Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. mars 2025 21:17 Pawel Bartoszek er formaður utanríkisnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. „Okkar stefna hefur alltaf verið mjög skýr í þessum efnum. Við verðum að sjá til þess að það sé borin virðing fyrir alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti ríkja. Við höfum litla tryggingu fyrir okkar fullveldi ef þessi sjónarmið eru að engu höfð,“ segir hann. Heimsókn varaforsetans vottur um virðingarleysi Ný landstjórn tók við völdum á Grænlandi í dag, eftir að fjórir af fimm flokkum á grænlenska þinginu náðu saman í gær. Jens-Frederik Nielsen verður formaður landstjórnarinnar, sem er mynduð í skugga mikils áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi. Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað lýst því yfir að Bandaríkin þurfi að ná yfirráðum yfir Grænlandi, dönskum og grænlenskum stjórnvöldum til lítillar gleði. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hélt til Grænlands í dag þar sem hann heimsótti bandaríska herstöð. Nýr formaður landsstjórnarinnar sagðist vera með einföld skilaboð til varaforsetans þegar hann var inntur eftir þeim. „Við sjáum hvaða óöryggi það hefur skapað og þess vegna er kominn tími til að ríkisstjórn taki við keflinu sem getur síðan leitt það starf sem þarf að inna af hendi í tengslum við utanríkisstefnuna,“ sagði nýr landstjórnarformaður við fjölmiðla eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála. „J.D. Vance er að lenda á herstöð sem tilheyrir þeim. Ég tel að sú stefna að koma í heimsókn þegar engin ríkisstjórn situr í landinu sé umhugsunarverð. Það ber ekki vott um virðingu gagnvart bandamanni. Mér finnst það synd. En nú höfum við ríkisstjórn sem hefst strax handa,“ sagði hann. Skýr stefna íslenskra stjórnvalda Pawel segist taka undir með nýjum landstjórnarformanni að tímasetning heimsókn Vance varaforseta beri vott um virðingarleysi. „Við munum alltaf standa með alþjóðalögum og sjálfákvörðunarrétti þjóða. Það er á þann hátt sem við getum beitt okkur. Að sjálfsögðu eru Bandaríkjamenn mikilvægir bandamenn okkar og við treystum á gott samstarf við þá. En þegar kemur á þessu höfum við alltaf verið skýr að það sé ekkert að vera um Grænland án þess að Grænlendingar séu með í ráðum,“ segir hann. „Það er nokkuð skýrt í þessum kosningum. Flokkur sem er systurflokkur viðreisnar og er frjálslyndur flokkur leiðir núna breiða fjögurra flokka stjórn. Mér sýnist niðurstaðan vera að fara svolítið hægt í sakirnar, ekki til dæmis að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði eins og hugmyndir voru uppi um. Þetta virðist mér vera stefnan og við styðjum auðvitað við Grænlendinga´i því,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkisnefndar Alþingis. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Okkar stefna hefur alltaf verið mjög skýr í þessum efnum. Við verðum að sjá til þess að það sé borin virðing fyrir alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti ríkja. Við höfum litla tryggingu fyrir okkar fullveldi ef þessi sjónarmið eru að engu höfð,“ segir hann. Heimsókn varaforsetans vottur um virðingarleysi Ný landstjórn tók við völdum á Grænlandi í dag, eftir að fjórir af fimm flokkum á grænlenska þinginu náðu saman í gær. Jens-Frederik Nielsen verður formaður landstjórnarinnar, sem er mynduð í skugga mikils áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi. Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað lýst því yfir að Bandaríkin þurfi að ná yfirráðum yfir Grænlandi, dönskum og grænlenskum stjórnvöldum til lítillar gleði. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hélt til Grænlands í dag þar sem hann heimsótti bandaríska herstöð. Nýr formaður landsstjórnarinnar sagðist vera með einföld skilaboð til varaforsetans þegar hann var inntur eftir þeim. „Við sjáum hvaða óöryggi það hefur skapað og þess vegna er kominn tími til að ríkisstjórn taki við keflinu sem getur síðan leitt það starf sem þarf að inna af hendi í tengslum við utanríkisstefnuna,“ sagði nýr landstjórnarformaður við fjölmiðla eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála. „J.D. Vance er að lenda á herstöð sem tilheyrir þeim. Ég tel að sú stefna að koma í heimsókn þegar engin ríkisstjórn situr í landinu sé umhugsunarverð. Það ber ekki vott um virðingu gagnvart bandamanni. Mér finnst það synd. En nú höfum við ríkisstjórn sem hefst strax handa,“ sagði hann. Skýr stefna íslenskra stjórnvalda Pawel segist taka undir með nýjum landstjórnarformanni að tímasetning heimsókn Vance varaforseta beri vott um virðingarleysi. „Við munum alltaf standa með alþjóðalögum og sjálfákvörðunarrétti þjóða. Það er á þann hátt sem við getum beitt okkur. Að sjálfsögðu eru Bandaríkjamenn mikilvægir bandamenn okkar og við treystum á gott samstarf við þá. En þegar kemur á þessu höfum við alltaf verið skýr að það sé ekkert að vera um Grænland án þess að Grænlendingar séu með í ráðum,“ segir hann. „Það er nokkuð skýrt í þessum kosningum. Flokkur sem er systurflokkur viðreisnar og er frjálslyndur flokkur leiðir núna breiða fjögurra flokka stjórn. Mér sýnist niðurstaðan vera að fara svolítið hægt í sakirnar, ekki til dæmis að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði eins og hugmyndir voru uppi um. Þetta virðist mér vera stefnan og við styðjum auðvitað við Grænlendinga´i því,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkisnefndar Alþingis.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira