Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2025 13:48 Vetrarfærð verður líklega á fjallvegum í hríðarveðri sem gengur yfir landið. Vísir/Vilhelm Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir veður geta spillt færð víða þar til á morgun. „Það er hríðarveður sem gengur yfir Norðurland. Þetta er nú sennilega fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði, svona ekta hríðarveður. En sem betur fer eru aðrar aðstæður hagstæðar, mestallan snjó hafði tekið upp og það er ekki lengur frost í vegi. En engu að síður, sérstaklega í kvöld eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur og í nótt þá er hætt við því að vegir, sérstaklega fjallvegir teppist,“ segir Einar. Hann nefnir sem dæmi Mývatns- og Möðrdalsöræfin, Þverárfjall og Vatnsskarð auk fjallvega vestur á fjörðum þar sem vetrarástand er einna helst á Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði. „Það þarf að huga að því fyrir þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að bíða ekki með það fram yfir myrkur. Eins er norðanáttin það hvöss í fyrramálið að það má gera ráð fyrir því að það verði vindkviður snarpar á sunnanverðu Snæfellsnesi.“ Einar gerir ráð fyrir að veðrið muni ganga yfir hægt og rólega með morgundeginum. „En það er ennþá hríðarhraglandi í honum fram í dymbilvikuna, alveg fram á skírdag. Það skiptir miklu núna að það er þá kominn nýr snjór sem getur farið af stað og skafið og vetrarástand að nýju.“ Er eitthvað hægt að segja til um páskaveðrið, hvernig er útlitið þá? „Það lítur út fyrir að þessi norðanátt gangi niður um páskana og fyrir páskana. Nú er spáð bara ágætasta veðri, ekta páskaveðri með svölu veðri en hæglátu. Sól á daginn en næturfrost,“ svarar Einar. Veður Færð á vegum Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir veður geta spillt færð víða þar til á morgun. „Það er hríðarveður sem gengur yfir Norðurland. Þetta er nú sennilega fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði, svona ekta hríðarveður. En sem betur fer eru aðrar aðstæður hagstæðar, mestallan snjó hafði tekið upp og það er ekki lengur frost í vegi. En engu að síður, sérstaklega í kvöld eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur og í nótt þá er hætt við því að vegir, sérstaklega fjallvegir teppist,“ segir Einar. Hann nefnir sem dæmi Mývatns- og Möðrdalsöræfin, Þverárfjall og Vatnsskarð auk fjallvega vestur á fjörðum þar sem vetrarástand er einna helst á Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði. „Það þarf að huga að því fyrir þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að bíða ekki með það fram yfir myrkur. Eins er norðanáttin það hvöss í fyrramálið að það má gera ráð fyrir því að það verði vindkviður snarpar á sunnanverðu Snæfellsnesi.“ Einar gerir ráð fyrir að veðrið muni ganga yfir hægt og rólega með morgundeginum. „En það er ennþá hríðarhraglandi í honum fram í dymbilvikuna, alveg fram á skírdag. Það skiptir miklu núna að það er þá kominn nýr snjór sem getur farið af stað og skafið og vetrarástand að nýju.“ Er eitthvað hægt að segja til um páskaveðrið, hvernig er útlitið þá? „Það lítur út fyrir að þessi norðanátt gangi niður um páskana og fyrir páskana. Nú er spáð bara ágætasta veðri, ekta páskaveðri með svölu veðri en hæglátu. Sól á daginn en næturfrost,“ svarar Einar.
Veður Færð á vegum Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira