Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 12:02 Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar. árnastofnun/vilhelm Rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd segir að um menningarslys yrði að ræða ef frumvarp um breytingu á mannanafnalögum verði samþykkt. Lagabreytingin myndi grafa undan núverandi kerfi, sem væri fljótt að láta undan síga. Jón Gnarr og sjö aðrir þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, sem rýmkar heimild til að taka upp ættarnöfn. Ef frumvarpið yrði samþykkt væri mögulegt að taka upp nýtt kenninafn án þess að eiga til þess eiginlegt eða huglægt tilkall. Hafi eftirnafn gengið mann fram af manni í þrjár kynslóðir telst það ættarnafn. „Fyrir þessu geta legið ótal persónulegar og menningarlegar ástæður. Þannig geta einstaklingar viljað kenna sig við sérstakan stað á landinu, eins og fordæmi eru fyrir, svo sem Fossberg, Reykfjörð, Vestmann eða Laxness svo að nokkur dæmi séu nefnd,“ segir í frumvarpinu. Menningararfur sérstakur á heimsmæliskvarða Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, segir frumvarpið vera áhugaverða tilraun þó hann efist um að hún yrði til góðs. „Mér líst samt ekki á það að ætla að breyta þessu grunnkerfi okkar, þessu föður- og móðurnafnakerfi. Þetta er sú leið sem við höfum valið með kenninöfnin, að kenna okkur til föður eða móður.“ Um sé að ræða mikinn menningararf sem sé sérstakur á heimsmælikvarða. Jóhannes óttast að ef ákvarðanir um eftirnöfn verði gefnar frjálsar hér á landi, muni núverandi kerfi láta undan síga og föðurnöfn snögglega heyra sögunni til. „Þetta grafi mjög fljótt undan okkar kerfi og það yrði menningarslys, finnst mér. Svo er þetta eins og umferðarlög. Við höfum hérna hægri umferð en það væri ekki gott að hafa bæði vinstri og hægri umferð. Það yrði fljótt mikill ruglingur.“ Ekki aftursnúið ef grafið er undan núverandi kerfi Hann bendir á að í Danmörku hvíli vernd á ýmsum ættarnöfnum sem afmarkaður fjöldi fólks ber. Það sé með öllu óljóst í frumvarpinu hvernig þessu yrði háttað og frumvarpið skortir frekari ramma að mati Jóhannesar. Ef núverandi kerfi myndi frá hverfa væri ekki aftursnúið. „Auðvitað segja sumir á móti að aftuhaldsseggir og þeir sem vilja halda í nafnasiðinn og okkar menningarhefð vantreysti fólki og það eigi að treysta fólki til að vernda okkar gamla sið. Á móti má segja að ef þeir svartsýnustu eins og ég hafa rétt fyrir sér og nýtt ættar- og eftirnafnakerfi tekur við, þá er hitt að eilífu horfið, getum við sagt. Þá er mjög erfitt að taka það upp aftur eins og við sjáum í öðrum löndum. Þetta er mjög merkileg hefð og ég held að við ættum ekki að kasta þessu á glæ.“ Mannanöfn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Jón Gnarr og sjö aðrir þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, sem rýmkar heimild til að taka upp ættarnöfn. Ef frumvarpið yrði samþykkt væri mögulegt að taka upp nýtt kenninafn án þess að eiga til þess eiginlegt eða huglægt tilkall. Hafi eftirnafn gengið mann fram af manni í þrjár kynslóðir telst það ættarnafn. „Fyrir þessu geta legið ótal persónulegar og menningarlegar ástæður. Þannig geta einstaklingar viljað kenna sig við sérstakan stað á landinu, eins og fordæmi eru fyrir, svo sem Fossberg, Reykfjörð, Vestmann eða Laxness svo að nokkur dæmi séu nefnd,“ segir í frumvarpinu. Menningararfur sérstakur á heimsmæliskvarða Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, segir frumvarpið vera áhugaverða tilraun þó hann efist um að hún yrði til góðs. „Mér líst samt ekki á það að ætla að breyta þessu grunnkerfi okkar, þessu föður- og móðurnafnakerfi. Þetta er sú leið sem við höfum valið með kenninöfnin, að kenna okkur til föður eða móður.“ Um sé að ræða mikinn menningararf sem sé sérstakur á heimsmælikvarða. Jóhannes óttast að ef ákvarðanir um eftirnöfn verði gefnar frjálsar hér á landi, muni núverandi kerfi láta undan síga og föðurnöfn snögglega heyra sögunni til. „Þetta grafi mjög fljótt undan okkar kerfi og það yrði menningarslys, finnst mér. Svo er þetta eins og umferðarlög. Við höfum hérna hægri umferð en það væri ekki gott að hafa bæði vinstri og hægri umferð. Það yrði fljótt mikill ruglingur.“ Ekki aftursnúið ef grafið er undan núverandi kerfi Hann bendir á að í Danmörku hvíli vernd á ýmsum ættarnöfnum sem afmarkaður fjöldi fólks ber. Það sé með öllu óljóst í frumvarpinu hvernig þessu yrði háttað og frumvarpið skortir frekari ramma að mati Jóhannesar. Ef núverandi kerfi myndi frá hverfa væri ekki aftursnúið. „Auðvitað segja sumir á móti að aftuhaldsseggir og þeir sem vilja halda í nafnasiðinn og okkar menningarhefð vantreysti fólki og það eigi að treysta fólki til að vernda okkar gamla sið. Á móti má segja að ef þeir svartsýnustu eins og ég hafa rétt fyrir sér og nýtt ættar- og eftirnafnakerfi tekur við, þá er hitt að eilífu horfið, getum við sagt. Þá er mjög erfitt að taka það upp aftur eins og við sjáum í öðrum löndum. Þetta er mjög merkileg hefð og ég held að við ættum ekki að kasta þessu á glæ.“
Mannanöfn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09