Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 12. apríl 2025 20:39 Hér má sjá verk merkt Nínu Tryggvadóttur en um er að ræða falsaðar áritanir. Stöð 2 Ný sýning var opnuð í Listasafni Íslands í dag undir titlinum Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir. Þar eru fölsuð verk í sviðsljósinu og er hægt að bera þau saman við upprunaleg verk. Bæði verk fölsuð frá grunni og verk með falsaðri áritun. Til að mynda eru fjögur verk merkt Nínu Tryggvadóttur til sýnis en um er að ræða falsaðir áritanir og eru verkin eftir þrjá danska höfunda. Sýningin sé afrakstur rannsóknar á fölsuðum verkum í vörslu listasafnsins. Verkin berast safninu gjarnan sem gjafir en tvö þeirra voru keypt á uppboði. „Við erum með hérna níu sögur sem við erum að segja. Ólíkar sögur þar sem að koma mismunandi listamenn við sögu,“ segir Dagný Heiðdal, skráningarstjóri Listasafns Íslands. Hugmyndin að sýningunni hafi kviknað þegar falsanir og eftirlíkingar gerðu vart við sig á markaðnum hér á landi og í Danmörku fyrir rúmum tveimur árum. „Þetta var eitt af því sem við sáum að við gætum gert hérna á safninu. Að hafa þessa sýningu og veita almenningi færi á að skilja hvernig þetta er gert og varast falsanir í kjölfarið,“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands. „Svo er náttúrulega líka verið að ráðast að orðspori listamannanna. Svo þetta er vont fyrir almenning en líka fyrir listina.“ Á sýningunni geti fólk kynnt sér hverju skuli horfa eftir og hverju eigi að spyrja að við kaup, sem sé mikilvægt að mati safnstjórans þó að sumir telji framtakið gagnrýnisvert „Það voru ekkert allir sammála því að halda sýningu á fölsuðum verkum og fannst að Listasafn Íslands ætti að verja tíma sínum í að sýna alvöru myndlist,“ segir Ingibjörg. „En okkur fannst það mikilvægt og þetta væri eitt af því fáa sem hægt er að gera. Það er að uppfræða almenning. Fjalla um þetta og horfast í augu við vandann.“ Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira
Til að mynda eru fjögur verk merkt Nínu Tryggvadóttur til sýnis en um er að ræða falsaðir áritanir og eru verkin eftir þrjá danska höfunda. Sýningin sé afrakstur rannsóknar á fölsuðum verkum í vörslu listasafnsins. Verkin berast safninu gjarnan sem gjafir en tvö þeirra voru keypt á uppboði. „Við erum með hérna níu sögur sem við erum að segja. Ólíkar sögur þar sem að koma mismunandi listamenn við sögu,“ segir Dagný Heiðdal, skráningarstjóri Listasafns Íslands. Hugmyndin að sýningunni hafi kviknað þegar falsanir og eftirlíkingar gerðu vart við sig á markaðnum hér á landi og í Danmörku fyrir rúmum tveimur árum. „Þetta var eitt af því sem við sáum að við gætum gert hérna á safninu. Að hafa þessa sýningu og veita almenningi færi á að skilja hvernig þetta er gert og varast falsanir í kjölfarið,“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands. „Svo er náttúrulega líka verið að ráðast að orðspori listamannanna. Svo þetta er vont fyrir almenning en líka fyrir listina.“ Á sýningunni geti fólk kynnt sér hverju skuli horfa eftir og hverju eigi að spyrja að við kaup, sem sé mikilvægt að mati safnstjórans þó að sumir telji framtakið gagnrýnisvert „Það voru ekkert allir sammála því að halda sýningu á fölsuðum verkum og fannst að Listasafn Íslands ætti að verja tíma sínum í að sýna alvöru myndlist,“ segir Ingibjörg. „En okkur fannst það mikilvægt og þetta væri eitt af því fáa sem hægt er að gera. Það er að uppfræða almenning. Fjalla um þetta og horfast í augu við vandann.“
Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira