„Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 11:09 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun segir Félag atvinnurekenda á villigötum og hafnar með öllu „tilhæfulausum aðdróttunum“ félagsins í garð Ríkisendurskoðunar um vanhæfi þeirra til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðun hafnar því jafnframt í tilkynningu að embættið hafi villt um fyrir Alþingi í mars í fyrra þegar birtar voru niðurstöður frumathugunar á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem þessu var haldið fram. Ríkisendurskoðun segir í tilkynningu sinni að þau hafi ekki fengið afrit af þessu bréfi eða félagið verið í samskiptum við embættið vegna málsins. „Er hér um að ræða endurtekið efni af hálfu félagsins eftir birtingu frumathugunarinnar án þess að það hafi með nokkrum hætti leitast við að rökstyðja endurteknar dylgjur sínar eða afla skýringa sem varða hlutverk eða stjórnsýslu Ríkisendurskoðunar,“ segir í tilkynningunni. ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekandaVísir/Vilhelm Embættið segir niðurstöður sínar úr frumathugun á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019 skýrar og standa óhaggaðar. Í niðurstöðunum hafi komið fram að margar af þeim spurningum sem komu fram í úttektarbeiðni Alþingis hafi ekki lútið að lögbundnu hlutverki og verksviði embættisins auk þess sem margar spurninganna hafi þegar fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Sjá einnig: Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm „Það er alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi, en hann er trúnaðarmaður þess að lögum og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Samkvæmt lögum er ríkisendurskoðandi endurskoðandi Íslandspósts ohf. Athugun og endurskoðun á réttleika rekstrarupplýsinga er lögbundið hlutverk embættisins og skapar því ekki vanhæfi í störfum sínum. Eins og dæmin sanna geta vissulega fylgt opinberum rekstri álitamál sem takast á við hinar ýmsu skoðanir og viðskiptalega hagsmuni á markaði. Við störf Ríkisendurskoðunar er horft til þess að gagnrýni beri mestan árangur ef hún er málefnaleg og vel rökstudd,“ segir að lokum. Pósturinn Félagasamtök Alþingi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ríkisendurskoðun hafnar því jafnframt í tilkynningu að embættið hafi villt um fyrir Alþingi í mars í fyrra þegar birtar voru niðurstöður frumathugunar á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem þessu var haldið fram. Ríkisendurskoðun segir í tilkynningu sinni að þau hafi ekki fengið afrit af þessu bréfi eða félagið verið í samskiptum við embættið vegna málsins. „Er hér um að ræða endurtekið efni af hálfu félagsins eftir birtingu frumathugunarinnar án þess að það hafi með nokkrum hætti leitast við að rökstyðja endurteknar dylgjur sínar eða afla skýringa sem varða hlutverk eða stjórnsýslu Ríkisendurskoðunar,“ segir í tilkynningunni. ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekandaVísir/Vilhelm Embættið segir niðurstöður sínar úr frumathugun á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019 skýrar og standa óhaggaðar. Í niðurstöðunum hafi komið fram að margar af þeim spurningum sem komu fram í úttektarbeiðni Alþingis hafi ekki lútið að lögbundnu hlutverki og verksviði embættisins auk þess sem margar spurninganna hafi þegar fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Sjá einnig: Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm „Það er alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi, en hann er trúnaðarmaður þess að lögum og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Samkvæmt lögum er ríkisendurskoðandi endurskoðandi Íslandspósts ohf. Athugun og endurskoðun á réttleika rekstrarupplýsinga er lögbundið hlutverk embættisins og skapar því ekki vanhæfi í störfum sínum. Eins og dæmin sanna geta vissulega fylgt opinberum rekstri álitamál sem takast á við hinar ýmsu skoðanir og viðskiptalega hagsmuni á markaði. Við störf Ríkisendurskoðunar er horft til þess að gagnrýni beri mestan árangur ef hún er málefnaleg og vel rökstudd,“ segir að lokum.
Pósturinn Félagasamtök Alþingi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira