„Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 07:03 Þríeykið Rakel, Auður og Viktoría settu nýverið á laggirnar fjölskyldusýninguna, Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói. Aðsend „Það er gaman að segja frá því að við urðum óléttar á svipuðum tíma en okkar listræna samstarf blómstraði á meðgöngutímanum og í fæðingarorlofinu. Krakkarnir okkar eru rúmlega tveggja ára í dag,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir, leikkona og meðlimur í sviðslistahópsins Raddbandið ásamt Auði Finnbogadóttur og Viktoríu Sigurðardóttur. Raddbandið setti nýverið upp fjölskyldusýninguna Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói, ásamt Söru Márti og Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Rakel segir að markmið sýningarinnar sé að senda mikilvæg skilaboð til allra litlu prinsanna og prinsessanna þarna úti með því að minna á mikilvægi vináttunnar, að fylgja hjartanu, elta draumana okkar og að við megum vera alls konar, okkar eigin útgáfur af prinsum og prinsessum. „Við vildum búa til sýningu sem myndi styrkja sjálfsmynd barna og sýna þeim að prinsessur geta verið svo miklu meira en bara sú sem bíður eftir því að einhver annar komi og bjargi henni. Við viljum að börn læri að fylgja eigin draumum, vera sjálfstæð og vera stolt af því sem þau eru,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Nýttu orlofið vel Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar Rakel, Auður og Viktoría voru allar óléttar á sama tíma og eyddu miklum tíma saman. „Þetta gerðist svolítið óvænt. Okkur langaði að skapa eitthvað saman og það var svo gaman að við ákváðum að fara alla leið með þetta skapandi samstarf. Það er ekki leiðinlegt að skapa með bestu vinkonum sínum,“ segir Rakel brosandi. Þær hafi síðan komist í kynni við leikstjóra sýningarinnar sem kom með hugmyndina að prinsessuhugtakinu. „Við vorum áhugasamar um að skoða hugmyndina og þegar við byrjuðum að kryfja hana vildum við skoða hana í samhengi við börnin okkar. Okkur langaði að skapa sýningu með valdeflandi skilaboðum. Prinsessur eru til staðar í öllum hluta samfélagsins og það er spennandi að skoða þær út frá femínískum sjónarhorni og tala um prinsessur á nýjan og frjálsari hátt.“ Í dag, þegar börnin þeirra eru á þriðja aldursári, segir Rakel að það sé ómetanlegt að sjá gleðina sem skín úr augum þeirra þegar þau mæta í leikhúsið. „Dóttir mín hefur farið tvisvar á sýninguna og það er svo yndislegt að sjá hvernig henni finnst hún vera prinsessa líka. Hún elskar að sjá prinsessurnar syngja og dansa og hefur verið mjög spennt fyrir vináttu þeirra,“ segir Rakel. Prinsessur eru líka fyndnar og sterkar Rakel útskýrir að þær hafi horft á prinsessurnar með femínískum augum og breyta staðalímyndinni af prinsessum sem hún ólst upp við, líkt við þekkjum öll úr hinum klassísku Disney-myndum, þar sem prinsinn kom ríðandi á hvítum hesti, vakti prinsessuna með kossi úr værum svefni og þau lifðu hamingjusömu lífi til æviloka. „Við viljum að börn læri að vera þau sjálf til að vera hamingjusöm. Prinsessur eru ekki bara fallegar, prúðar og fínar. Í okkar sýningu sjáum við prinsessur sem eru líka fyndnar, sterkar, klárar og hafa stjórn á eigin lífi,“ útskýrir Rakel. Hér að neðan smá sjá stiklu úr sýningunni. s Leikhús Börn og uppeldi Tjarnarbíó Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Raddbandið setti nýverið upp fjölskyldusýninguna Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói, ásamt Söru Márti og Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Rakel segir að markmið sýningarinnar sé að senda mikilvæg skilaboð til allra litlu prinsanna og prinsessanna þarna úti með því að minna á mikilvægi vináttunnar, að fylgja hjartanu, elta draumana okkar og að við megum vera alls konar, okkar eigin útgáfur af prinsum og prinsessum. „Við vildum búa til sýningu sem myndi styrkja sjálfsmynd barna og sýna þeim að prinsessur geta verið svo miklu meira en bara sú sem bíður eftir því að einhver annar komi og bjargi henni. Við viljum að börn læri að fylgja eigin draumum, vera sjálfstæð og vera stolt af því sem þau eru,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Nýttu orlofið vel Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar Rakel, Auður og Viktoría voru allar óléttar á sama tíma og eyddu miklum tíma saman. „Þetta gerðist svolítið óvænt. Okkur langaði að skapa eitthvað saman og það var svo gaman að við ákváðum að fara alla leið með þetta skapandi samstarf. Það er ekki leiðinlegt að skapa með bestu vinkonum sínum,“ segir Rakel brosandi. Þær hafi síðan komist í kynni við leikstjóra sýningarinnar sem kom með hugmyndina að prinsessuhugtakinu. „Við vorum áhugasamar um að skoða hugmyndina og þegar við byrjuðum að kryfja hana vildum við skoða hana í samhengi við börnin okkar. Okkur langaði að skapa sýningu með valdeflandi skilaboðum. Prinsessur eru til staðar í öllum hluta samfélagsins og það er spennandi að skoða þær út frá femínískum sjónarhorni og tala um prinsessur á nýjan og frjálsari hátt.“ Í dag, þegar börnin þeirra eru á þriðja aldursári, segir Rakel að það sé ómetanlegt að sjá gleðina sem skín úr augum þeirra þegar þau mæta í leikhúsið. „Dóttir mín hefur farið tvisvar á sýninguna og það er svo yndislegt að sjá hvernig henni finnst hún vera prinsessa líka. Hún elskar að sjá prinsessurnar syngja og dansa og hefur verið mjög spennt fyrir vináttu þeirra,“ segir Rakel. Prinsessur eru líka fyndnar og sterkar Rakel útskýrir að þær hafi horft á prinsessurnar með femínískum augum og breyta staðalímyndinni af prinsessum sem hún ólst upp við, líkt við þekkjum öll úr hinum klassísku Disney-myndum, þar sem prinsinn kom ríðandi á hvítum hesti, vakti prinsessuna með kossi úr værum svefni og þau lifðu hamingjusömu lífi til æviloka. „Við viljum að börn læri að vera þau sjálf til að vera hamingjusöm. Prinsessur eru ekki bara fallegar, prúðar og fínar. Í okkar sýningu sjáum við prinsessur sem eru líka fyndnar, sterkar, klárar og hafa stjórn á eigin lífi,“ útskýrir Rakel. Hér að neðan smá sjá stiklu úr sýningunni. s
Leikhús Börn og uppeldi Tjarnarbíó Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira