Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Jón Þór Stefánsson skrifar 11. apríl 2025 11:27 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á myrku dansgólfi á balli á Vesturlandi árið 2023. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað mann af ákæru um líkamsárás. Honum var gefið að sök að slá annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu. Sá sem varð fyrir högginu fékk gler í auga og varð fyrir varanlegri sjónskerðingu. Dómurinn taldi manninn hafðan fyrir rangri sök. Atvikið sem málið varðar átti sér stað á balli á Vesturlandi árið 2023. „Hann fékk skurði á efra og neðra augnlok, horn himna augans skarst í sundur, lithimna augans skaddaðist á stóru svæði og hann varð fyrir skerðingu á sjón,“ segir í ákæru um áverkann á auganu. Í dómi héraðsdóms segir að það verði að hafa í huga að atvikið hafi átt sér stað á myrku dansgólfi þar sem margir voru og óljósar stympingar urðu. Dómurinn segir að hægt sé að slá því á föstu að maðurinn sem varð fyrir sjónskerðingunni og einhverjir aðrir hefðu átt í átökum áður en meint árás átti sér stað. Slagsmál á balli Fyrir dómi sagði sá sem varð fyrir sjónskerðingunni að umrætt kvöld hefði hann ýtt manni sem hefði reynt að skalla vin hans. Þá hefði sá grunaði reynt að kýla hann í andlitið. Hann sagðist þó ekki hafa séð höggið kom og ekki vitað með vissu hver veitti það fyrr en eftirá. Hann lýsti þó manninum sem var ákærður sem geranda. Hinn grunaði viðurkenndi fyrir dómi að hafa veitt manninum högg, en var skýr um það að það hefði lent á öxl mannsins, eða rétt fyrir ofan. Aðrir hefðu hins vegar veitt fleiri högg. Hann taldi höggið sitt ekki hafa valdið áverkanum. Það var mat dómsins að framburður meints árásarmanns hefði verið trúverðugur og fengi stoð í öðrum gögnum málsins. Í dómnum segir að enginn framburður, hvorki þess sem varð fyrir árásinni né annarra vitna, sé á þá leið að hinn grunaði hefði veitt höggið sem um ræður. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Lýsing um aflitað hár og eldingarbuxur passi ekki Tvö vitni lýstu árásarmanninum sem grönnum manni með ljóst aflitað hár. Þá hefði hann verið í buxum með eldingarmyndstri. Annað vitni sagðist ekki viss um hvort hinn grunaði eða enn annar maður, sem verður hér eftir kallaður þriðji maðurinn, hefði framið árásina. Hann sagði fyrir dómi að hann teldi framburð sinn hjá lögreglu áreiðanlegri, en þá sagðist hann hafa séð þriðja manninn lyfta hægri hendi á loft og kýla manninn með krepptum hnefa í augað. Hann greindi frá nafni þriðja mannsins og sagði hann hafa vera grannvaxinn og með aflitað ljóst hár. Í dómnum segir að sú lýsing passi ekki við hinn grunaða. Fyrir liggi upptaka frá kvöldinu sem sýndi grunaða manninn umrætt kvöld. Enn annað vitni sagði ómögulegt að hinn grunaði hefði kýlt manninn miðað við staðsetningu hans í átökunum. Dómurinn taldi ekki sannað að grunaði maðurinn hefði gerst sekur um árásina og sýknaði hann þar af leiðandi. Dómsmál Næturlíf Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á balli á Vesturlandi árið 2023. „Hann fékk skurði á efra og neðra augnlok, horn himna augans skarst í sundur, lithimna augans skaddaðist á stóru svæði og hann varð fyrir skerðingu á sjón,“ segir í ákæru um áverkann á auganu. Í dómi héraðsdóms segir að það verði að hafa í huga að atvikið hafi átt sér stað á myrku dansgólfi þar sem margir voru og óljósar stympingar urðu. Dómurinn segir að hægt sé að slá því á föstu að maðurinn sem varð fyrir sjónskerðingunni og einhverjir aðrir hefðu átt í átökum áður en meint árás átti sér stað. Slagsmál á balli Fyrir dómi sagði sá sem varð fyrir sjónskerðingunni að umrætt kvöld hefði hann ýtt manni sem hefði reynt að skalla vin hans. Þá hefði sá grunaði reynt að kýla hann í andlitið. Hann sagðist þó ekki hafa séð höggið kom og ekki vitað með vissu hver veitti það fyrr en eftirá. Hann lýsti þó manninum sem var ákærður sem geranda. Hinn grunaði viðurkenndi fyrir dómi að hafa veitt manninum högg, en var skýr um það að það hefði lent á öxl mannsins, eða rétt fyrir ofan. Aðrir hefðu hins vegar veitt fleiri högg. Hann taldi höggið sitt ekki hafa valdið áverkanum. Það var mat dómsins að framburður meints árásarmanns hefði verið trúverðugur og fengi stoð í öðrum gögnum málsins. Í dómnum segir að enginn framburður, hvorki þess sem varð fyrir árásinni né annarra vitna, sé á þá leið að hinn grunaði hefði veitt höggið sem um ræður. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Lýsing um aflitað hár og eldingarbuxur passi ekki Tvö vitni lýstu árásarmanninum sem grönnum manni með ljóst aflitað hár. Þá hefði hann verið í buxum með eldingarmyndstri. Annað vitni sagðist ekki viss um hvort hinn grunaði eða enn annar maður, sem verður hér eftir kallaður þriðji maðurinn, hefði framið árásina. Hann sagði fyrir dómi að hann teldi framburð sinn hjá lögreglu áreiðanlegri, en þá sagðist hann hafa séð þriðja manninn lyfta hægri hendi á loft og kýla manninn með krepptum hnefa í augað. Hann greindi frá nafni þriðja mannsins og sagði hann hafa vera grannvaxinn og með aflitað ljóst hár. Í dómnum segir að sú lýsing passi ekki við hinn grunaða. Fyrir liggi upptaka frá kvöldinu sem sýndi grunaða manninn umrætt kvöld. Enn annað vitni sagði ómögulegt að hinn grunaði hefði kýlt manninn miðað við staðsetningu hans í átökunum. Dómurinn taldi ekki sannað að grunaði maðurinn hefði gerst sekur um árásina og sýknaði hann þar af leiðandi.
Dómsmál Næturlíf Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira