Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2025 23:44 Þórir kallar eftir auknu aðhaldi og ramma frá stjórnvöldum. Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi tugi, jafnvel hundruð barna vekja hjá sér ugg. Greint var frá því í hollenskum miðlum í vikunni að tugir sæðisgjafa þar í landi hefðu feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá greinir danska ríkisútvarpið frá því að siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands hafi farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Þar gilda engar reglur um sæðisgjafir utan landamæra Danmerkur en sæðisgjafar mega mest feðra tólf börn innan landsins. Dæmi eru um að börn sem feðruð hafa verið með dönsku sæði eigi hundruð hálfsystkina. Þórir Harðarson doktor í frjósemisfræðum og eigandi frjósemisstofunnar Sunnu segir engar reglur á Íslandi gilda um hve margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. „Hvorki um fjölda sæðisgjafa né hversu mörg börn eða fjölskyldur þessir gjafar mega búa til, því miður,“ segir Þórir. Væri æskilegt að fá aðhald og ramma Sunna er ein af tveimur frjósemisstofum sem starfa hér á landi en rekur ekki eigin sæðisbanka. Þórir segir Sunnu stunda viðskipti við þrjá erlenda sæðisbanka, einn í Bandaríkjunum og tvo í Danmörku. Hann segir farið fram á að bankarnir sendi ekki fleiri en tvær gjafir, sem þá búi til tvær fjölskyldur hérlendis. „Við höfum því þurft að treysta á bankana og hingað til höfum við ekki haft neinar ástæður til að ætla neitt annað en að þeir standi við það, að svo sé. En það eru engar reglur sem í rauninni eru til í landinu til þess, og ekkert regluverk og enginn sem fylgir því eftir nema bankarnir sjálfir.“ Þórir segir fréttir frá Hollandi vekja sig til umhugsunar um þessi mál. „Auðvitað get ég ímyndað mér að okkar skjólstæðingar geti verið örlítið hugsi, er virkilega hægt að tryggja það að þessir bankar séu ekki að senda frá sér fleiri skammta en á að gerast? Við erum eins og ég sagði áðan svoldið í höndunum á þessum bönkum, að þeir standi við það sem við erum búnir að semja við þá um að vera ekki að búa til fleiri fjölskyldur en tvær á Íslandi.“ Hann segir æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald og ramma. „Það er svoldið skrýtið að við sem þjónustuaðilar séum að setja okkur takmarkanir sjálf. Auðvitað viljum við gera vel og við viljum vanda okkur og passa upp á þetta, að vera ekki að búa til alltof marga skylda aðila í samfélaginu. En það væri eðlilegt að þær takmarkanir kæmu að ofan, ekki að ofan en frá okkar yfirvöldum.“ Frjósemi Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Greint var frá því í hollenskum miðlum í vikunni að tugir sæðisgjafa þar í landi hefðu feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá greinir danska ríkisútvarpið frá því að siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands hafi farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Þar gilda engar reglur um sæðisgjafir utan landamæra Danmerkur en sæðisgjafar mega mest feðra tólf börn innan landsins. Dæmi eru um að börn sem feðruð hafa verið með dönsku sæði eigi hundruð hálfsystkina. Þórir Harðarson doktor í frjósemisfræðum og eigandi frjósemisstofunnar Sunnu segir engar reglur á Íslandi gilda um hve margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. „Hvorki um fjölda sæðisgjafa né hversu mörg börn eða fjölskyldur þessir gjafar mega búa til, því miður,“ segir Þórir. Væri æskilegt að fá aðhald og ramma Sunna er ein af tveimur frjósemisstofum sem starfa hér á landi en rekur ekki eigin sæðisbanka. Þórir segir Sunnu stunda viðskipti við þrjá erlenda sæðisbanka, einn í Bandaríkjunum og tvo í Danmörku. Hann segir farið fram á að bankarnir sendi ekki fleiri en tvær gjafir, sem þá búi til tvær fjölskyldur hérlendis. „Við höfum því þurft að treysta á bankana og hingað til höfum við ekki haft neinar ástæður til að ætla neitt annað en að þeir standi við það, að svo sé. En það eru engar reglur sem í rauninni eru til í landinu til þess, og ekkert regluverk og enginn sem fylgir því eftir nema bankarnir sjálfir.“ Þórir segir fréttir frá Hollandi vekja sig til umhugsunar um þessi mál. „Auðvitað get ég ímyndað mér að okkar skjólstæðingar geti verið örlítið hugsi, er virkilega hægt að tryggja það að þessir bankar séu ekki að senda frá sér fleiri skammta en á að gerast? Við erum eins og ég sagði áðan svoldið í höndunum á þessum bönkum, að þeir standi við það sem við erum búnir að semja við þá um að vera ekki að búa til fleiri fjölskyldur en tvær á Íslandi.“ Hann segir æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald og ramma. „Það er svoldið skrýtið að við sem þjónustuaðilar séum að setja okkur takmarkanir sjálf. Auðvitað viljum við gera vel og við viljum vanda okkur og passa upp á þetta, að vera ekki að búa til alltof marga skylda aðila í samfélaginu. En það væri eðlilegt að þær takmarkanir kæmu að ofan, ekki að ofan en frá okkar yfirvöldum.“
Frjósemi Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03