Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 20:42 Sálfræðingurinn Briony og táningurinn Jamie takast á í þriðja þætti Adolescence sem má kalla krúnudjásn seríunnar. Netflix Viðræður eru hafnar á milli Plan B Entertainment, framleiðslufyrirtækis Brads Pitt, og leikstjórans Philip Barantini um það sem gæti orðið önnur þáttaröð af geysivinsælu framhaldsþáttaröðinni Adolescence. Þættirnir Adolescence voru frumsýndir á Netflix um miðjan síðasta mánuð og urðu samstundis vinsælustu þættir veitunnar. Mikið umtal skapaðist í kringum þættina, sérstaklega um snjallsímanotkun barna og þann dulda heim sem birtist á samfélagsmiðlum barna sem foreldrar hafa jafnvel enga hugmynd um. Forstjórar Plan B, Dede Gardner og Jeremy Kleiner, sögðu við miðilinn Deadline að þau væru byrjuð að ræða við leikstjórann Philip Barantini um „næstu útgáfu“ þáttanna. Þar sagði Gardner að þau væru að hugsa hvernig hægt væri að „víkka ljósopið, halda tryggð við erfðaefni þeirra og ekki vera endurtekningarsöm.“ Hún vildi þó ekkert gefa frekar upp um áætlanir framleiðslufyrirtæksins, hvorki hvort þættirnir yrðu beint framhald fyrstu þáttaraðarinnar eða myndu vera sjálfstætt framhald. Kleiner sagðist vona að Jack Thorne, handritshöfundur fyrstu þáttaraðarinnar, og Stephen Graham, meðhöfundur þeirra og einn aðalleikaranna, myndu vera með í framhaldinu. Gagnrýnandi Vísi fjallaði um Adolescence fyrir skömmu og gaf þáttunum fullt hús. Landlæknir lagðist gegn sýningu í skólum Nýlega var ákveðið í Bretlandi að Adolescence yrðu sýndur í grunnskólum til að efla forvarnir og auka meðvitund. Hérlendis lagðist Landlæknir gegn þeirri hugmynd þar sem það teldist ekki gagnleg forvörn. Nálgunin hefði ekki verið gagnreynd, kennarar væru ekki í stakk búnir til að takast á við viðbrögð sem gætu vaknað og það að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmdist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Ótti, skömm og sjokk myndu heldur ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hefðu endurtekið sýnt að slíkar aðferðir væru ekki gagnlegar og gætu valdið skaða. Bretland Hollywood Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þættirnir Adolescence voru frumsýndir á Netflix um miðjan síðasta mánuð og urðu samstundis vinsælustu þættir veitunnar. Mikið umtal skapaðist í kringum þættina, sérstaklega um snjallsímanotkun barna og þann dulda heim sem birtist á samfélagsmiðlum barna sem foreldrar hafa jafnvel enga hugmynd um. Forstjórar Plan B, Dede Gardner og Jeremy Kleiner, sögðu við miðilinn Deadline að þau væru byrjuð að ræða við leikstjórann Philip Barantini um „næstu útgáfu“ þáttanna. Þar sagði Gardner að þau væru að hugsa hvernig hægt væri að „víkka ljósopið, halda tryggð við erfðaefni þeirra og ekki vera endurtekningarsöm.“ Hún vildi þó ekkert gefa frekar upp um áætlanir framleiðslufyrirtæksins, hvorki hvort þættirnir yrðu beint framhald fyrstu þáttaraðarinnar eða myndu vera sjálfstætt framhald. Kleiner sagðist vona að Jack Thorne, handritshöfundur fyrstu þáttaraðarinnar, og Stephen Graham, meðhöfundur þeirra og einn aðalleikaranna, myndu vera með í framhaldinu. Gagnrýnandi Vísi fjallaði um Adolescence fyrir skömmu og gaf þáttunum fullt hús. Landlæknir lagðist gegn sýningu í skólum Nýlega var ákveðið í Bretlandi að Adolescence yrðu sýndur í grunnskólum til að efla forvarnir og auka meðvitund. Hérlendis lagðist Landlæknir gegn þeirri hugmynd þar sem það teldist ekki gagnleg forvörn. Nálgunin hefði ekki verið gagnreynd, kennarar væru ekki í stakk búnir til að takast á við viðbrögð sem gætu vaknað og það að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmdist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Ótti, skömm og sjokk myndu heldur ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hefðu endurtekið sýnt að slíkar aðferðir væru ekki gagnlegar og gætu valdið skaða.
Bretland Hollywood Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira