„Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2025 16:30 Heiða er í dag borgarstjóri Reykjavíkur. Hún er nýr borgarstjóri og ætlar sér stóra hluti. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, talaði um launin, störfin, framtíðarhorfur en kynntist líka persónulegu hliðinni á þessari kraftmiklu konu sem elskar hreyfingu, hollan mat og spilakvöld með fjölskyldunni. Hún fer alltaf snemma á fætur en segist samt sem áður frekar vera b-manneskja heldur en a. Heiða er 54 ára og fædd á Akureyri, bjó til skiptis í sveitinni hjá ömmu og afa og svo hjá foreldrum inni í bæ. Hún er elst fjögurra systkina og þrátt fyrir planið hafi ekki endilega verið að fara í pólitík þegar hún var yngri var umræðan á heimilinu svona: „Ég er alin upp í mikilli pólitík. Báðir foreldrar mínir eru mjög svona vinstri sinnuð og mjög réttsýn og heiðarleg. Við töluðum mikið um allskonar pólitík og alltaf talað við okkur um samfélag, ábyrgð og samkennd og ættum að koma heiðarlega fram.“ Heiða fór í Verkmenntaskólann á Akureyri og kláraði þar matsveininn. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á mat og sérstaklega hollum mat. „Mitt uppáhald er humar og humarpítsa og það er oft í matinn á þessu heimili. Síðan tók ég náttúrufræðipróf og flutti til Reykjavíkur og var þá að reyna komast inn í nám í Svíþjóð og það tókst og ég fór í næringarráðgjöf þar,“ segir Heiða sem eignaðist son sinn í Svíþjóð með fyrrverandi manninum sínum. Síðan flytur Heiða heim og kynnist núverandi manni sínum Hrannari Birni og eiga þau samtals fjögur börn í dag. Í kjölfarið kláraði hún MBA og hefur haft í nógu að snúast allar götur síðan. Heiða var spurð út í laun hennar en á dögunum var greint frá því að hún væri samanlagt með tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun. Sem borgarstjóri, stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, formennsku í stjórn Sambands íslenskrar sveitarfélaga og meira. „Það kom ekki til greina að segja af mér formennsku þar sem ég var ekki með varamann í stjórninni. Ef ég hefði sagt af mér formennsku hefði ekki verið neitt til að gæta hagsmuna borgarinnar þarna inni, nema aðilar í minnihlutanum sem voru ekki okkur í meirihlutanum mjög vinveittir. Fyrir hagsmuni Reykvíkinga fannst mér það því óábyrgt af mér þangað til að það var landsþing og þá var hægt að kjósa í minn stað þremur vikum seinna. Ég var ekkert búin að reikna saman þessi laun og var ekkert að spá í því, var bara að spá í verkefnin og treysti ég mér í þau,“ segir Heiða sem var ekki búin að fá útborgað þegar viðtalið var tekið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Borgarstjórn Reykjavík Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Hún fer alltaf snemma á fætur en segist samt sem áður frekar vera b-manneskja heldur en a. Heiða er 54 ára og fædd á Akureyri, bjó til skiptis í sveitinni hjá ömmu og afa og svo hjá foreldrum inni í bæ. Hún er elst fjögurra systkina og þrátt fyrir planið hafi ekki endilega verið að fara í pólitík þegar hún var yngri var umræðan á heimilinu svona: „Ég er alin upp í mikilli pólitík. Báðir foreldrar mínir eru mjög svona vinstri sinnuð og mjög réttsýn og heiðarleg. Við töluðum mikið um allskonar pólitík og alltaf talað við okkur um samfélag, ábyrgð og samkennd og ættum að koma heiðarlega fram.“ Heiða fór í Verkmenntaskólann á Akureyri og kláraði þar matsveininn. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á mat og sérstaklega hollum mat. „Mitt uppáhald er humar og humarpítsa og það er oft í matinn á þessu heimili. Síðan tók ég náttúrufræðipróf og flutti til Reykjavíkur og var þá að reyna komast inn í nám í Svíþjóð og það tókst og ég fór í næringarráðgjöf þar,“ segir Heiða sem eignaðist son sinn í Svíþjóð með fyrrverandi manninum sínum. Síðan flytur Heiða heim og kynnist núverandi manni sínum Hrannari Birni og eiga þau samtals fjögur börn í dag. Í kjölfarið kláraði hún MBA og hefur haft í nógu að snúast allar götur síðan. Heiða var spurð út í laun hennar en á dögunum var greint frá því að hún væri samanlagt með tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun. Sem borgarstjóri, stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, formennsku í stjórn Sambands íslenskrar sveitarfélaga og meira. „Það kom ekki til greina að segja af mér formennsku þar sem ég var ekki með varamann í stjórninni. Ef ég hefði sagt af mér formennsku hefði ekki verið neitt til að gæta hagsmuna borgarinnar þarna inni, nema aðilar í minnihlutanum sem voru ekki okkur í meirihlutanum mjög vinveittir. Fyrir hagsmuni Reykvíkinga fannst mér það því óábyrgt af mér þangað til að það var landsþing og þá var hægt að kjósa í minn stað þremur vikum seinna. Ég var ekkert búin að reikna saman þessi laun og var ekkert að spá í því, var bara að spá í verkefnin og treysti ég mér í þau,“ segir Heiða sem var ekki búin að fá útborgað þegar viðtalið var tekið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Borgarstjórn Reykjavík Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira