Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2025 22:27 Linda Dröfn Gunnarsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/Einar Gróft ofbeldi í nánum samböndum virðist vera að aukast, að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Komum kvenna í athvarfið fjölgaði milli ára. Ársskýrsla Kvennaathvarfsins fyrir árið 2024 kom út á dögunum, en þar sést að komum í athvarfið fjölgaði frá árinu 2023, úr 214 í 279. Árið 2022 voru þær þó 301. Fyrstu komum fjölgar Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir komum kvenna utan athvarfsins í viðtalsþjónustu hafa fjölgað umtalsvert. „Og einnig fyrstu komu í dvöl, sem sagt konur sem eru að koma í fyrsta sinn. Sú tala hefur aldrei verið jafn há. Það er alltaf frekar flókið að lesa í þessar tölur. Það er okkar tilfinning að ofbeldi sé ekkert endilega að aukast. Ofbeldið er þarna úti,“ segir Linda Dröfn. Mögulega sé fjölgunin tengd auknum sýnileika athvarfsins. „Þannig að við trúum að það gæti verið að aukin umræða og aukinn sýnileiki verði til þess að konur sæki frekar í viðtöl. Og þau væru líklega fleiri ef við hefðum betri aðstöðu, sem verður í nýja athvarfinu okkar þar sem við verðum með fleiri viðtalsherbergi.“ Nánast alltaf andlegt ofbeldi Hlutfall kvenna sem greina frá kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi hækkar milli ára, sem og hlutfall þeirra sem greina frá andlegu ofbeldi. Hlutfall þeirra á síðasta ári var 94 prósent. „Það segir okkur að ofbeldi í nánum samböndum er eiginlega ekki til nema það sé andlegt ofbeldi, það er alltaf í bakgrunninum. Þetta eru ekki einhver einstök atvik. Það er alltaf undirliggjandi ofbeldi, og það stoppar ekkert við svefnherbergisdyrnar.“ Gróft ofbeldi í samböndum virðist þá vera að færast í aukana. „Við höfum séð meira um morðhótanir og kyrkingatak, þetta grófa ofbeldi. Eins erum við að sjá mikið meira af eltihrellum og það sé verið að fylgjast með þolendum. Ef eitthvað er þá er það að verða grófara,“ segir Linda Dröfn. Kynbundið ofbeldi Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Ársskýrsla Kvennaathvarfsins fyrir árið 2024 kom út á dögunum, en þar sést að komum í athvarfið fjölgaði frá árinu 2023, úr 214 í 279. Árið 2022 voru þær þó 301. Fyrstu komum fjölgar Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir komum kvenna utan athvarfsins í viðtalsþjónustu hafa fjölgað umtalsvert. „Og einnig fyrstu komu í dvöl, sem sagt konur sem eru að koma í fyrsta sinn. Sú tala hefur aldrei verið jafn há. Það er alltaf frekar flókið að lesa í þessar tölur. Það er okkar tilfinning að ofbeldi sé ekkert endilega að aukast. Ofbeldið er þarna úti,“ segir Linda Dröfn. Mögulega sé fjölgunin tengd auknum sýnileika athvarfsins. „Þannig að við trúum að það gæti verið að aukin umræða og aukinn sýnileiki verði til þess að konur sæki frekar í viðtöl. Og þau væru líklega fleiri ef við hefðum betri aðstöðu, sem verður í nýja athvarfinu okkar þar sem við verðum með fleiri viðtalsherbergi.“ Nánast alltaf andlegt ofbeldi Hlutfall kvenna sem greina frá kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi hækkar milli ára, sem og hlutfall þeirra sem greina frá andlegu ofbeldi. Hlutfall þeirra á síðasta ári var 94 prósent. „Það segir okkur að ofbeldi í nánum samböndum er eiginlega ekki til nema það sé andlegt ofbeldi, það er alltaf í bakgrunninum. Þetta eru ekki einhver einstök atvik. Það er alltaf undirliggjandi ofbeldi, og það stoppar ekkert við svefnherbergisdyrnar.“ Gróft ofbeldi í samböndum virðist þá vera að færast í aukana. „Við höfum séð meira um morðhótanir og kyrkingatak, þetta grófa ofbeldi. Eins erum við að sjá mikið meira af eltihrellum og það sé verið að fylgjast með þolendum. Ef eitthvað er þá er það að verða grófara,“ segir Linda Dröfn.
Kynbundið ofbeldi Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira