Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2025 20:54 Kartöflugeymslan, nýja menningarhús Selfyssinga, sem heitir í dag Langhús enda geymslan löng og mjó. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar hafa nú eignast sitt eigið menningarhús en það er 73 ára gömul grænmetis- og kartöflugeymsla, sem hefur verið breytt í glæsilegt húsnæði undir fjölbreytt menningarstarf. Magnús Hlynur var viðstaddur formlega opnun hússins. Ekkert eiginlegt menningarhús hefur verið til á Selfossi en á sama tíma er fokheldur menningarsalur í Hótel Selfossi, sem ekkert hefur gerst í og hefur hann staðið fokheldur í einhverja tugi ára. Nokkrir karlar á besta aldri tóku sig því til og sömdu við Sveitarfélagið Árborg um að fá afnot af gamalli kartöflugeymslu, sem var reyndar fyrst grænmetisgeymsla og er frá 1952 og breyta geymslunni í menningarhús. Búið er að skrifa undir samning þess efnis og allt klárt fyrir fyrstu viðburði í geymslunni. „Já, nú stendur til að lyfta menningunni svolítið á æðra plan. Við ætlum að grafa okkur niður í jörðina til að lyfta henni upp. Það eru við búnir að gera með því að stofna hér félag, sem heitir „Grasrótarfélagið Langhúsið““, segir Gunnar Sigurgeirsson, sem á sæti í stjórn félagsins. „Þetta er náttúrulega bara menningarlega sinnaður félagsskapur, sem ætlar að efna til jaðar menningarsvæðis hér á Selfossi,” segir Magnús J. Magnússon, sem á einnig sæti í stjórninni. Selfyssingar eru mjög ánægðir með nýja menningarhúsið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nú heitir þetta Langhús því húsið er langt. Og þú sérð ekki neitt af þessu húsi nema framhliðina og búið,” bætir Bergsveinn Halldórsson við en hann situr líka í stjórn félagsins og átti meðal annars hugmyndina um að breyta kartöflugeymslunni í menningarhús. Góð stemning var við opnun nýja menningarhússins á Selfossi og þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í framtíðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn Óskarsson er líka í stjórn hússins. Er stjórn geymslunnar í ruglinu eða hvað? „Það má alveg segja það að taka svona gamalt hús já. Þetta er allavega vel notað hús og þetta verður skemmtileg nýjung að koma menningunni hérna inn í staðin fyrir kartöflur,” segir Hreinn léttur í bragði. Félagarnir segja að húsnæðið muni nýtast undir fjölbreytta menningu eins og myndlistarsýningar, tónlistar uppákomur, upplestra og fleira og fleira í þessum dúr. Og það þótti vel við hæfi að spila braggablús við opnun nýja menningarhússins, sem stendur rétt við Ölfusá á Langanesi á Selfossi eða fyrir utan á eins og heimamenn kalla svæðið. Frá undirritun samningsins við Sveitarfélagið Árborg um afnot af kartöflugeymslunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Menning Húsavernd Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ekkert eiginlegt menningarhús hefur verið til á Selfossi en á sama tíma er fokheldur menningarsalur í Hótel Selfossi, sem ekkert hefur gerst í og hefur hann staðið fokheldur í einhverja tugi ára. Nokkrir karlar á besta aldri tóku sig því til og sömdu við Sveitarfélagið Árborg um að fá afnot af gamalli kartöflugeymslu, sem var reyndar fyrst grænmetisgeymsla og er frá 1952 og breyta geymslunni í menningarhús. Búið er að skrifa undir samning þess efnis og allt klárt fyrir fyrstu viðburði í geymslunni. „Já, nú stendur til að lyfta menningunni svolítið á æðra plan. Við ætlum að grafa okkur niður í jörðina til að lyfta henni upp. Það eru við búnir að gera með því að stofna hér félag, sem heitir „Grasrótarfélagið Langhúsið““, segir Gunnar Sigurgeirsson, sem á sæti í stjórn félagsins. „Þetta er náttúrulega bara menningarlega sinnaður félagsskapur, sem ætlar að efna til jaðar menningarsvæðis hér á Selfossi,” segir Magnús J. Magnússon, sem á einnig sæti í stjórninni. Selfyssingar eru mjög ánægðir með nýja menningarhúsið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nú heitir þetta Langhús því húsið er langt. Og þú sérð ekki neitt af þessu húsi nema framhliðina og búið,” bætir Bergsveinn Halldórsson við en hann situr líka í stjórn félagsins og átti meðal annars hugmyndina um að breyta kartöflugeymslunni í menningarhús. Góð stemning var við opnun nýja menningarhússins á Selfossi og þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í framtíðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn Óskarsson er líka í stjórn hússins. Er stjórn geymslunnar í ruglinu eða hvað? „Það má alveg segja það að taka svona gamalt hús já. Þetta er allavega vel notað hús og þetta verður skemmtileg nýjung að koma menningunni hérna inn í staðin fyrir kartöflur,” segir Hreinn léttur í bragði. Félagarnir segja að húsnæðið muni nýtast undir fjölbreytta menningu eins og myndlistarsýningar, tónlistar uppákomur, upplestra og fleira og fleira í þessum dúr. Og það þótti vel við hæfi að spila braggablús við opnun nýja menningarhússins, sem stendur rétt við Ölfusá á Langanesi á Selfossi eða fyrir utan á eins og heimamenn kalla svæðið. Frá undirritun samningsins við Sveitarfélagið Árborg um afnot af kartöflugeymslunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Menning Húsavernd Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent