Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 19:56 Hlynur Helgason, varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og dósent við Háskóla Íslands. Vísir/Sara Varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir nýtt gervigreindaræði vekja upp ýmsar spurningar varðandi höfundarrétt. Netverjar keppast við að láta gervigreindina skapa myndir sem annar ekki eftirspurn. Ný uppfærsla hjá gervigreindarrisanum OpenAI hefur hleypt af stað æði hjá netverjum sem keppast við að umbreyta myndum svo þær líkjist stílbragði frægra teiknimynda. Æðið hefur verið svo mikið að forstjóri fyrirtækisins hefur hvatt netverja til að hætta. Dæmi um notkun á ChatGPT til að skapa myndefni má sjá í spilaranum hér að neðan. Listamenn fái enga greiðslu fyrir þjálfun hugbúnaðarins Hlynur Helgason, varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og dósent við Háskóla Íslands, segir að þó að þessi nýja tækni bjóði upp á ýmsa möguleika þurfi ýmislegt að varast. „Annars vegar eru þau verk sem eru ryksuguð upp af netinu sem við vitum að hafi verið gert og eru notuð til að þjálfa þetta forrit. Það er engin greiðsla fengin fyrir það. Hins vegar er það síðan hvernig fólk notar þessi forrit. Eins og kannski ef ég keyri inn mynd eftir Kjarval og læt forritið búa til mynd sem er 90 prósent eins og mynd eftir Kjarval, sem ég get gert. Þá erum við líka komin með annað vandamál því Kjarval er höfundarréttarvarinn listamaður.“ Ekki megi nota forritið í hagnaðarskyni Það skipti máli hvort hugbúnaðurinn sé starfræktur í hagnaðarskyni eður ei. „Það væri í raun og veru alveg réttmætt að krefjast þess að allt sem færi inn í þessi kerfi að þau borgi einhvers konar þóknun fyrir það. Það er alveg hægt að greina hvaða listaverk hafa verið keyrð inn í þessa gagnagrunna. Það er eðli tölvukerfa.“ Sama eigi við um notendur. Óhætt sé að skapa myndir í listrænu skyni eða til tómstunda en annað gildi ef það er gert í hagnaðarskyni. „Ef ég hins vegar bý til hönnunarvöru út frá þessu og fer að selja Simpsons-myndir eða í Simpsons-stíl. Þá er ég kominn á mjög grátt svæði. Þá ætti að vera hægt að krefja fyrirtækið mitt um greiðslu fyrir að nýta einkennandi listaverk.“ Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Ný uppfærsla hjá gervigreindarrisanum OpenAI hefur hleypt af stað æði hjá netverjum sem keppast við að umbreyta myndum svo þær líkjist stílbragði frægra teiknimynda. Æðið hefur verið svo mikið að forstjóri fyrirtækisins hefur hvatt netverja til að hætta. Dæmi um notkun á ChatGPT til að skapa myndefni má sjá í spilaranum hér að neðan. Listamenn fái enga greiðslu fyrir þjálfun hugbúnaðarins Hlynur Helgason, varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og dósent við Háskóla Íslands, segir að þó að þessi nýja tækni bjóði upp á ýmsa möguleika þurfi ýmislegt að varast. „Annars vegar eru þau verk sem eru ryksuguð upp af netinu sem við vitum að hafi verið gert og eru notuð til að þjálfa þetta forrit. Það er engin greiðsla fengin fyrir það. Hins vegar er það síðan hvernig fólk notar þessi forrit. Eins og kannski ef ég keyri inn mynd eftir Kjarval og læt forritið búa til mynd sem er 90 prósent eins og mynd eftir Kjarval, sem ég get gert. Þá erum við líka komin með annað vandamál því Kjarval er höfundarréttarvarinn listamaður.“ Ekki megi nota forritið í hagnaðarskyni Það skipti máli hvort hugbúnaðurinn sé starfræktur í hagnaðarskyni eður ei. „Það væri í raun og veru alveg réttmætt að krefjast þess að allt sem færi inn í þessi kerfi að þau borgi einhvers konar þóknun fyrir það. Það er alveg hægt að greina hvaða listaverk hafa verið keyrð inn í þessa gagnagrunna. Það er eðli tölvukerfa.“ Sama eigi við um notendur. Óhætt sé að skapa myndir í listrænu skyni eða til tómstunda en annað gildi ef það er gert í hagnaðarskyni. „Ef ég hins vegar bý til hönnunarvöru út frá þessu og fer að selja Simpsons-myndir eða í Simpsons-stíl. Þá er ég kominn á mjög grátt svæði. Þá ætti að vera hægt að krefja fyrirtækið mitt um greiðslu fyrir að nýta einkennandi listaverk.“
Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira