Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 14:23 Uppbyggingin myndi fela í sér mikla breytingu fyrir svæðið. Nordic Office of Architecture/Já Fjögurra til fimm hæða fjölbýlishús mun rísa í stað bensínstöðvar og matsölustaðar við Birkimel í Reykjavík ef deiliskipulagsbreyting nær fram að ganga. Í tillögunni er gert ráð fyrir 42 íbúðum af ýmsum stærðum á reitnum. Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast niður úr norðri til suðurs, úr fimm hæðum í fjórar. Húsið yrði hæst 19,1 metri að hæð að norðanverðu og lægst 12,1 metri næst Hagatorgi. Þá verða miðlægir þakgarðar á húsinu opnir öllum íbúum. Í breytingartillögu á deiliskipulagi sem var lögð fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær er lóðinni breytt úr þjónustulóð í íbúalóð, með þjónustu á hluta jarðhæðar. Þá er leyfilegt byggingamagn aukið. Þetta samræmist samkomulagi sem Reykjavíkurborg hafði áður gert við olíufélög um fækkun bensínstöðva í borginni. Tölvumyndir Nordic Office of Architecture sem finna má í kynningargögnum Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg Bílalyfta og mun fleiri hjólastæði „Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast og hliðrast til meðfram Birkimel. Þökin eru marghalla og mynda óreglulega samhverfu sem byggir undir fjölbreytta upplifun, allt undir mismunandi horfi vegfarenda,“ segir í kynningu. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á lóðinni og einu stæði fyrir deilibíl. Samtals verði sex bílastæði innan lóðar í bílakjallara með bílalyftu og þar af þrjú stæði til almennra nota fyrir íbúa. Í greinargerð segir að samkomulag um annars konar bílastæðafyrirkomulag velti á framtíðaráformum innan næsta nágrennis, þar á meðal um byggingu bílastæðahúss. Gert er ráð fyrir minnst 100 hjólastæðum innan lóðar, þar af 84 innan byggingar. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að auglýsa umrædda deiliskipulagstillögu og vísa henni til borgarráðs. Reykjavík Skipulag Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Í tillögunni er gert ráð fyrir 42 íbúðum af ýmsum stærðum á reitnum. Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast niður úr norðri til suðurs, úr fimm hæðum í fjórar. Húsið yrði hæst 19,1 metri að hæð að norðanverðu og lægst 12,1 metri næst Hagatorgi. Þá verða miðlægir þakgarðar á húsinu opnir öllum íbúum. Í breytingartillögu á deiliskipulagi sem var lögð fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær er lóðinni breytt úr þjónustulóð í íbúalóð, með þjónustu á hluta jarðhæðar. Þá er leyfilegt byggingamagn aukið. Þetta samræmist samkomulagi sem Reykjavíkurborg hafði áður gert við olíufélög um fækkun bensínstöðva í borginni. Tölvumyndir Nordic Office of Architecture sem finna má í kynningargögnum Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg Bílalyfta og mun fleiri hjólastæði „Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast og hliðrast til meðfram Birkimel. Þökin eru marghalla og mynda óreglulega samhverfu sem byggir undir fjölbreytta upplifun, allt undir mismunandi horfi vegfarenda,“ segir í kynningu. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á lóðinni og einu stæði fyrir deilibíl. Samtals verði sex bílastæði innan lóðar í bílakjallara með bílalyftu og þar af þrjú stæði til almennra nota fyrir íbúa. Í greinargerð segir að samkomulag um annars konar bílastæðafyrirkomulag velti á framtíðaráformum innan næsta nágrennis, þar á meðal um byggingu bílastæðahúss. Gert er ráð fyrir minnst 100 hjólastæðum innan lóðar, þar af 84 innan byggingar. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að auglýsa umrædda deiliskipulagstillögu og vísa henni til borgarráðs.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira