„Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 11:09 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun segir Félag atvinnurekenda á villigötum og hafnar með öllu „tilhæfulausum aðdróttunum“ félagsins í garð Ríkisendurskoðunar um vanhæfi þeirra til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðun hafnar því jafnframt í tilkynningu að embættið hafi villt um fyrir Alþingi í mars í fyrra þegar birtar voru niðurstöður frumathugunar á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem þessu var haldið fram. Ríkisendurskoðun segir í tilkynningu sinni að þau hafi ekki fengið afrit af þessu bréfi eða félagið verið í samskiptum við embættið vegna málsins. „Er hér um að ræða endurtekið efni af hálfu félagsins eftir birtingu frumathugunarinnar án þess að það hafi með nokkrum hætti leitast við að rökstyðja endurteknar dylgjur sínar eða afla skýringa sem varða hlutverk eða stjórnsýslu Ríkisendurskoðunar,“ segir í tilkynningunni. ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekandaVísir/Vilhelm Embættið segir niðurstöður sínar úr frumathugun á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019 skýrar og standa óhaggaðar. Í niðurstöðunum hafi komið fram að margar af þeim spurningum sem komu fram í úttektarbeiðni Alþingis hafi ekki lútið að lögbundnu hlutverki og verksviði embættisins auk þess sem margar spurninganna hafi þegar fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Sjá einnig: Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm „Það er alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi, en hann er trúnaðarmaður þess að lögum og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Samkvæmt lögum er ríkisendurskoðandi endurskoðandi Íslandspósts ohf. Athugun og endurskoðun á réttleika rekstrarupplýsinga er lögbundið hlutverk embættisins og skapar því ekki vanhæfi í störfum sínum. Eins og dæmin sanna geta vissulega fylgt opinberum rekstri álitamál sem takast á við hinar ýmsu skoðanir og viðskiptalega hagsmuni á markaði. Við störf Ríkisendurskoðunar er horft til þess að gagnrýni beri mestan árangur ef hún er málefnaleg og vel rökstudd,“ segir að lokum. Pósturinn Félagasamtök Alþingi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ríkisendurskoðun hafnar því jafnframt í tilkynningu að embættið hafi villt um fyrir Alþingi í mars í fyrra þegar birtar voru niðurstöður frumathugunar á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem þessu var haldið fram. Ríkisendurskoðun segir í tilkynningu sinni að þau hafi ekki fengið afrit af þessu bréfi eða félagið verið í samskiptum við embættið vegna málsins. „Er hér um að ræða endurtekið efni af hálfu félagsins eftir birtingu frumathugunarinnar án þess að það hafi með nokkrum hætti leitast við að rökstyðja endurteknar dylgjur sínar eða afla skýringa sem varða hlutverk eða stjórnsýslu Ríkisendurskoðunar,“ segir í tilkynningunni. ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekandaVísir/Vilhelm Embættið segir niðurstöður sínar úr frumathugun á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019 skýrar og standa óhaggaðar. Í niðurstöðunum hafi komið fram að margar af þeim spurningum sem komu fram í úttektarbeiðni Alþingis hafi ekki lútið að lögbundnu hlutverki og verksviði embættisins auk þess sem margar spurninganna hafi þegar fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Sjá einnig: Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm „Það er alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi, en hann er trúnaðarmaður þess að lögum og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Samkvæmt lögum er ríkisendurskoðandi endurskoðandi Íslandspósts ohf. Athugun og endurskoðun á réttleika rekstrarupplýsinga er lögbundið hlutverk embættisins og skapar því ekki vanhæfi í störfum sínum. Eins og dæmin sanna geta vissulega fylgt opinberum rekstri álitamál sem takast á við hinar ýmsu skoðanir og viðskiptalega hagsmuni á markaði. Við störf Ríkisendurskoðunar er horft til þess að gagnrýni beri mestan árangur ef hún er málefnaleg og vel rökstudd,“ segir að lokum.
Pósturinn Félagasamtök Alþingi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira