Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Lovísa Arnardóttir skrifar 14. apríl 2025 14:00 Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni. Aðsend Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni, segir að með örfáum einföldum skrefum, eins og að virkja öryggiskerfið og ganga vel frá heimilinu, geti fólk notið páskafrísins áhyggjulaust. Best sé að bíða með tásumyndirnar þar til fólk kemur heim og læsa verðmæti inni og taka myndir af þeim. „Þegar farið er í frí er mikilvægt að tryggja öryggi heimilisins og huga bæði að forvörnum og hollráðum gegn innbrotum. Það er mikilvægt að læsa öllum hurðum og gluggum og tryggja að læsingarnar séu sterkar og í lagi. Mikilvægt er að geyma verðmæta hluti eins og hjól og tæki í læstum geymslum. Innandyra ættu dýrir hlutir ekki að vera í augsýn og jafnvel gardínur dregnar niður,“ segir Sverrir. Hvað varðar sérlega verðmæta hluti eins og skartgripi, úr og safngripi segir hann best að læsa inn í sérstökum verðmætaskápum. „Það er gott að gera nágrönnum viðvart um lengri fjarveru og biðja þá um að hafa augun opin fyrir óvenjulegum mannaferðum og láta þá fjarlægja póst og blöð úr póstkassanum. Innbrotsþjófar hafa oft auga með húsum áður en þeir ráðast til atlögu. Þeir geta jafnvel bankað upp á eða hringt dyrabjöllunni undir því yfirskini að vera að leita að einhverjum,“ segir Sverrir Ingi. Sverrir Ingi fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Þar fór hann yfir það til dæmis að gott sé að láta kerfin sem til eru vinna með manni. Að vera með öryggiskerfi sem er stillt upp með tímastýringum á ljósum til dæmis. Þá sagði hann líka gott að láta nágranna vita. Sverrir segir það líka góða reglu að auglýsa ekki ferðalagið á opnum samfélagsmiðlum. „Ekki birta kannski tásumyndirnar meðan þú ert á Tene, frekar að bíða með þær þar til þú kemur heim,“ segir Sverrir. Deila frekar í lokuðum hóp Ef fólk ætlar að birta eitthvað að passa þá að það sé í lokuðum hóp frekar en að deila því með öllum. „Það þurfa ekki allir að vita að þú sért einhvers staðar í burtu. Það má bíða í viku.“ „Það er líka gott að setja upp hreyfiskynjara og útiljós sem kvikna við hreyfingu, sérstaklega í bakgarði.“ Hann segir meiri líkur á innbrotum þegar margir eru í fríi og það sama eigi um einbýli og fjölbýlishús. „Við höfum séð dæmi um að ákveðin hverfi séu tekin fyrir eða ákveðin hús.“ Sverrir Ingi segir ekki endilega betra að læsa öllum herbergjum. Það geti valdið meiri skemmdum sé brotist inn. Vísir/Vilhelm Hann segir gott að vera með verðmætaskáp boltaðan niður, sé fólk með mikil verðmæti. Auk þess sé gott að taka myndir af þeim. Hann segir ekki endilega betra að læsa hverju herbergi fyrir sig. Sé brotist inn auki það frekar líkurnar á meiri skemmdum. Mikilvægt að virkja næturstillingu Sverrir Ingi undirstrikar mikilvægi öryggiskerfa til að draga úr hættu á innbrotum. „Með öryggiskerfum og eftirlitsmyndavélum er hægt að fá rauntímaviðvaranir og fylgjast með heimilinu í gegnum app. Það eykur klárlega öryggi heimilisins að virkja næturstillingu öryggiskerfisins á meðan sofið er og setja það á vörð þegar heimilið er yfirgefið,“ segir hann og bætir við að það sé mikilvægt að allt heimilisfólkið kunni að nota öryggiskerfið og hafi aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. „Það er einnig mikilvægt ef fólk er með öryggiskerfi að það sé tengt vaktmiðstöð sem bregst við boðum. Við erum á vaktinni allan sólarhringinn, vöktum viðvaranir frá öryggiskerfum og bregðumst umsvifalaust við boðum,“ segir hann að lokum. Páskar Lögreglumál Bítið Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
„Þegar farið er í frí er mikilvægt að tryggja öryggi heimilisins og huga bæði að forvörnum og hollráðum gegn innbrotum. Það er mikilvægt að læsa öllum hurðum og gluggum og tryggja að læsingarnar séu sterkar og í lagi. Mikilvægt er að geyma verðmæta hluti eins og hjól og tæki í læstum geymslum. Innandyra ættu dýrir hlutir ekki að vera í augsýn og jafnvel gardínur dregnar niður,“ segir Sverrir. Hvað varðar sérlega verðmæta hluti eins og skartgripi, úr og safngripi segir hann best að læsa inn í sérstökum verðmætaskápum. „Það er gott að gera nágrönnum viðvart um lengri fjarveru og biðja þá um að hafa augun opin fyrir óvenjulegum mannaferðum og láta þá fjarlægja póst og blöð úr póstkassanum. Innbrotsþjófar hafa oft auga með húsum áður en þeir ráðast til atlögu. Þeir geta jafnvel bankað upp á eða hringt dyrabjöllunni undir því yfirskini að vera að leita að einhverjum,“ segir Sverrir Ingi. Sverrir Ingi fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Þar fór hann yfir það til dæmis að gott sé að láta kerfin sem til eru vinna með manni. Að vera með öryggiskerfi sem er stillt upp með tímastýringum á ljósum til dæmis. Þá sagði hann líka gott að láta nágranna vita. Sverrir segir það líka góða reglu að auglýsa ekki ferðalagið á opnum samfélagsmiðlum. „Ekki birta kannski tásumyndirnar meðan þú ert á Tene, frekar að bíða með þær þar til þú kemur heim,“ segir Sverrir. Deila frekar í lokuðum hóp Ef fólk ætlar að birta eitthvað að passa þá að það sé í lokuðum hóp frekar en að deila því með öllum. „Það þurfa ekki allir að vita að þú sért einhvers staðar í burtu. Það má bíða í viku.“ „Það er líka gott að setja upp hreyfiskynjara og útiljós sem kvikna við hreyfingu, sérstaklega í bakgarði.“ Hann segir meiri líkur á innbrotum þegar margir eru í fríi og það sama eigi um einbýli og fjölbýlishús. „Við höfum séð dæmi um að ákveðin hverfi séu tekin fyrir eða ákveðin hús.“ Sverrir Ingi segir ekki endilega betra að læsa öllum herbergjum. Það geti valdið meiri skemmdum sé brotist inn. Vísir/Vilhelm Hann segir gott að vera með verðmætaskáp boltaðan niður, sé fólk með mikil verðmæti. Auk þess sé gott að taka myndir af þeim. Hann segir ekki endilega betra að læsa hverju herbergi fyrir sig. Sé brotist inn auki það frekar líkurnar á meiri skemmdum. Mikilvægt að virkja næturstillingu Sverrir Ingi undirstrikar mikilvægi öryggiskerfa til að draga úr hættu á innbrotum. „Með öryggiskerfum og eftirlitsmyndavélum er hægt að fá rauntímaviðvaranir og fylgjast með heimilinu í gegnum app. Það eykur klárlega öryggi heimilisins að virkja næturstillingu öryggiskerfisins á meðan sofið er og setja það á vörð þegar heimilið er yfirgefið,“ segir hann og bætir við að það sé mikilvægt að allt heimilisfólkið kunni að nota öryggiskerfið og hafi aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. „Það er einnig mikilvægt ef fólk er með öryggiskerfi að það sé tengt vaktmiðstöð sem bregst við boðum. Við erum á vaktinni allan sólarhringinn, vöktum viðvaranir frá öryggiskerfum og bregðumst umsvifalaust við boðum,“ segir hann að lokum.
Páskar Lögreglumál Bítið Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira