum á Ísafirði og keyra þeim á milli Súðavíkur og Ísafjarðar mörgum sinnum í viku. Báðir hafa nú lent í umferðaróhappi á skömmum tíma. Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir samgönguúrbætum á Vestfjörðum og flutti Bragi nýlega sína fyrstu ræðu á Alþingi þegar hann settist inn á þing fyrir Flokk fólksins í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Jómfrúrræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í áðurnefndu atviki. Í viðtali við Vísi fyrir rúmri viku þakkaði Bragi Guði fyrir að sonur hans hafi verið á Benz-jepplingnum en ekki á Ford Fiesta-smábíl sem hann keyrir alla jafnan. Jepplingur fjölskyldunnar skemmdist mikið í grjóthruni fyrir viku síðan. aðsend Bragi bindur nú vonir við að lukkan fari að snúast hjá fjölskyldunni eftir þessa stormasömu viku. Einn heil bifreið er eftir á heimilinu. „Ég ætla að vona að við séum búin með skammtinn þessa dagana. Eru ekki páskar tími viðsnúnings í flestu?“
Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent