Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2025 12:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þáttaskil hafa orðið í Ljósufjallakerfinu síðastliðinn föstudag þegar fjölmargir jarðskjálftar riðu yfir á um tveggja klukkustunda tímabili. Vísir/Egill Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. Jarðskjálfti 3,7 að stærð reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð og átti skjálftinn upptök sín á 18,3 kílómetra dýpi. Grjótárvatn er innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla, sem nær alla leið vestur frá Berserkjahrauni austur að Grábrók í Norðurárdal. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að skjálftavirknin, sem hófst 2021, hafi tekið ákveðna stefnu í ágúst síðastliðnum og hafi sótt í sig veðrið að undanförnu. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum,“ segir Páll. Taki ekki langan tíma að koma upp Jarðskjálftarnir hafa allir átt upptök sín á um 15 til 20 kílómetra dýpi. „Skjálftar á því dýpi tákna yfirleitt að það sé kvika sem veldur þeim. Það er kvika á hreyfingu og það verða örar spennubreytingar. Þá bregst jarðskorpan við með því að brotna,“ segir Páll. „Þetta er hins vegar ekkert rosalega mikið dýpi þannig að kvikan getur átt leið til yfirborðs á tiltölulega stuttum tíma ef atburðarrásin tekur þá stefnu.“ Ekki sé ólíklegt að þetta leiði að lokum til eldvirkni á svæðinu en vel geti verið að virknin lognist út af. Páll segir að ef gjósi á svæðinu sé líklegast að það verði lítið og meinlaust gos. „Það er ekki verið að tala um neinar stórhamfarir þó þarna verði gos. Sérstaklega ekki vegna þess að þetta svæði sem er núna virkt er í fjalllendi fyrir ofan Mýrar. Það er engin byggð beint ofan í þessu. Þannig að jafnvel þó verði eitthvað hraunrennsli frá gosi af þessum stað er ólíklegt að það valdi verulegu tjóni,“ segir Páll. Skjálftavirkni í Bárðarbungu endi í gosi Einnig hefur mælst skjálftavirkni í Bárðarbungu og mældust tveir stórir skjálftar þar í nótt, 4,1 og 4,3 að stærð. Reglulega hafa mælst stórir skjálftar við Bárðabungu undanfarin ár, í raun allt frá 2015 eftir eldgosið í Holuhrauni. „Bárðarbunga seig þá, á meðan á því stóð, um eina 65 metra og þetta sig fór að snúast við strax 2015. Botninn á Bárðarbunguöskjunni hefur verið að rísa síðan þá og þar hefur verið aukning í skjálftavirkni síðasta árið og þar hafa komið upp nokkrir skjálftar af stærðinni fimm síðasta árið,“ segir Páll. „Það er partur af miklu dramatískari atburðarrás sem að lokum mun nokkuð örugglega leiða til eldgoss og það er ekki kannski alveg yfirvofandi á næstu mánuðum eða árum.“ Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35 Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Jarðskjálfti 3,7 að stærð reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð og átti skjálftinn upptök sín á 18,3 kílómetra dýpi. Grjótárvatn er innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla, sem nær alla leið vestur frá Berserkjahrauni austur að Grábrók í Norðurárdal. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að skjálftavirknin, sem hófst 2021, hafi tekið ákveðna stefnu í ágúst síðastliðnum og hafi sótt í sig veðrið að undanförnu. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum,“ segir Páll. Taki ekki langan tíma að koma upp Jarðskjálftarnir hafa allir átt upptök sín á um 15 til 20 kílómetra dýpi. „Skjálftar á því dýpi tákna yfirleitt að það sé kvika sem veldur þeim. Það er kvika á hreyfingu og það verða örar spennubreytingar. Þá bregst jarðskorpan við með því að brotna,“ segir Páll. „Þetta er hins vegar ekkert rosalega mikið dýpi þannig að kvikan getur átt leið til yfirborðs á tiltölulega stuttum tíma ef atburðarrásin tekur þá stefnu.“ Ekki sé ólíklegt að þetta leiði að lokum til eldvirkni á svæðinu en vel geti verið að virknin lognist út af. Páll segir að ef gjósi á svæðinu sé líklegast að það verði lítið og meinlaust gos. „Það er ekki verið að tala um neinar stórhamfarir þó þarna verði gos. Sérstaklega ekki vegna þess að þetta svæði sem er núna virkt er í fjalllendi fyrir ofan Mýrar. Það er engin byggð beint ofan í þessu. Þannig að jafnvel þó verði eitthvað hraunrennsli frá gosi af þessum stað er ólíklegt að það valdi verulegu tjóni,“ segir Páll. Skjálftavirkni í Bárðarbungu endi í gosi Einnig hefur mælst skjálftavirkni í Bárðarbungu og mældust tveir stórir skjálftar þar í nótt, 4,1 og 4,3 að stærð. Reglulega hafa mælst stórir skjálftar við Bárðabungu undanfarin ár, í raun allt frá 2015 eftir eldgosið í Holuhrauni. „Bárðarbunga seig þá, á meðan á því stóð, um eina 65 metra og þetta sig fór að snúast við strax 2015. Botninn á Bárðarbunguöskjunni hefur verið að rísa síðan þá og þar hefur verið aukning í skjálftavirkni síðasta árið og þar hafa komið upp nokkrir skjálftar af stærðinni fimm síðasta árið,“ segir Páll. „Það er partur af miklu dramatískari atburðarrás sem að lokum mun nokkuð örugglega leiða til eldgoss og það er ekki kannski alveg yfirvofandi á næstu mánuðum eða árum.“
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35 Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52
Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35
Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28