Alþingi hafi átt að vera upplýst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2025 20:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að þáverandi utanríkisráðherra hefði átt að upplýsa Alþingi um uppfærslu á varnarsamningnum við Bandaríkin. Vísir Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær kom fram að viðauki, við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, hafi verið gerður árið 2017 án þess að Alþingi hafi verið upplýst hann. Í viðaukanum, er í nítján liðum er m.a. talið upp hvaða heimildir Bandaríkjaher hefur til að athafna sig við varnir landsins. Til mynda er kveðið á um að herinn og verktakar á hans vegum hafi óhindraðan aðgang að varnarsvæðum sínum eða því sem kallað er Operating Locations. Embættismaður utanríkisráðuneytisins undirritar svo samninginn fyrir hönd Íslands. Mundi ekki eftir þessum þætti málsins Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma furðaði sig á því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að nefndin hafi ekki verið upplýst á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi utanríkisráðherra mundi ekki eftir þessu tiltekna máli í hádegisfréttum en fagnaði því að öryggis- og varnarmál væru rædd. „Ég man ekki eftir þessum þætti málsins. En það var ekki verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð,“ sagði Guðlaugur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þurfi að upplýsa Alþingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við viðaukann frá 2017 en segir mikilvægt að Alþingi sé upplýst við afgreiðslu slíkra mála. „Það þarf að gæta vel að því að upplýsa alltaf utanríkismálanefnd og Alþingi um helstu breytingar og áherslur í svona málum. Það virðist hafa skort á að utanríkismálanefnd hafi verið upplýst í þessu máli og við lærum af því,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir mikilvægt að rýna enn frekar í varnarsamninginn. Hann þurfi til að mynda að ná yfir netárásir og skemmdarverk á innviðum á sjó og landi. „Það er eðlilegt að við tökum það upp í samtölum við Bandaríkin og aðrar vinaþjóðir innan Nató,“ segir Þorgerður. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær kom fram að viðauki, við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, hafi verið gerður árið 2017 án þess að Alþingi hafi verið upplýst hann. Í viðaukanum, er í nítján liðum er m.a. talið upp hvaða heimildir Bandaríkjaher hefur til að athafna sig við varnir landsins. Til mynda er kveðið á um að herinn og verktakar á hans vegum hafi óhindraðan aðgang að varnarsvæðum sínum eða því sem kallað er Operating Locations. Embættismaður utanríkisráðuneytisins undirritar svo samninginn fyrir hönd Íslands. Mundi ekki eftir þessum þætti málsins Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma furðaði sig á því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að nefndin hafi ekki verið upplýst á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi utanríkisráðherra mundi ekki eftir þessu tiltekna máli í hádegisfréttum en fagnaði því að öryggis- og varnarmál væru rædd. „Ég man ekki eftir þessum þætti málsins. En það var ekki verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð,“ sagði Guðlaugur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þurfi að upplýsa Alþingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við viðaukann frá 2017 en segir mikilvægt að Alþingi sé upplýst við afgreiðslu slíkra mála. „Það þarf að gæta vel að því að upplýsa alltaf utanríkismálanefnd og Alþingi um helstu breytingar og áherslur í svona málum. Það virðist hafa skort á að utanríkismálanefnd hafi verið upplýst í þessu máli og við lærum af því,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir mikilvægt að rýna enn frekar í varnarsamninginn. Hann þurfi til að mynda að ná yfir netárásir og skemmdarverk á innviðum á sjó og landi. „Það er eðlilegt að við tökum það upp í samtölum við Bandaríkin og aðrar vinaþjóðir innan Nató,“ segir Þorgerður.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira