Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2025 14:04 Hér er dreifarinn frá Fögrusteinum í Hrunamannahreppi, sem sér um að dreifa seyrunni á landgræðslusvæði með mjög góðum árangri. Myndin var tekin síðasta sumar. Aðsend Um þúsund tonn af seyru frá sveitarfélögum og sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu er nýtt til uppgræðslustarfa með góðum árangri. Á sama tíma er fólk hvatt til að henda alls ekki blauttuskum, tannþráðum eða munnpúðum í salerni. Seyruverkefnið svokallaða er rekið undir byggðasamlaginu Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita á Laugarvatni, sem sér um að halda utan um verkefnið, sem felst í móttöku á seyru, annast hreinsun á rotþróm og sjá um rekstur verkefnisins frá A til Ö. Sveitarfélögin, sem taka þátt eru Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Auk þess tekur Landgræðslan og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þátt í verkefninu. Nanna Jónsdóttir skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita heldur utan um seyruverkefnið og veit allt um það. „Við sem sagt sjáum um annars vegar hreinsun á rotþróm. Við erum að taka sumarhúsa rotþrær á fimm ára fresti og heimili og aðrar þrær á þriggja ára fresti. Við förum svo með efnið, sem sagt úr þrónum upp á Flúðir þar sem við erum með vinnslustöð og þar er seyran kölkuð,” segir Nanna. Eftir það er henni safnað saman í sérstakan dreifarabíl, sem fer með afurðina á afrétt í sérstaka landgræðslugirðingu þar sem seyrunni er dreift og hún nýtt til uppgræðslu með góðum árangri. Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita, sem heldur utan um seyruverkefnið af mikilli röggsemi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er þetta að virka vel til uppgræðslu, kúkur og piss og allt það eða hvað? „Heyrðu, þetta er að koma það vel út og okkur vantar nýtt svæði til að dreifa á og já, þetta er að skila mjög góðum árangri,” segir Nanna. En það eru alltaf einhver vandamál, sem fylgja verkefnum eins og seyruverkefninu því margir virðast nota klósettin sín, sem ruslatunnu. „Já, við þurfum alveg að fara í átak þar sameiginlega á landsvísu. Það er allt of mikið um blauttuskur til dæmis og tannþráð, fólk er að setja það og síðan eru það þessir púðar, sem er verið að nota. Þetta eru hlutir, sem mega alls ekki fara ofan í salerni,” segir Nanna, „Seyrustjóri“ uppsveita Árnessýslu. Bíll á Seyrustöðum á Flúðum þar sem móttakan á seyru er.Aðsend Hér má m.a. sjá upplýsingar um verkefnið Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Seyruverkefnið svokallaða er rekið undir byggðasamlaginu Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita á Laugarvatni, sem sér um að halda utan um verkefnið, sem felst í móttöku á seyru, annast hreinsun á rotþróm og sjá um rekstur verkefnisins frá A til Ö. Sveitarfélögin, sem taka þátt eru Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Auk þess tekur Landgræðslan og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þátt í verkefninu. Nanna Jónsdóttir skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita heldur utan um seyruverkefnið og veit allt um það. „Við sem sagt sjáum um annars vegar hreinsun á rotþróm. Við erum að taka sumarhúsa rotþrær á fimm ára fresti og heimili og aðrar þrær á þriggja ára fresti. Við förum svo með efnið, sem sagt úr þrónum upp á Flúðir þar sem við erum með vinnslustöð og þar er seyran kölkuð,” segir Nanna. Eftir það er henni safnað saman í sérstakan dreifarabíl, sem fer með afurðina á afrétt í sérstaka landgræðslugirðingu þar sem seyrunni er dreift og hún nýtt til uppgræðslu með góðum árangri. Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita, sem heldur utan um seyruverkefnið af mikilli röggsemi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er þetta að virka vel til uppgræðslu, kúkur og piss og allt það eða hvað? „Heyrðu, þetta er að koma það vel út og okkur vantar nýtt svæði til að dreifa á og já, þetta er að skila mjög góðum árangri,” segir Nanna. En það eru alltaf einhver vandamál, sem fylgja verkefnum eins og seyruverkefninu því margir virðast nota klósettin sín, sem ruslatunnu. „Já, við þurfum alveg að fara í átak þar sameiginlega á landsvísu. Það er allt of mikið um blauttuskur til dæmis og tannþráð, fólk er að setja það og síðan eru það þessir púðar, sem er verið að nota. Þetta eru hlutir, sem mega alls ekki fara ofan í salerni,” segir Nanna, „Seyrustjóri“ uppsveita Árnessýslu. Bíll á Seyrustöðum á Flúðum þar sem móttakan á seyru er.Aðsend Hér má m.a. sjá upplýsingar um verkefnið
Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira