Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. mars 2025 21:17 Pawel Bartoszek er formaður utanríkisnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. „Okkar stefna hefur alltaf verið mjög skýr í þessum efnum. Við verðum að sjá til þess að það sé borin virðing fyrir alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti ríkja. Við höfum litla tryggingu fyrir okkar fullveldi ef þessi sjónarmið eru að engu höfð,“ segir hann. Heimsókn varaforsetans vottur um virðingarleysi Ný landstjórn tók við völdum á Grænlandi í dag, eftir að fjórir af fimm flokkum á grænlenska þinginu náðu saman í gær. Jens-Frederik Nielsen verður formaður landstjórnarinnar, sem er mynduð í skugga mikils áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi. Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað lýst því yfir að Bandaríkin þurfi að ná yfirráðum yfir Grænlandi, dönskum og grænlenskum stjórnvöldum til lítillar gleði. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hélt til Grænlands í dag þar sem hann heimsótti bandaríska herstöð. Nýr formaður landsstjórnarinnar sagðist vera með einföld skilaboð til varaforsetans þegar hann var inntur eftir þeim. „Við sjáum hvaða óöryggi það hefur skapað og þess vegna er kominn tími til að ríkisstjórn taki við keflinu sem getur síðan leitt það starf sem þarf að inna af hendi í tengslum við utanríkisstefnuna,“ sagði nýr landstjórnarformaður við fjölmiðla eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála. „J.D. Vance er að lenda á herstöð sem tilheyrir þeim. Ég tel að sú stefna að koma í heimsókn þegar engin ríkisstjórn situr í landinu sé umhugsunarverð. Það ber ekki vott um virðingu gagnvart bandamanni. Mér finnst það synd. En nú höfum við ríkisstjórn sem hefst strax handa,“ sagði hann. Skýr stefna íslenskra stjórnvalda Pawel segist taka undir með nýjum landstjórnarformanni að tímasetning heimsókn Vance varaforseta beri vott um virðingarleysi. „Við munum alltaf standa með alþjóðalögum og sjálfákvörðunarrétti þjóða. Það er á þann hátt sem við getum beitt okkur. Að sjálfsögðu eru Bandaríkjamenn mikilvægir bandamenn okkar og við treystum á gott samstarf við þá. En þegar kemur á þessu höfum við alltaf verið skýr að það sé ekkert að vera um Grænland án þess að Grænlendingar séu með í ráðum,“ segir hann. „Það er nokkuð skýrt í þessum kosningum. Flokkur sem er systurflokkur viðreisnar og er frjálslyndur flokkur leiðir núna breiða fjögurra flokka stjórn. Mér sýnist niðurstaðan vera að fara svolítið hægt í sakirnar, ekki til dæmis að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði eins og hugmyndir voru uppi um. Þetta virðist mér vera stefnan og við styðjum auðvitað við Grænlendinga´i því,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkisnefndar Alþingis. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Okkar stefna hefur alltaf verið mjög skýr í þessum efnum. Við verðum að sjá til þess að það sé borin virðing fyrir alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti ríkja. Við höfum litla tryggingu fyrir okkar fullveldi ef þessi sjónarmið eru að engu höfð,“ segir hann. Heimsókn varaforsetans vottur um virðingarleysi Ný landstjórn tók við völdum á Grænlandi í dag, eftir að fjórir af fimm flokkum á grænlenska þinginu náðu saman í gær. Jens-Frederik Nielsen verður formaður landstjórnarinnar, sem er mynduð í skugga mikils áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi. Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað lýst því yfir að Bandaríkin þurfi að ná yfirráðum yfir Grænlandi, dönskum og grænlenskum stjórnvöldum til lítillar gleði. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hélt til Grænlands í dag þar sem hann heimsótti bandaríska herstöð. Nýr formaður landsstjórnarinnar sagðist vera með einföld skilaboð til varaforsetans þegar hann var inntur eftir þeim. „Við sjáum hvaða óöryggi það hefur skapað og þess vegna er kominn tími til að ríkisstjórn taki við keflinu sem getur síðan leitt það starf sem þarf að inna af hendi í tengslum við utanríkisstefnuna,“ sagði nýr landstjórnarformaður við fjölmiðla eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála. „J.D. Vance er að lenda á herstöð sem tilheyrir þeim. Ég tel að sú stefna að koma í heimsókn þegar engin ríkisstjórn situr í landinu sé umhugsunarverð. Það ber ekki vott um virðingu gagnvart bandamanni. Mér finnst það synd. En nú höfum við ríkisstjórn sem hefst strax handa,“ sagði hann. Skýr stefna íslenskra stjórnvalda Pawel segist taka undir með nýjum landstjórnarformanni að tímasetning heimsókn Vance varaforseta beri vott um virðingarleysi. „Við munum alltaf standa með alþjóðalögum og sjálfákvörðunarrétti þjóða. Það er á þann hátt sem við getum beitt okkur. Að sjálfsögðu eru Bandaríkjamenn mikilvægir bandamenn okkar og við treystum á gott samstarf við þá. En þegar kemur á þessu höfum við alltaf verið skýr að það sé ekkert að vera um Grænland án þess að Grænlendingar séu með í ráðum,“ segir hann. „Það er nokkuð skýrt í þessum kosningum. Flokkur sem er systurflokkur viðreisnar og er frjálslyndur flokkur leiðir núna breiða fjögurra flokka stjórn. Mér sýnist niðurstaðan vera að fara svolítið hægt í sakirnar, ekki til dæmis að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði eins og hugmyndir voru uppi um. Þetta virðist mér vera stefnan og við styðjum auðvitað við Grænlendinga´i því,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkisnefndar Alþingis.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira